Verkamaðurinn - 26.02.1929, Side 2
2
VERKAMAÐURINN
SKRÁ
um gjaldskylda menn til Ellistyrktarsjóðs Akureyrarkaupstaðar
drið 1929, liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu
bæjarins, Hafnarstr. 57, 1.—7. Marz n.k.
Aðfinslum ut af skránni sé skilað til skrifstofunnar innan 15.
Apríl þ. á.
Bœiarstjórinn á Akureyri, 25. Febrúar 1929.
Jón Guðlaugsson,
settur.
•-• • • • •••••••••«••
kostnaði, sem hver einstakur saltandi
hingað til hefir greitt, svo og
sjóðgjöldum og reksturssparnaði
einstaklingsins, frá því sem áður
hefir verið, yrði þá netto útkoma
að meðaltali á hverja tunnu sem
svarar kr. 28.50 — 29.00 fob.
Með þeirri aðstððu sem Einka-
salan hefir haft í ár, verður með
sanngirni varla hægt að álíta, að
allir megi ekki vel við afkomuna
una. — Eg efast um, að nokkurn-
tíma fyr hafi afkoman af síldarsöltun
verið svo góð fyrir heildina, sem á
síðastl. ári. Pað er vitanlegt, að
þegar best hefir blásið, hafa ein-
staka menn hagnast meir, en hlut-
verk Einkasölunnar er að vinna að
almenningsheillinni og gera þessa
framleiðslugrein trygga, þannig að
allir, sem við hana fást, geti borið
þann hlut af borði, sem sannvirði
framleiðslukostnaðarins krefur. Og
þá er þjóðarheillinni með þessari
framleiðslugrein borgið*.
Um bætt skipulag á síldarsðlunni
og framleiðslunni, segir svo í skýrsl-
unni:
»Enda þótt margt megi fihna að
framkvæmdunum á þessu reiknings-
ári, þá hafa þær þó ekki á neinum
sviðum staðið að baki því, sem
verið hefir, en í mörgum greinum
sótt í rétt horf, og skal eg þar til
greina: 1) Viðleitni til stærðar-að-
greiningar á síldinni. 2) Merki hvers
saltanda á hverri tunnu, sem óefað
gerir ábyrgðartilfinningu þeirra rík-
ari. 3) Söltunar-dagsetning á hverri
tunnu, svo einlægt sé hægt að
koma fyrst frá sér elstu síldinni, og
vitanlegt sé, frá hvaða tfma hver
sfld er 4) Fob.-salan, sem í ár
hefir verið framkvæmd, á svo að
segja aliri sildinni, og sem er óút-
reiknanlegur hagur frá því fyrir-
komulagi, sem ríkt hefir. 5) Ýmsar
nýjar verkunartilraunir, sem sumar
vafalaust eiga mikla framtíð fyrir
sér. 6) Ákveðínn saltskamtur, sem
sparað hefír mikið fyrir framleið-
endum og útilokað fyrnotað handa-
hóf í saltnotkun. 7) Ýmsar tilraunir
til að ná nýrri fótfestu með sölu
ísienskrar síldar. 8) Efnarannsóknir,
sem aldrei fyr hafa verið gerðar að
staðaldri, en sem óumflýjanlegar
eru, til þess vísindalega að geta
fylgst með öðrum þjóðum. 9) Og
þá ekki síst leppmenskan, sem þetta
nýja skipulag, góðu heilli, hefir ger-
samlega sópað burt á þessu eina
ári.
Pá má og nefna tilraunir þær,
sem gerðar hafa verið í fyrsta sinn
í ár, með rannsóknir síldargangna
frá flugvél, þó Einkasalan hafi ekki
kostað þessar rannsóknir, eða haft
framkvæmdir á þeim með höndum*.
(Meira).
-------o-------
Úr bœ og bygð.
Samkvæmt fundarboði í öllum blöðum
bæjarins í s. 1. viku, var haldinn fundur
í leikfimissaf Oagnfræðaskólans hér, kl. 2
e. h. á Sunnudaginn var. Voru þar mætt-
ir allmargir nemendur skólans, eldri og
yngri. Elsti Möðruvellingur, sem þarna
var staddur, Þórður Ounnarsson í Höfða,
stýrði fundinum. Talaði skólameistari, Sig.
Guðmundsson, fyrst; sagði frá undirtekt-
um málsins í Rvfk og gat þess, hvað sér
og öðrum hefði til hugar komið, um há-
tíðina og undirbúning hennar. Stakk hann
upp á, að fundurinn kysi 7 manna nefnd,
tii að undirbúa afmælis-hátíðahöldin næsta
ár. Stakk hann upp á þeim mönnum í
nefndina, er kosnir voru síðar á fundinum,
FU N D U R.
Sunnudaginn 3. Mars n. k. heldur
verkakvennafélagið »EININO* fund
í Samkomuhúsi bæjarins (litla sal)
og hefst kl. 1 lh e. h.
DAOSKR Á:
1. Fréttir frá sambandsþinginu.
2. Húsabyggingamál.
3. Óákveðin mál.
Konur fjölmennið, og komið með
nýja félaga.
Stjórnin.
en þeir eru: Ritstj. þrír: ingimar Eydal,
Ounnl. Tr. Jónsson og Jón Björnsson.
Einnig: Halldór Friðjónsson, Þorsteinn M.
Jónsson, Hallgr. Davíðsson og |ón Sveins-
son, bæjarstjóri Urðu umræður litlar á
fundinum, enda varla tímabært að ræða
málið á þvf stigi, sem það nú er. Kemur
nú til kasta nefndarinnar og mun hún
starfa í samráði við nefndina, sem kosin
var í Rvík um daginn, er skólameistari
var þar á ferð.
Brynjufundur á Miðvikudagskvöldlð kl.
8‘/2. Inntaka nýrra félaga. Skemtinefndin
starfar.
í gær kom skeyti frá Einari Olgeirssyni
til foréldra hans hér. Var skeytið sent frá
Björgvin og sagði ágæta líðan sendandans.
Svar við hinu spaugilega viðtali »Norðl.«
við formann skólanefndar, kemur í Laugar-
dagsblaðinu.