Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 22.09.1928, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 22.09.1928, Blaðsíða 1
 XI. árg. • Útgefandi: VerKlýðssamband Noröurlands. ► ♦♦ ♦ • •• •• •- •-• • ♦^^ Akureyri, Laugardaginn 22. September 1928. 76. tbl. - ♦ «- « • • • • • • • -• Verður kosið sirax? Eins og kunnugt er, hafa nú með stuttu millibili losnað tvö sæti í bæjarstjórn Akureyrar við fráfall þeirra Sveins Sigurjóns- sonar og Ragnars ólafssonar. Lög- in mæla svo fyrir, að þegar sæti losnar í bæjarstjórn, skuli kosið í sætið fyrir þann tíma, sem eftir er af kjörtímabili hins fráfarna. Virðist því í fljótu bragði ekki um annað að gei’a, en að kjósa nú þegar tvo menn, og það á þann hátt, að annar verði kosinn að- eins til 'næstu áramóta, en hinn til tveggja ár'a. Hugur bæjarbúa mun yfirleitt ekki hneigjast að því, að hefja nú kosningahríð, þar sem reglulegar bæjarstjórnarkosningar standa fyrir dyrum um næstu áramót. Mun óhætt að fullyrða, að al- mennast sje þess óskað, að friður megi haldast þangað til. Finst mörgum helclur engin brýn þörf á að skipa þessí sæti nú, þar sem þau hafa í raun og veru staðið auð undanfarið, annar bæjarfull- truinn fjarverandi, fárveikur, en hínn heilsulaus heima og óstarf- hæfur, þó hann hafi getað setið fundi einstöku sinnum. Að sjálf- sögðu dugar ekki að ganga í beint berhögg við lögin. En nú vill svo einkennilega til, að við Akureyr- arbúar getum ekki látið neina bæjarstjórnarkosningu fara fram löglega fyrst um sinn. Kemur það til af því, að í lögum um kosning- ar í málefnum sveita og kaup- staða, er sett voru fyrir tveimur árum, er svo fyrir mælt að kjósa skuli helming bæjarstjórnarinnar í einu til 6 ára, og fari því kosn- ing ávalt fram á þriggja ára fresti. Áður var það lög fyrir Akureyrarbæ, að kjósa annað- hvort ár þriðjung bæjarstjórnar. Meðan verið er að koma þessari breytingu á, verður ekki hjá því komist, að kjósa suma fulltrúaiía til styttri tíma en 6 ára, enda þótt það sé þvert ofan í fyrirmæli lag- anna. Þannig mun það hafa verið í ráði, að í stað þeirra fjögurra fulltrúa, sem úr eiga að ganga um næstu áramót, yrðu kosnir 2 til tveggja ára og 2 til fjögurra. Ef nú mætfi halda auðu við ára- mót 5. sætinu, sem af tilviljun losnar, þá væri hægt að kjósa helming bæjarstjórnarinnar, til 6 ára, eins og lög standa til. Á síðasta fundi bæjarstjórnar- innar var mál þetta nokkuð rætt, í sambándi við kosning kjör-^ stjórnar. Var samþ. tillaga frá Erl. Fr. þess efnis, að skora á kjörstjórniná að leita samþykkis Stjórnarráðsins til þess að hin auðu sæti mættu vera óskipuð til áramóta, svo þá væri hægt að kjósa lögum samkvæmt, eða í öðru lagi, að kjós mætti hina nýju fulltrúa báða í einu til ára- rnóta, svo að sætin gætu þá orðið laus 5. Af óskiljanlegum ástæðum, lögðust íhaldsfulltrúarnir á móti þessari tillögu. Lítur út fyrir, að þeir séu bráðsólgnir í að fá nú þegar kosningahríð, og hyggi á sigur mikinn, líklega að taka sæt- in bæði, ef kósið verður í tvennu lagi. Á yfirborðinu ljetu þeir í veðri vaka, að laganna vegna væri ekki önnur leið fær en þessi eina. En einkennilegt er að halda því fram, að það sje lögleysa að leita Innilegt þakklæti vottum við öll- um þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu á ýmsan hátt við veikindi, andlát og jarðarför dóttur okkar ög systur Agnesar Sigur- geirsdóttur. Foreldrar og systkini. álits úrskurðarvalds um fram- kvæmd laga, sem ómögulegt er að fylgja bókstaflega, meðan verið er að breyta eldri skipun í löglegt horf. Og hvað er eðlilegra, en að Stjórnarráðið kveði upp sinn dóm um það, hvort lögbrotið er minna, að kjósa eftirmann Ragnars Ólafs- sonar aðeins til nokkurra mán- aða, eða að kjósa 4 bæjarfulltrúa í tvennu lagi, til ólöglegs tíma, eins og stóð til að gera, og verður að gera, ef bókstaf laganna verð- úr nú fylgt út í ystu æsar. Heilbrigðri skynsemi finst ó- líku eðlilegra, að kjósa nú í einu lagi, ef ekki verður komist hjá kosningu, og síðan löglega um næstu áramót, heldur en að kjósa tvívegis klofinni kosningu með stuttu millibili. Væntanlega daufheyrist ekki kjörstjórn við áskorun bæjar- stjórnar, heldur ber þetta atriði undir stjórnarráðið. Verður þá bráðlega úr því skorið, hvort kosning á fram að fara í haust, og hvort kosið skuli í einu eða tvennu lagi. S. -------o------- Með ^Dr. Alexandrine« fer Sveinbjörn Oddsson prentari, alfarinn til Reykja- víkur með fjölskyldu sína.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.