Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 22.11.1930, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 22.11.1930, Qupperneq 3
VERKAMAÐURUrtf 3 Félag ungra jafflaðarmanna heldur fund í »Skjaldborgc (kaffisaln- um) á morgun, Sunnud. 23. Nóv. kl. 1 e. h. — Mörg áríðandi mál á dagskrá. — Félegar, fjölmennið. STJÓRNIN. »Hér hefi eg einn orðið«, sagði skólameistarinn i ræðunni sinni frægu á Miðvikudaginn var. Já, við þá athöfn hafði hann éinn orðið. En hver veit nema einmitt þessir atburðir og aðrir slíkir, sem nú eru að gerast i landi voru, flýti fyrir þeim aldahvörfum, að aðrir taki orðið. Svo mikið er nóttin farin að lyftast af fjallabrúnum í islensku þjóðlifi, að til lengdar verður ekki sú menta- stofnun hylt, sem opinberlega set- ur sér það mark og mið að ala upp »verðandi embættismenn*, til þess að berjast gegn vaxandi rétt- arkröfum alþýðunnar. Forvígismenn slíkrar stefnu í landi voru eru sjálfir að safna glóðum elds yfir höfuð sér. Og óvist er, þegar að úrslit- unum kemur, að þeir, sem »nú hafa einir orðið* standi jafnkeikir frammi fyrir sínum örlagadómi eins og Ásgeir Blöndal á skólafundinum á Miðvikudaginn var. -------o------- »Dagur« skýrir frá því í fyrradag, að Samband isl. samvinnufélaga hafi fyrst atvinnurekenda hér á staðnum, brotið kauptaxta þann, er allir aðrir atvinnurekendur hafa greitt og greiða möglunarlaust. Og blaðið er auðsjáanlega stóránægt yfir því, að hafa leyfi til að kunngera það, að S. í. S. sé nú orðið eitt af illræmd- ustu atvinnurekendum landsins, sem leggi sig niður við að níðast á ör- fáum fátækum verkamönnum, í skjóli atvinnuskorts, fátæktar og skilningsléysisverkamannannasjálfra. Pað vex svo sem ekki lítið í áliti, miljónafyrirtækið, sem í draumum Dags, og samvinnumannanna, sem að honum standa, á að gleypa landið í framtíðinni — fyrir það að draga nokkrar krónur af viðurkendu og réttmætu kaupi nokkurra fátækra verkamanna, samtímis og önnur ólíkt bolmagnsminni og órikari at- vinnufyrirtæki greiða full laun. ------o----- thöldin faðmast. »ísl.« sem út kom í gær,/er stór- glaður yfir brottrekstri Asgeirs Blön- dals úr mentaskólanum og hælir skólameistara og dómsmálaráðherra á hvert reipi fyrir dugnað þeirra við að spilla æskulýð Iandsins. Eru það hæfiieg og verðskulduð laun, sem falla i skaut þessum landsfrægu skoðanakúgurum, að blöð íhaldsins, sem í tíma og ótíma hafa lagt sig öli fram til að Ijúga og rægja mannorð af dómsmálaráðherra fyrir það, sem hann vel gerir, skuli lofa hann nú er andstygð alþjóðar hlýtur að falla á hann og þjóna hans fyrir það óþrifaverk sem hafið er hér f mentaskólanum. -------o------ Hvert stefnir? Hringur íslensku síórbændanna, S. I. S., brýtur kauptaxta Verkamannnfélags Akureyrar. S. í. S., sem er nýfarið að starf- rækja gærurotunarverksmiðju sína, hér í bænum, þverbrýtur gildandi kauptaxta verkamanna. Pað borgar þar hæst 80 aura um tímann, sem er 45 aurum fyrir neðan taxta. Hér er bein kauplækkunartilraun komin fram i dagsljósið. S. f. S. hefir ákveðið þetta 80 aura kaup og neitar að víkja frá því; neitar að semja við verkamannafélagið og neitar að viðurkenna rétt verkamanna til þess að ráða sínu eigin kaupi. Hvað kemur næst? Þeir verkamenn, sem augu hafa og geta séð, og þeir, sem eyru hafa og geta heyrt, þeir ættu nú að geta sannfærst um það, að S. í. S. er versti og hættulegasti kaup- kúgari landsins, næst rikinu. K. E. A., sem er einn langstærsti anginn af S. í. S., ætti að vera orðið þekt tii fullnustu fyrir viðskifti þess við bæjarbúa. Kjötið hefir það félag selt hér i bæinn, á hverju hausti, ffyrír mikið hærra verð en fáanlegt hefir verið fyrir það erlendum markaði. Fyrir tveimur árum arðrændi K. E. A. sjómenn bæjarins í stórum stil, þegar það gaf 8 aura fyrir stykkið af kolkrabbanum, en seldi aftur út á 30 — 40 aura stk. Pannig mætti lengi telja. Allir vita hvað atvinna er litil og stópul hér yfir veturinn. Pess vegna þarf ekki hvað síst að vera borgað sæmilegt kaup fyrir það, sem unnið er þann tima, enda mælir engin sanngirni með þvi, að hafa kaupið lægra á vetrum, heldur þvert á móti. Pegar verkamannafélagið setti kauptaxta sinn siðastl. vor, þá var það meiningin, að hann gilti einnig yfir veturinn, eins og hjá flestum öðrum verkamannafélögum landsins. S. í. S. skákar i þvi skjóli, þegar það skamtar þetta smánarkaup sitt til verkamannanna hér, að K. E. A. sé orðið svo voldugt hér í bænum, að verkamennirnir þori ekki að rísa upp á móti því, hvernig sem að þeim er búið. En þetta gæti nú orðið feilreikningur hjá þeim góðu mönnum, þvi svo lengi má kúga, að út brjótist eldur um síðir. Verkamennirnir, sem vinna við gærurotunarverksmiðjuna, sem sum- ir hverjir eru félagar í verkamanna- félaginu, hafa harðlega neitað að leggja niður vinnu, þó verkamanna- félagið hafi krafist þess. Er því ekki annað sýnilegt, en þessir menn hafi verið keyptir til þess að vérða verkfæri atvinnurékendanna til að þrýsta niður kaupinu í bænum. Eg get samt ekki trúað þvi á peinn verkamann, að hann sé svo lágt hugsandi að láta hafa sig til sliks. Eitt er víst og það er, að gegn þessari kúgun S. í. S. verða verka- L f

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.