Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 20.12.1928, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.12.1928, Blaðsíða 1
9ERHÍIMOOURIHH Útgefandi: VerHlýössamband Noröurlands. XI. árg. | Akureyri, Fimtudaginn 20. Desember 1928. I 103. tbl. „Sá sterkastt. Eins og getið var um í blaðinu á Þriðjudaginn var, eru »Munkarnir« út af dagskrá hjá Leikfélaginu, en nýr leikur kominn í staðinn. Var hann sýndur fjórum sinnum yfir sl. helgi. Efni þessa leiks er ekki sótt langt aftur í tímann, og er hið sama og í mörgum nútíma Bio-myndum. Það heldur því ekki áhorfendunum í »stemningu«, en meðferð leikend- anna á hlutverkum og útbúnaður á leiksviði, verður að gefa — og gef- ur — leiknum gildi og áhrif. Hefir öllum, sem hér giga hlut að máli tekist sérlega vel, svo ýmsir láta svo um mælt að svo ja/ngóður leikur hafi eigi sést hér fyr. Máske ekki héi á landi. Persónur leiksins eru fiinm. Höf- uðpersónuna, Gerhardt Klenow professor, leikur Haraldur Björns- son af ómengaðri list. Hefir Har- aldur aldrei sýnt hér jafn ágætan leik; fer um það saman dómur allra er eg hefi átt tal við, og eru þó dómar manna oftast margskonar um þessa hluti, eigi síður en um annað. Agneta, fyrst fósturdóttur og síð- ar konu Klenows, leikur ungfrú Þuríður Stefánsdóttir. Er það í fyrsta sinn er hún sýnir sig í stóru hiutverki hér á leiksviði og fer prýðilega af stað. Er leikur hennar alt í senn, fastur, eðlilegur og fag- ur, svo hún er og verður uppáhald áhorfenda frá því hún fyrst sýnir sig sern æskuglatt eftirlætisbarn, þar til hún hnígur í valinn í enda leiksins. Erik Wedel, ungur listamaður og elskhugiAgnetar, er leikinn afÁgúst Kvaran. Er leikur hans ákveðinn og fastur, en ekki eins fagur og æskilegt væri. Virðist svo sem hann sé óþarflega fjarskalegur í ást sinni, og hreyfingar hans sumar ekki eins unglegar og maður hefði óskað eftir. Forsberg vínsala, föður Agnetar, leikur Árni Ólafsson. Er persónan óféti og heldur sér mætavel í með- ferð Árna á henni. María, ráðskona Klenows,-er leik- in af frú Dýrleifu Tómasdóttur. Er hún nýliði á leiksviði hér. Fer hún vel með hlutverkið og sumstaðar á- gætlega. Þó hér hafi verið ’drepið á með- ferð leikendanna á hlutverkunum, ber ekki að líta svo á að hér sé um dóm að ræða. Til þess að feila dóm um nieðferð Ieikenda á stærri hlut- verkum, þarf að gagnrýna persónur leiksins nánar en hægt er í stuttri blaðagrein. Það vill líka svo vel til að allir hafa, tækifæri til að koma í leikhúsið og dæma af eigin sjón og raun. Og eg er ekki í neinum vafa um að flesta muni langa þangað aftur, er þeir hafa verið þar einu sinni. l'Ttbúnaður á leiksviði er ágætur. Sérstaklega er viðhorfið í öðruin þætti mjog fagurt. Hefir hin haga hönd og smekkvísa auga Vigfúsar Jónssonar verið þar að verki, hon- um til Iofs, og áhorfendum til á- nægju og aðdáunar. Þýðingin á leikritinu er góð. Leikhúsgestur. -------0-------- Fiskafli er góður hér úti fyrir og út í firðinum, þegar á sjó gefur. Síld er hætt að veiðast, svo beituskortur er sumstaðar. Porsteinn Erlingsson: Málleysingjar. Ait frá þrumandi ræðum Jesajas- ar spámanns og fram til síðustu skáldsögu IJpton Sinclairs hrópa til ■ s út bestu ritum heimsbókment- anna bænir og kvein hinna kúguðu,. grátur og tár lítilmagnans, uns nú að lpkum frelsisþrá hinna undirok- uðu um ailan heim hefir sameinast í djörfum kröfum jafnaðarstefnunn- ar. Aðeins lítill hluti af öllum þeim hrópum sem stigið hafa upp frá hinum fordæmdu og þjáðu þessarar jarðar, aðeins örlítið af öllum þeim þögulu bænum, sem beðnar hafa verið í sárri neyð eða djúpum raun- um, hafa þó náð að öðlast hið eilífa líf listarinnar og berast alt til nútíð- armanna fyrir réttlætistilfinningu og byltingarhug spámanna og skálda. Hve ógurlegur fjöldi slíkra and- varpa og óska bágstaddra og und- irokaðra hefir aldrei endurhljómað í eyrum síðari kynslóða, dáið út — án huggunar, án hvatningar, án svars — eða endurhljóms síðar? Hvar sjást nú letraðar bölbænir egipsku þrælanna yfir byggingu pyramídanna? Hvar má nú lesa í latneskum bókmentum hefndarhug og hvatningar þrælanna, sem Spartacus stjórnaði, eða níðrúair ristar sigrum Rómaveldis af róm- versku bændunum? Hvar geymir nú grísk tunga þjáningar þrælanna, er báru glæsilegustu fornmenningu heimsins á herðum sér? Hvar geym- ast í fornbókmentum fslendinga kvalir barnanna, sem víkingarnir, forfeður vorir, hentu á spjótsoddum sínum; aðeins eitt »barnakarls«-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.