Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 17.03.1928, Side 4

Verkamaðurinn - 17.03.1928, Side 4
4 VERKAMAÐURINN Ósvífinn togari. Togari einn þýskur, eem tekinn var í landhelgi við Vest- mannaeyjar fyrir nokkru sfðan og sekt- aðnr um 12000 kr., lærði ekki meira af óförunum en það, að á Fimtudaginn var hann kominn inn f landhelgina aft- nr, var tekinn á ný og sektaður um 18000 krónur. Leikfélagið hefir æft Æfintýri á gönguför undanfarið og á nú að sýna leikinn í fyrsta sinn í kvöld. Prófsýning haldin í gærkvöldi. útbúnaður á leik- sviði er ágætur og leikendur yfirleitt vel söngvnir. Hefir »Æfintýrið« lengi verið uppáhald almennings, og ekki 6- liklegt að enn reynist svo. Verkamarinafélagið heldur fund á morgun kl. 3; sjá augl. Verkakvennafélagið >Eining« heldur skemtifund á morgun (Sunnudag) kl. 3'/2 í Skjaldborg. Fýrir nokkru lést á sjúkrahúsi í Eeykjavík, Ólafur Jónsson frá Hjalt- eyri, aldraður maður, er þar hefir verið húsettur í fjöldamörg ár. Ólafur sál. var hinn mesti sómamaður f hvívetna, vinsæll og virtur af öllum er þektu hann. Leiðrétting. í síðasta blaði hefir lína setst inn á skakkan stað í frásögninni um einkasölu á síld. Átti þar að standa, að síldarsaltendur hafi í ár »frest með að tilkynna til 15. Maí«. --o--- Skæðadrífa. Svar bændanna til furstans. Guðmundur frá Sandi sagöi eftir Karlgrén, að bændumir hefðu elskað furstana, sem verið hefðu við þá eins og feður við böm(ll) En »Manchester Guardian« frá 1. Febr. 1928, biríir eftirfarandi smásögu, sem sýnir, hvað bsendumir segja: Wolkonski fursti, sem býr í útlegð í Frakklandi, ritaði bændunum í þorpun- um Malinti og Luschki í Rjazan-héraði, / V E R O k a í f i b æ t i r. Einkaumboð fyrir Island: Halldór Eiríksson Hafnarstræti 22, Reykjavík, í umboðssölu á Akureyri hjá Páli Einarssyni. þar sem jarðeignir hans voru áður, bréf, og kvað þar samkvæmt lögum keisaratímans krefjast jarðeigna sinna og lét í ljósi, að hann myndi taka við þeim, »þegar kristileg stjóm kæmist aftur til valda í hinu þjáða föðurlandi voru«. Bændurnir í báðum þorpunum héldu nú fund og skráðu svar það, er hér fer á eftir: »Við höfum ennþá ekki gleymt yðar furstalegu keyrum og svipum, er dundu á herðum okkar við erfiðið. Fyrir 10 árum brendum við í ofnunum þeim keisaralegu lögum, sem hljóðuðu um jarðeignir yðar. Jarðeignum yðar hefir heiðarlega verið skift upp á milli okk- ar, og það, sem furstarnir áður áttu, eiga bændurnir nú. Að lokum vildum við svo segja yður, að okkur varð mikil skyssa á, þegar við létum yður komast lifandi út úr ráðstjómarlandinu*. 2°/o—20%. Guðmundur á Sandi staðhæfði á fyr- irlestri sínum um Rússland, að iðnað- arframleiðsla landsins hefði 1921 verið komin niður í 2% af því, sem verið hefði 1913. Hélt hann því og fram eftir að E. O. hafði int hann frekar eftir því. En það er öllum kunnugt, sem eitt- hvað hafa kynt sér þróun Rússlands eftir 1917, að iðnaðarframleiðslan fór 1921 niður í 20% af því, erhúnvarfyrir stríð — og komst það lengst niður. (1927 var hún orðin ca. 107%). Slík er fáfræði þessa manns, er ger- ist svo ósvífinn, að hafa það til fjár- öflunar að flytja fyrirlestra um það. sem hann hvorki vill né getur skilið, að því er virðist. Skal hann óáreittur fá að halda þeim vana sínum, að skrökva tlfalt til um 6- hróður á íslenska og rússneska bolsa, — og vonandi auglýsir hann góðverk Thorsanna með sömu samviskuseminni. -----o------ ihaldsfulltrúinn. Mjög þykir á því bera í seinni tíð, að Hallgrímur Davíðsson standi einn uppi, sem málsvari íhaldsstefnunnar í bæjarstjórn Akureyrar. í atkvæða- greiðslunni um uppgjöf sveitastyrksins fékk hann að vísu einn fulltrúa með sér. En á síðasta fundi stóð hann aleinn á móti því, að rannsakað yrði, á hvern hátt bærinn gæti stutt að því, að korn- forðabúr kæmist hér á fót. Þá lagðist hann einnig á móti því, að Rauðakross deild Akureyrar yseri gefið nokkurt vil- yrði um stuðning til að koma upp hjálparstö? fyrir berklaveikt fólk. Vildi hann jafnvel ekki láta fjárhagsnefnd taka erindi Rauðakrossins til athugunar. í fundarlokin varð einum áheyranda að orði, að svona hreinræktuð íhaldssál færi að verða sjaldséður gripur á vor- um dögum. Ritstjóm: Stjórn Verklýðssambandsins. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.