Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 22.11.1930, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 22.11.1930, Blaðsíða 1
yERHfiMBBURlHH Útgefandi: VerKlýössamband Noröurlands. ■ * . ........................................*................v XIII árg. * Akureyri, Laugardaginn 22. Nóvember 1930. * • 96. tbl. FASOISMINIV í Mentaskóla Norðurlands. Form. F. U. J., Asgeir Bl. Magnússon, rekinn úr skóla. Lesendum Verkam. mun það í fersku minni, þegar Eggert Por- bjarnarsyni, þáverandi fórm. Félags ungra jafnaðarmanna hér á Akureyri, var bægt frá skólavist í Oagnfræða- skólanum á Akureyri síðastliðið vor. Pá er og enn skemmra að minnast reglugerðar þeirrar, er gefin var út síðastliðið haust, þar sem nemend- um er bannað að starfa í pólitískum félðgum, skrifa í stjórnmálablðð, halda ræður opinberlega og annað þvíumlikt. Hefir reglugerð þessari áður verið lýst ítarlega hér í blað- inu. Síðan hún var út gefin, er nú liðið nokkuð á annan mánuð. Nem- endur i skólanum hafa yfirleitt ekki breytt sínum fyrri háttum. Peir hafa setið Ijyrrir í félðgum þeim, er þeir voru áður komnir f, sótt þar fundi og starfað eins og áður, án þess að nokkuð væri við amast frá skól- ans hálfu. Var þvf almenningur farinn-að halda, að þessari marg- umræddu reglugerð yrði litt beitt i framkvæmdinni, og fanst mörgum stjórnendur skólans menn aðmeiri. En um siðastliðna helgi dró skyndilega óveðursbliku upp yfir skólann, sem nú heitir »Mentaskóli Norðurlands*. Núverandi form. F. U< J., Ásgeir Biöndal Magnússon, sem var nemandi f efsta bekk skól- ans, er kvaddur á fund skólameist- ara, og vandlega spurður um grein, er birtist eftir hann I síðasta hefti Réttar, hvort hún hafi verið rituð eftir að áðurnefnd reglugerð var út gefin. Þegar nemandinn kveðst ekki geta neitað því, að greinin hafi verið rituð eftir að honum var kunn reglugerðin, þá byður >meistarinn< honum samt tvenn kostaboð. Annað var það. að ef hann vildi opinber- lega birta yfirlýsingu þess efnis, að greinina hefði hann ritað áður en reglugerðinni var hleypt af stokk unum, þá skyldi hann fá að sitja áfram f skólanum. Hitt tilboðið var það, að ef hann vildi ekki birta þessa yfirlýsingu, þá skyldi hann þó fá að njóta hlunninda sinna í heimavistinni og tiga vísan aðgang að því að taka próf í vor, ef hann segði sig nú úr skóla. Ef hann ekki gengi að öðruhvoru tilboðinu innan þriggja daga, yrði honum umsvifa- laust vikið úr skóla. Og ekki nóg með það. Skólameistarinn, Sigurður Guðmundsson, gaf piltinum það í skyn, að þó ekki séu til nein lög sem heimila það, að varna náms- mönnum þess að þreyta stúdents- próf, pá fari nú sá maður með æðsta valdið i kenslumálum landsins, sem trúandi sé til pess að neita um aðgang að pröfi, ef honum bjóði svo við að horfa. Sigurður Ouðmundsson skóla- meistari, sem álitur sig mannþekkj- ara mikinn og glöggskygnan á mannssálir, hefði átt að þekkja Ásgeir Blöndal svo vel, eftir margra ára viðkynningu í skólanum, að hann gæti sparað sér umhugsunar- frest um þessi tilboð. Og hvað átti umhugsunarfrestur að þyða? Ætl- aðist æskulýðsleiðtoginn til þess, að þriggja daga umhugsun um yfirvofandi útskúfun úr mentamanna- stétt islenskra borgara, fengi skjól- stæðinginn, námssveiriinn, til þess að bjarga >framtíðarvonunum<, með loginni yfirlýsingu? Eða átti frest- urinn að sannfæra piltinn um sér- stakt eðallyndi >meistarans«, sem fælist í þvi, að gefa honum þó kost á að fara þann milliveg, að játa sig óhæfan til skólasetu með því að segja sig úr skóla? Sólarhringarnir liðu. Að áliðnu kvöldi hins þriðja dags er loks kvaddur saman kennarafundur. Og þar sem engin tilkynning kom frá piltinum um það, að hann tæki öðru- hvoru tilboðinu, þá samþykti fund- urinn i einu hljóði, að pilturinn skuli rækur úr skóla, þar sem hann hafi brotið fyrirmæli kenslumálaráðherra með skrifum í opinbert timarit. Daginn eftir, Miðvikudaginn 1Q. þ. m. eru svo nemendur skólans kvaddir til fundar uppi á hátíðasal skólans. Par heldur >meistarinn« langa ræðu og kom viða við, en aðalefnið var að tilkynna nemendum burtrekstur Ásgeirs Blöndals, og vara þá við að lenda ekki fleiri f þessum kvalastað. Benti hann á hve óviðeigandi það væri fyrir nemendur þessa skóla, > verðandi embættismenn þjóðarinnar*, að Ijá lið verkföllum eða bregða fæti fyrir borgaraleg stjórnarvöld í einni eða annari mynd. Inn í ræðuna fléttaðist vinnustöðv- un við simavinnu á Siglufjarðar- skarði, viðeigandi hnútur til nafn- greindra manna sem voru hvergi nærri, eins og Einars Olgeirssonar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.