Verkamaðurinn - 17.03.1928, Qupperneq 2
2
VERKAMAÐURINN
Verkamannafélag
Akureyrar
heldur fund Sunnudaginn 18. Mars
kl. 3 e. h. í bæjarstjórnarsalnum.
Fundarefni:
1. Framtíðarstefna verkalýðsins í
bæjarmálum.
2. Félagaskírteini.
3. Ibsens-minning.
Flokksstjórar eru beðnir að boða
fundinn.
Stjórnin.
Alþingi.
Málum virðist sem stendur
miða frekar hægt áfram á Al-
þingi. Kv&ð einkum vera þóf mik-
ið í N.d. og tefja íhaldsmenn þar
framgang ýmsra mála eftir
mætti. Þessi mál eru nú merkust
á ieið gegnum þingið eða nýkomin
úr því:
Fjdrlögin voru afgreidd frá n.
d. á Miðvikudagskvöldið seint.
Var þa tekjuhalli orðinn um
miljón.
Gengisviðtmkivn virðist ætla að
komast gegnum þingið. Veiti» þar
íhaldið Framsókn drjúgum fylgi,
því þar finnur það íhaldsbragðið
að henni. Sést hér hugleysi Fram-
sóknar að þora eigi að létta þess-
um ranglátasta skatti af alþýðu
manna. Jafnvel tillaga jafnaðar-
manna um að undanskilja kaffi og
sykurtollinn, svo eigi yrði enn
hækkaður neyslutollur alþýðu, var
feldur af sameinuðu íhaldi og
Framsókn. Hlakkar nú í íhaldinu,
en annað hljóð kemur í strokkinn
um
tekju- og eignaskatts-viðauJcann.
Meiri hluti fjárhagsnefndar n.d.
vill samþykkja tillögur H. V. um
25% hækkur þess skatts, þó und-
anskilja árstekjur, sem ekki nemi
4000 kr. Sýnir íhaldið mjög á-
þreifanlega að það er verkfæri
efnamannanna gegn fátækari
stéttunum með afstöðu sinni til
þessara mála. En Framsókn mun
hugsa sér að bæta hinn viðaukann
með þessum, t
Síldareinkasalxm var á dagskrá
í n.d. til 2. umr. í gær. Var búist
við snörpum deilum og leggja í-
haldsménn alt kapp á að tefja það
mál og spilla því — en það mun
lítt duga.
Kauptryggingafrv. E. F. er af-
greitt frá e.d. og er nú í sjávarút-
vegsnefnd í n.d.
Síldarbræðsluverksmiðjan mun
komast í gegn að öllum líkindum.
Er búist við að fram komi í n.d.
tillaga, um að stjómin megi taka
bræðslustöð á leigu í sumar til að
bæta úr brýnustu þörfum.
Skólag jaldið, hinn rangláti
skattur á þekkingarþrá unglipga,
fæst enn ekki afnuminn, þrátt
fyrir ítrekaðar áskoranir. Báru
Alþýðuflokksmenn fram till. þess
efnis, en hún var feld með 15 at-
kvæðum gegn 11. Sameinuðust
7 íhaldsmenn og 8 Framsóknar-
menn um að fella hana.
En þótt þessir herrar skeri svo
við neglur sér fé við fátæka nem-
epdur, er öðru máli að gegna, þeg-
ar um fjárstyrki er að ræða til
erlendra stórríkra iðjuleysingja,
svo sem Kristjáns Friðrikssonar
frá Glúcksborg. Heimildarlaust
hefir konungi þessum verið greidd
þau 60.000 króna, er hann fær frá
íslandi í dönskum krónum í stað
íslenskra. Munar það um 12000
krónum. Vill meirihluti þingsins
svo vera láta framvegis þrátt fyr-
ir mótmæli jafnaðarmánna. Væri
þó nær að veita nemendum lausn
frá skólagjaldi, en fleygja þessu
fé 1 Danskinn, sem hvort sem er
mun þýkja smátt til risnunnar
koma, þótt fátæk alþýða verði að
þjást fyrir það út á fslandi.
-------0-------
Stúkan Akureyri nr. 13t heldur fund
í Skjaldborg næstkomandi Mánudag kl.
814 e. h. Teknar verða ákvarðanir um
tvö erindi, er stúkunni hafa verið send.
Skemtileg hagnefndaratriði. »Lífsins
bók«.
þökkum hjartanlega öllum þeim,
sem auðsýndu okkur samúð við
andlát og jarðarför dóttur okkar,
Sumarrósar Jónsdóttur Þórsnesi.
Einnig þeim mörgu, sem auðsýndu
hinni látnu samúð, og leituðust við
að gleðja hana og styrkja í hinní
löngu sjúkdómsbaráttu hennar.
Foreldrarnir.
Innilegar þakkir til ykkar allra,
sem sýnduð okkur samúð og hlut-
tekningu við jarðarför Gyðu litlu,
dóttur okkar.
Jónína og þorst Hörgdal.
777 sjómanna.
Kæm stéttarbræður!
Á síðastliðnum árum, hafa
framleiðslutækin — sérstaklega
við sjóinn — hröðum skrefum
gerst fullkomnari og stórvirkari,
í því að koma geysilegum verð-
mætum undir yfirráð_ einstak-
linga, sem teljast eigendur þeirra.
Þessir einstaklingar (stórat-
vinnurekendur) hafa jafnframt
gengið lengra og lengra yfir hóf
í ásælni sinni gagnvart hinum
eiginlegu framleiðendum, mönnun-
um sem vinna.
Hagsmunasamtök alþýðunnar
hafa eigi að sama skapi náð áð
eflast, svo að þau hafi getað rönd
við reist.
Þó hafa samtök verkamanna á
stöku stað, megnað að verða dá-
lítill hemill á mestu yfirtroðslur
mótaðiljans, í kaupgjaldsmálum,
þar sem þau eru lengst á veg
komin, hér á landi. En þetta
mega heita undantekningar.
Hitt mun kunnast, frá flestum
stöðum þessa lands: Stöðugar
kauplækkanir og hraðversnandi á-
stæður vinnandi manna.
Vestmannaeyjar hafa á síðustu