Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 26.02.1929, Side 1

Verkamaðurinn - 26.02.1929, Side 1
VEHKOMIIflDRIHH Útgefandi: VerHlýössamband Noröurlands XII. árg. | Akureyri, Priðjudaginn 26. Febrúar 1929. -♦ • ♦ ♦ # ♦ » ♦ • - • • • • 18. tbl. •••• Frá Síldareinkasölunni. Áður en Pétur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri, lagði af stað til út- landa nú um daginn, samdi hann skýrslu um Síldareinkasöluna, eins og henni var komið um áramót. Er í skýrslu þessari tekið fram, í fám en skýrum orðum, það helsta, sem á daga Síldareinkasölunnar hef- ir drifið, og hefir hún mikinn fróð- leik að geyma. Skýrsla þessi hefir nú verið prentuð og verður útbýtt til þeirra, sem þessum málum þurfa mest að kynnast og hlut eiga að máli hér. Hér er ekki ráðrúm til að birta skýrsluna í heild, sem þó margir lesendur blaðsins mundu óska. En til smekks skulu hér birtir örfáir kaflar. íhaldsblöðin hafa frá öndverðu ausið svívirðingum og ósannindum yfir jafnaðarmennina f útflutnings- nefndinni og einn framkvæmdastjór- ann, Einar Olgeirsson. Pjetur kem- ur inn á þetta og segir svo: »í útflutningsnefnd eru þeir Erling- ur Friðjónsson formaður, Böðvar Bjarkan lögmaður, Steinþór Ouð- mundsson, Björn Líndal og Ásgeir Pétursson, sem aðalmenn. í útflutn- ingsnefnd hafa verið haldnir 19 fundir síðan I vor, og allir nefndar- menn mætt reglulega nema Ásgeir Pétursson, sem vegna fjarveru að- eins hefir sótt 5 fundi. Samvinnan í nefndinni hefir oftast verið góð, og allir gert sér far um að leysa starfið vel og samvisku- samlega af hendi, Einkasölunni til heilla, án tillits til stjórnmálaskoð- ana. Samvinna framkvæmdarstjóra við útflutningsnefnd, hefir líka verið hin besta. Erlingur og Bjarkan, sem störfin utan funda mest hafa mætt á, hafa báðir í hvívetna sýnt góðan skilning og samvinnulipurð og borið sem besta afkomu fyrirtækisins fyrir brjósti. — Asgeirs Péturssonar hefir lítið gætt, vegna þess á hve fáum fundurn hann hefir mætt. Björn Lindal, sem sótt hefir flesta fundina, virðist líka hafa gert sér alt far um, að afkoman yrði sem best, og hefir verið tillögugóður um ýmsar fram- kvæmdir, enda er lítill vafi á, að þetta fyrirtæki er honum hjartnæmt, svo náið sem faðernið að því er honum, enda þótt skðpunarverk Einkasölulaganna séu ekki að öllu leyti eftir hans »kokkabók«. Fundur sá, sem hann hélt hér á Akureyri, fyrir jólin, var enginn æsingafundur gegn Einkasölunni, eins og andstæðingablöð stjórnar innar, aðallega syðra, vildu gefa í skyn. Sem útflutningsnefndarmaður og rekstrinum þar af leiðandi kunn- ur, hélt hann þennan fund til þess, sem fulltrúi útgerðarmanna, að gefa þeim þær upplýsingar um starfræksl- una, sem honum voru kunnar. Kom ekki fram nein ádeila hjá honum á einkasölufyrirtækið sjálft, sem hann, að vonum, lýsti nauðsynjastofnun — en hinsvégar var erindi hans ^ekki laust við ádeilu á einn fram- kvæmdarstjórann, sem virtist meir stafa af pólitískum ástæðum. Samvinna milli framkvæmdarstjór- anna hefir líka verið ákjósanleg. — Ingvar Pálmason er alt i senn, orðvar, gætinn, samviskusamur, til- lögugóður og samvinnuþýður. — Einar Olgeirsson er sáframkvæmd- arstjórinn, sem mest hefir orðið fyrir barðinu á andstæðingunum, og er það skiljanlegt frá þeirra sjónarmiði, en vekur það þó jafn- framt hjá hverjum hugsandi manni þá tilfinningu, að hér sé ekki verið að kasta að Einkasölunni sjálfri, heldur að pólitískum andstæðing. Út af ýmsum skrifum um Einar Olgeirsson í sambandi við Einka- söluna, hlýt eg að taka það fram, að ég get vart hugsað mér liprari og samvinnuþýðari mann. Og það hefir aldrei komið fram í starfsemi hans fyrir Einkasöluna, að hann ekki hafi starfað með fullum og heilum hug og brennandi áhuga fyrir fyrirtækinu og sem bestri fram- þróun þess. Hann er mjög skýr maður, og vel máli farinn, mentaður og hugsjónamaður um alt, er að bættri aðstöðu snertir fyrir síldar- framleiðsluna, og eg get ekki betur séð, en hann hafi rækt starf sitt með alúð og samviskusemi fyrir fyrirtækið. Hvað hann kann að hafa ofsagt utan starfrækslunnar, hefir engin áhrif á það, sem eg að framan hefi sagt um starfsemi hans t þágu Einkasölunnar og sem í alla staði er rétt frá skýrt eftir minni vitund og reynslu*. — Um afkomuna 1928 segir Pjetur svo: »Pað er nú búið að greiða öllum sem svarar kr. 24.00 meðalverð út á innlagða síld, og 1 kr. umfram fyrir reknetasíld, sem sumpart er greitt og sumpart ógreitt. Veltur nú á því, sem fást kann fyrir eftir- stöðvarnar, hvað frekar verður hægt að greiða; en varlega áætlað myndi mega telja með kr. 1.50 — 2.00 við- Sót, þ'egar alt er selt og full reikn- ingsskil komin frá útlöndum, að meðtöldum starfrækslukostnaði til miðs Apríl. Að viðbættum mats-

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.