Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 30.03.1929, Side 3

Verkamaðurinn - 30.03.1929, Side 3
VERKAMAÐURINN 3 ♦ « « «••••••«♦♦••« § » » « -svo mun það hafa verið sumarið 1882, þegar hann lá þá hér lengst við land. Forða þessum ætti svo að eyða að vetrinum«. Það er þessi leið sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir að farin verði, til þess að tryggja landið gegn ís- hættunni. Þó ástandið væri slæmt á 17. og 19. öld, var það samt þjóðinni til bjargar, að hún bjó þá að mestu í sveitum landsins og hafíshættan og siglingaleysið að vetrinum fór saman; menn urðu því að búa sig undir allan veturinn að haustinu og draga að sér forða með tilliti til þess að ekkert skip kæmi allan veturinn. Nú er aftur bygt á mánaðarlegum ferðum til flestra hafna á landinu yfir háveturinn og innflutningur miðaður við það, þó slíkar siglingar geti stöðvast svo mánuðum skiftir með einum stórhríðarbil, sem færir okkur hafísinn upp í landssteina. Kaupstaðarbúarnir eru verst stæðir ef slíkt kemur fyrir. Sá, sem ekki þarf nema í næsta hús til að kaupa nauðsynjar sínar, kaupir oftast til dagsins eða í hæsta lagi til vikunnar. Þegar svo að verslanirnar eru orðnar tómar, er sulturinn um leið kominn inn á flest heimili í kaupstöðum og sjá- varþorpum, og verslanir, sem byggja innkaup sín á tíðum skipaferðum eru tæmdar um leið og siglingateppa verður. Því er ekki ósjaldan varpað fram að veðráttan sé orðin betri nú en hún var fyrr á öldum og nú komi hafísinn ekki oftar til þess að kvelja úr okkur lífið, en það hafa komið góð ár fyrri en nú. Árið 1340 var svo góður vetur fyrir sunnan land, að menn mundu trauðla þvílíkan. Fundust egg nndan fuglum í Flóa nær mið 'Góu og oftlega síðar, segir í fsl. annálum. Eftir jól 1624 var vetur sv0 góður, að sóleyjargras var sprottið í Skagafirði í síðustu yiku vetrar; þá höfðu fuglar orp- eRgjum. Þó við dáumst nú að veðrátt- unni á degi hverjum, þá hefir ekki heyrst, að fuglar hafi orpið eggjum á þessum vetri í Flóa austur, og ísaárin á 17. og 18. öld komu eftir þetta mikla góðæri, sem hér hefir verið talað um, svo enn hefir ekki veðráttan gefið til kynna, að allri íshættu sé lokið. Þ. Thoroddsen segir í »Lýsing ísl.«: »Engin náttúrufyrirbrigði hafa haft jafn mikil áhrif á ár- ferði íslands eins og ha^ísinn. fs- inn kemur eins og þjófur á nóttu, nærri alveg reglulaust, því verða íslendingar jafnan að vera við honum búnir. Ekki hafa menn neina hugmynd um orsakir ísára, en þau koma oft hvert á eftir öðru«. Það hafa ýmsir mætir menn lagt góð ráð til bjargar þjóðinni ef harðæri bæri að höndum, en lítið hefir verið farið að ráðum þeirra manna. Torfi Bjarnason í ólafsdal hugsaði sér, að ef 160 hreppar landsins hefðu lagt 100 krónur á ári hver í hallærissjóð og byrjað á því árið 1841 þá hefði sá sjóður verið orðinn eftir 40 ár, með vöxt- um og vaxtavöxtum rúmar 3 milj- ónir (Búnaðarritið 1912). Ef þjóðin hefði átt þetta í hallæris- sjóði árið 1881 þá hefði verið næstum gaman að lifa síðustu harðindi, sagði gamli maðurinn. En það hafa fleiri en Torfi í ólafsdal hugsað sér sjóði, til þess að mæta harðindunum þegar þau berðu að dyrum hjá okkur. Snemma á 18. öld var maður uppi í Svarfaðardal í Eyjafjarð- arsýslu, Jón Sigurðsson að nafni, sem gefið hefir sýslunni og Akur- eyrarkaupstað mikla fjárupphæð, sem á að verja til að afstýra hall- æri í sýslunni og bænum. Sjóður þessi mun nú vera orðinn um 100 þús. kr. í jörðum og verðbréfum. Ef hver sýsla landsins hefði átt einn slíkan mann, sem þennan Jón Sigurðsson, væri öðruvísi um að litast í landinu en nú er. En í alla staði er það óeðlilegt, að slík verk sem þetta sé einstaklingsverk. Að slíku máli sem þessu eiga allir að vinna, hvert mannsbarn í landinu á að vinna að því að tryggja sig •og eftirkomendurna fyrir hættu þeirri, sem þjóðinni stafar af komu hafíssins. Hættu, sem verð- ur eftir því stærri og meiri, sem fólkinu fjölgar meira í kauptún- um og sjávarþorpum norðanlands og meir er bygt á skipagöngur að vetrinum til. ------o----- Niðurjöfnunarskráin er nú lögð fram, almenningi tii sýnis. Til fróðleiks eru hér birt nöfn þeirra gjaldenda, sem bera 200 kr. útsvar og þar yfir: 10000 krónur: Kaupfélag Eyfirðinga. 9000 krónur: Höepfnersverslun. 8500 krónur: Ing-var Guðjónsson. 8000 krónur. Ragnar ólafsson db. 6500 krónur: Sigvaldi Þorsteinsson. 4500 krónur: Smjörlíkisgerðin. 3500 krónur: Klæðaverksmiðjan Gefjunn. 3000 krónur: Malmquist Einarsson, B. Ryel- 2400 krónur: Brauns-verslun. 2200 krónur: Brynjólfsson & Kvaran. 2000 krónur: Einar Stefánss., Gudm. Efterfl. 1800 krónur: Steindór Hjaltalín, Nathan & Olsen, O. C. Thorarensen yngri. 1600 krónur: Guðmundur Pétursson, J.,C. F. Arnesen, Vilhjálmur Þór. 1400 krónur: Kristján Árnason, Kristj. Jóns- son, Axel Schiöth, Steingrímur Matthíasson. 1250 krónur:

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.