Verkamaðurinn - 03.08.1929, Side 4
4
VERKAMAÐURINN
Orænátu varð vart í aíld, sem m.s. »Vé-
björn< veiddi hér úti i firðinum og lagði
upp hjá Söltunarfélagi verkaiýðsins í gær.
Má búast við að sá ófögnuður geri síld-
arverkendum lífið leitt í sumar, fyrst hann
gerir vart við sig svona snemma. Er ekki
um annað að tala en magadraga alla síld,
sem grunuð er um að vera með þá tegund
átu í maganum.
Síldarsöltun var hafin í fyrradag, eins
og til stóð. Barst einkum mikið af síld á
land þann dag. Á Siglufirði var búið að
salta 9000 tunnur á hádegi i gær. Á sama
tima var búið að salta hér á Akureyri
2000 tunnur og annað eins á stöðvunum
hér út með firðinum. í gærkvöldi barst
minna að, vegna stormsins, en þó mun
hafa komið eitthvað á flestar stöðvar.
Af vangá hafði ekki verið breytt trni
dagsetningu og tölu á síðasta blaði, frá
því sem var á blaðinu á undan, á
nokkru af upplaginu. Stendur því 61.
tbl. á þvðí í staðinn fyrir 62. tbl. Blað-
ið í dag verður því 63, eins og til
stendur.
Giftingar: Ungfrú Jónasína Hallgríms-
dóttir og Árni Þorvaldsson kennari,
ungfrú Sigurjóna Pálsdóttir og Jóhann
Frímann iðnskólastjóri.
Óvenju mörg hús eru bygð hér i bæn-
um í sumar. Flest eru það tveggja og
þriggja íbúðahús. Umsóknir um bygg-
ingaleyfi drífa til bygginganefndar,
svo útlit er fyrir að byggingahugurinn
fari ekki minkandi. Útveggimir að bíó-
húsinu eru þegar gerðir. Verið er að
steypa I. hæð bamaskólahússins ofan á
kjallara.
»Nova« fór út frá Reykjavík, beina
leið til Bergen. Treystist ekki að taka
áæltunarferðina norður fyrir land.
Söfnun atvinnuleysisskýrslna átti að
fara fram 1. þ. m. Bæjarstjórinn biður
þess getið að síðasti dagurinn, sem tek-
ið sé á móti skýrslum, sé Mánudagurinn
n. k. Gefa á skýrslu um atvinnuleysis-
daga frá 1 Maí sJ. til 1. Ágúst, og af
hvaða ástæðum.
þjyja Blikksmiðjan.
Vesturgötu 20. Sími 1672. Reykjavík.
Eigendur: Haraldur Andrésson & Einar Pálsson.
Húsasmiðir! Útgerðarmenn!
Við smíðum alt, er að blikksmíði lýtur, svo sem: Pakglugga,
þakrennur með tilheyrandi, kjöl og sökkuljárn o. fl. Til skipa:
Olíutankar, allskonar ljósker, loftventlar, reykrör, síldarpönnur o. fl.
Áherzla lögð á vandaða vinnu og lágt verð.
Pantanir afgreiddar fljótt og sendar hvert á land sem óskað er.
í gær snjóaði ofan undir bæi hér
nærlendis.
Frétt að sunnan hermir að undirbún-
ingsnefnd hátíðahaldanna á Þingvöll-
um næsta sumar hafi samið við Har-
ald Björnsson leikara að koma upp og
æfa 40—50 manna leikflokk, er á að
sýna þann þátt úr fornsögunum er
Hrafn Hængsson tók við lögsögu. Verða
allir í flokknum í fornbúningum og
annar útbúnaður allur í svo fomum
stíl, sem unt er. Hvílir mikill vandi á
Haraldi um að vel takist að leiða þessa
fornmynd fram. á sjónarsviðið, svo á-
’nægja verði að og sómi fyrir hann og
þjóðina í heild.
Frú Júlíana Friðriksdóttir dvelur hér
í bænum í sumar. Kom hún að sunnan
strax eftir heimkomu þeirra hjónanna
frá Kaupmannahöfn, en þau komu al-
flutt til Reykjavíkur með varðskipinu
»Ægir«.
-------o------
Verslunin í Strandgstu 23.
Hjólhestar,
— vandaðir og ódýrir -—
verð 98 kr.
komu með Goðafoss. (Skift á
gömlum og nýjum hjólum með
milligjöf).
Nýkomin allskonar
hljóðfæri, festar,
skartgripir og
leikföng.
Ennfremur margskonar
nærföt,
ódýr og góð, og margt fleira.
Alþýðufólk!
Verklýðsblöðin eru áhrifamestu
vopn alþýðunnar i baráttunni fyrir
bœttum lífskjörum.
Þvf víðlesnari, sem verklýðsblðð-
in eru, því meiri áhrif hafa þau, og
þvf fyr nær alþýðan þvf takmarld
sínu að verða áhrifamesta valdið f
rfkinu.
Nyti þeirra ekki við, myndi það
kosta 10 ára baráttu aö ná því, sem
nú vinst á einu ári.
vön skriftum, óskar eftir at-
j vinnu nú þegar, hálfan eða
allan daginn. Sanngjarnt kaup.
Afgr. vísar á.
Kaupið
og Lesið
VERKAMANNINN.
Ritstjórn: Stjórn Verklýðssambandsins
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.