Verkamaðurinn - 30.04.1932, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN
3
4. þingi sambandsins, árið 1931,
•en til frekari tryggingar því, að
eingöngu sé farið eftir vilja verk-
lýðsfélaganna sjálfra, verður
þetta sameiningarmál rætt í fé-
lögunum og verður þá sú niður-
staða, sem félögin komast að, ein-
göngu til að herða á því að sam-
einingin takist, því gert er ráð
fyrir að félögin, eftir að athuga
málið gaumgæfilega komist að
þeirri sjálfsögðu niðurstöðu, að
sameinaður stenst verkalýðurinn
811 áhlaup óvinanna, en sundrað-
-mr megnar hann einskis í hags-
' munabaráttu sinni.
Krafan um að aðskilja hið póli-
tiska starf verklýðshreyfingarinn-
ar frá hinu faglega, er orðin svo
liávær, að það getur ekki orðið
langt að bíða að slíkt komist í
framkvæmd.
Pyrsta sporið á þeirri braut er
etigið með því að gera sambandið
liér fyrir norðan eingöngu að fag-
legu sambandi, sem berst fyrir
hagsmunum verklýðsstéttarinnar
á grundvelli stéttabaráttunnar.
Pólitísku félögin verða að mynda
samband út af fyrir sig. Verk-
lýðsfélögin verða að geta safnað
811um verkalýð undir merki sitt,
hvaða stjórnmálaskoðun sem hann
fylgir og hann verður að hafa
tryggingu fyrir því, að ef hann
vill berjast hagsmunabaráttu
sinni óklofinn, þá geti hann verið
áhultur um að hann verði ekki
talinn til ákveðins stjórnmála-
flokks, sem honum er ef til vill ó-
geðfeldur.
Hafist það í gegn við Alþýðu-
sambandið að V. S. N. verði gert
fið fjórðungssambandi þess, með
settum skilyrðum, skapa þau
Igrundvöllinn undir víðtæka, fag-
lega baráttu í verklýðsfélögunum
fig sambandinu, þar sem hið
fylsta pólitíska lýðræði ríkir og
Verkalýðurinn getur unnið saman
án misklíðar, að hagsmunamálum
sínum, þrátt fyrir mismunandi
stjómmálaskoðanir.
Færi betur að verklýðsfélögin
KAUPTAXTI
MatanalélagsinsElNlNGJköreyri,
frá 1. maí 1932—30. apríl 1933, að báðum
dögum meðtöldum.
LÁ6MARKSKAUP:
Almenn dagvinna kr. 0.70 á klst.
Eftirvinna — 1.00 - —
Helgidagavinna — 1.50 - —
Fyrir að þvo 100 kg. af afturúrristum fiski kr. 1.40
Fyrir að þvo 100 kg. af útúrristum fiski (Labra) — 1.00
Dagvinna telst frá kl. 7 að morgni til 5‘/2 að kveldi. Par í falið kaffi-
hlé tvisvar á dag, 15 mfnútur hvort sinn, án frádráttar á kaupi: Par með
ber að greiða fyrir Q st. vinnudag jafnt og áður var greitt fyrir 10 tfma.
Eftirvinna telst frá kl. 5lli að kveldi til 7 að morgni.
Helgidagavinna telst á ðllum helgidðgum þjóðkirkjunnar, og á næsta
kveldi fyrir helgidag frá kl. 6 e. h, Ennfremur fyrsti sumardagur, 17. júnf
og 1. desember.
1. maf er algjðr frfdagur.
Vinnunótur skulu gefnar vikulega, sem sýni tfmafjðlda og kaup, hvort
heldur sé unnið venjuleg daglaunavinna, eftirvinna, eða helgidagavinna
og þetta afgreitt f vinnutfmanum.
Vinnulaun skulu greidd vikulega nema verkakonur kjósi annað frekara.
Lfnuvinna: Fyrir að beita hvern stokk kr. 0.30
Fyrir að stokka hvern stokk — 0.35
KAUPTAXTI vlð sildarvinnu:
Almenn dagvinna kr. 1.00 á klst.
—«— eftirvinna — 1.50 •
Öll helgidagavinna — 2.00 ■
Dagvinna við íshús — 1.10 - ,—
Eftirvinna við fshús — 1.65 - —
Fyrir að kverka og salta hverja tunnu síldar kr. 1.00
— — kverka og krydda hverja tunnu sildar — 1.3(1
— — kverka og sykursalta hverja tunnu sfldar — 1.20
— — kverka og magadraga hverja tunnu sfldar — 2.00
— — slóg og tálkndraga hverja tunnu sfldar — 2.50
— - hausskera og slógdraga hverja tunnu síldar — 2 50
— - hausskera og krydda hverja tunnu sfldar — 1.80
— — hauskera og slægja hverja tunnu sfldar — 3 00
— — rúnnsalta hverja tunnu síldar — 0.75
— — salta hverja tunnu millisfldar — 2.50
— hverja tunnu síldar sem þvegin er hækka verkalaun um — 0.10
Allar óþektar verkunaraðferðir á hverja tn. nema samið sé sérstakl. — 4.00
í stjórn Verkakvennafélagsins »Eining«.
Elisabet Eiríksdóttir, Helga fónsdóttir,
Aðalbjörg Helgadóttir.