Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 22.11.1930, Page 4

Verkamaðurinn - 22.11.1930, Page 4
4 VERKAMAÐURINN Lesið grein Ásgeirs Bl. Magnússonar, sem hann var rekinn úr Mentaskóla Norðurlands fyrir að hafa ritað í >Rétt<, 4. hefti þ. á. Heftið kostar kr. 1.50. Fæst hjá bóksölum og JÓNI OUÐMANN. menn bæjarins að rísa sem einn maður. Hagsmunir hvers einasta verkamanns krefjast þess. Eg trúi því heldur ekki, fyr en eg rek mig á það, að verkamenn hér í bæ, séu svo lítt þroskaðir, að þeir ekki geti fylkt sér þétt saman um sfn hags- munamál og borið þau fram til sigurs, þrátt fyrir það þó blöð horgaranna reyni að glepja sýn, f þessari baráttu, sem annari. Vaknið verkamenn Akureyrar! - Rísið upp, liggið ekki, á meðan að ykkur er vegið. Sýnið heldur að þið séuð menn, sem viljið lifa og berjast fyrir ykkur sjálfa og börnin ykkar. J. E. K. -------o------ Úr bœ og bygd. Kfrkjan. Mesaað í Akureyrarkirkju kl. 2 e, h. á morgun. Kvöldskemtun heldur St. »Akureyri< annað kvöld. Þar flytur Snorri Sigfússon skólastjóri erindi, Kristín skáldkona Sig- fúsdóttir les upp brot úr nýrri sögu og jón Norðfjörð syngur nýjar gamanvísur. A eftir verður dansað. Nýja-Bíó sýnir nýja mynd í kvöld og annað kvöld, sem heitir »Dóttir Rajahans«. Ungfrú Jórunn Bjarnadóttir frá Oeita- bergi hefir verið sett Ijósmóðir hér í bsenum. »Heljarstökkið« heitir ný mynd er Akur- eyrar-Bío sýnir í kvöld og annað kvöld, -----—0---------- Til síldveiðenda. Samkvæmt fyrirmælum Síldareinkasölu fslands og í tilefni af sölu- samningum einkasölunnar á millisild og smásíld, ber öllum þeim, er veiða pg salta þessar síldartegundir til útflutnings, að aðgreina síldina eftir sömu stærðarhlutföllum og s. I. ár, og með 95 kg. pökkun í hverri tunnu„ Akureyri 18. Nóvember 1930 HALtLDÓR FRIÐJÓNSSON - AÐALUMBOÐSMAÐDR. ~ Unglst. »Sakleysið« nr. 3. Enginn fundur á morgun vegna þess að húsið er lánað öðrum, en t þess stað ætla gæslumennirnir að fara dálitla gönguför með stúkubörnun- um, ef veður verður gott. Verður þá lagt af stað frá >Skjaldborg< kl. 10 f. h. SL »Akureyri« nr. 137. Fundur á Priðjudaginn kemur á venjulegum stað og tima. Inntaka nýrra félaga. Skilagrein skemtinefndar. Hagnefnd- aratriði. Litla-Búðin á Oddeyri. í henni fæst: Nýreykt kindakjöt. Ýmsar tegundir af niðursoðnum matvörum, þar á meðal Japanskir krabbar (betri og ódýrari en Humrar). Saltaðar Agurkur (tilvaldar i Salat). Jarðepli, bestu fáanlegar tegundir, sömuieiðis Gulrætur. Ný egg. lil skepnu- föðurs: Rúgmjöl, Maiismjöl og Fóð- urblanda. HænsnafÓður: Bygg, Maís, kurlað, Hveiti, ómalað, blandað Kornfóður. - Kurluð viðarkol, sem eru ómissandi í hverju bænsnahúsi. - A. Schiöth. sem hefir fengið lánaða hjá okkur rafmagnsbor- vél skili henni tafarlaust. Elektro Co. Utvega án milliliða, allskonar húsgögn. Verðið mjög sann- gjarnt, til dæmis: Svefnherberg- ishúsgögn frá kr. 375, Borðstofu- borð og 4 stólar frá kr. 130.00, Dívanar frá kr. 45. — Nánari upplýsingar í verslun Vigfúsar Jónsson Hafnarstrœti 103 Akureyri. Bílslys. í gær ók vörubill á stúlkubarn á götunni og meiddi það svo, að læknis varð að leita. Á bilnum voru tveir eða þrír menn, auk bílstjórans, er sáu barnið liggja eftir i snjónum, en engum þeirra hefir þótt ómaks- ins vert, að grenslast um liðan barnsins, því bíllinn hélt leiðar sinnar, eins og ekkert hefði í skor- ist. Eru fá dæmi til slíks hugsunar- leysis, sem betur fer. Verklýðsblöðin eru áhrifamesttt vopn alþýöunnar f baráttunni fjrrlff bættum lffskjörum. Sitstjórn: Stjórn VerklýðsMunbandsina. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.