Verkamaðurinn - 10.09.1932, Qupperneq 1
VEBBBHBBOHIHH
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XV. áfg. t Akureyri, Laugardaginn 10. september 1932. t 40. tbl.
Ófarir kratanna.
Sá merkilegi viðburður skeði á
|>riðjudagskvöldið, að kratarnir
hér boðuðu til verklýðsfundar,
sem þeir kölluðu Alþýðuflokks-
fund. Ástæðan til þessa afreks var
hvorki meiri eða minni en sú, að
sjálfur Héðinn Valdimarsson
varaforseti Alþýðusambandsins og
Sigurður Einarsson fréttaprestur
útvarpsins, sem eru taldir með
hygnustu mönnum krataklíkunn-
ar, voru staddir hér í bænum.
Fundurinn var ágætlega sóttur,
SVO að húsfyllir var. Talaði Héð-
inn fyrstur um þrekvirki Alþýðu-
sambandsins og nauðsyn verklýðs-
samtakanna um að fylkja sér fast
undir merki þeirra kratabrodd-
anna. Sagði hann mönnum að nú
geysaði kreppa yfir landið, en á
Alþýðusambandsþinginu síðasta
sögðu kratarnir að hún væri
hvergi til og yrði hvergi, nema í
hugum kommúnistanna, sem þá
voru að vara við hinni yfirvofandi
viðskiftakreppu. Einnig sagði
hann, að atvinnuleysi væri mikið í
landinu, en á leiðir fyrir atvinnu-
leysingjana að fara, til þess að
knýja fram atvinnubætur, benti
hann ekki. Kvað hann nauðsyn
fyrir verkalýðinn að vera rólegan
og treysta forsjá þeirra krata-
foroddanna. Var ræða hans þrótt-
laus mjög, en átti að vera hvatn-
ing til verkalýðsins um að varpa
öllum kommúnisma á dyr úr verk-
lýðsfélögunum, en hylla burgei'sa-
vald kratabroddanna innan Al-
þýðusambandsins. Enginn klapp-
aði að ræðunni lokinni.
Næstur talaði Sigurður Einars-
son, um alt og ekkert, eins og svo
heppilega var að orði komist. Tal-
aði hann um að skipulagið væri að
deyja, en þó sýndi hann sig sem
eina stoð þess. Sýndi hann megn-
an heigulshátt í orðavaðli sínum,
þar sem hann þorði á engan hátt
að taka afstöðu til ágreiningsmál-
anna innan verklýðshreyfingar-
innar. Samt lýsti hann því yfir í
enda ræðu sinnar, en líklega óvilj-
andi, að Alþýðuflokkurinn væri
ekkert annað en pólitísk samtök
og snoppungaði þar með Héðinn
félaga sinn, sem var að reyna að
koma fundarmönnum til að trúa
því, að Alþýðuflokkurinn væri
einskonar faglegt samband. Á eft-
ir ræðu S. E. klappaði enginn
frekar en á eftir ræðu H. V.
Fékk þá orðið Jón Rafnsson úr
Vestmannaeyjum, sem hér 'var
staddui" og fletti' hann ofan af
svikastarfsemi kratabroddanna
innan Alþýðusambandsins svo
rækilega, að þegar Héðinn stóð
næst upp til að svara, var öllum
fundarmönnum Ijóst að hann
hafði illan málstað að verja. Var
auðheyrt að J. R. þekti alla klæki
og svik hinna ráðandi manna Al-
þýðusambandsins og taldi hann
upp ýms dæmi máli sínu til sönn-
unar. Að ræðu hans lokinni dundi
við lófaklapp fundarmanna.
Talaði þá næstur Erl. Friðjóns-
son, fundarstjórinn, að mestu um
»verklýðssamband Einars Olgeirs-
sonar«. Að öðru leyti man víst
enginn fundarmanna eftir því
hvað hann sagði og ekki gátu þær
fáu hræður, sem hann á í »Akri«
sínum verið að heiðra foringja
sinn með því að klappa á eftir
ræðu hans. Stytti hann ræðutím-
ann niður í 10 mínútur.
Komst nú talsverður hiti í um-
ræðurnar og þar sem þær snerust
að mestu um Alþýðusambandið og
ofbeldi og útilokunarstefnu krata-
broddanna, áttust aðkomumenn
að mestu leyti við. Töluðu þar frá
kommúnistum Jens Figved og
Angantýr Guðmundsson. Af bæj-
armönnum talaði aðeins Þorsteinn
Þorsteinsson og lagði hann fyrir
H. Valdimarsson nokkrar -spurn-
ingar, þar á meðal hvort Alþýðu-
flókkurinn gæfi út Alþýðumann-
inn. Varð Héðni ógreitt um svör
og ætlaði að hliðra sér hjá að
svara, með því að segja að það
stæði á öllum blöðum hverjir gæfu
þau út. Þóttí þetta ekkert svar og
var hart rekið á eftir af mörgum
að fá hrein svör. í angist sinni
stundi Héðinn því svo loks upp,
að Alþýðumaðurinn vœri gefinn
út af Erlingi Friðfónssyni en
alls ekki af Alþýðuflokknum.
Afneitaði hann með öllu aðí
Alþýðuflokkurinn œtti nokkuð
króanum og reif burtu þann
eina siðferðislega grundvöll, er
gat réttlœtt að blaðsnepillinn
er kendur við verkalýðinn og
samtök hans.
Kendi margur í brjósti um aum-
ingja Erling, sem var hinn státn-
asti og gekst strax við króanum.
Einnig stóð alllengi' í H. V. að
svara fyrirspurn, sem áhrærði úti-
lokunarákvæði það, sem krataklík-
an kom inn í lög Alþýðusam-
bandsins á síðasta þingi, til að
tryggja völd sín, þar sem svo er