Verkamaðurinn - 05.11.1932, Side 1
VEHKflMDBQBIHH
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XV. áfg. | Akureyri, laugardaginn 5. nóvember 1932. !! 49. tbl.
15 ára byltingarafmæli.
1917 — 7. NÓV. — 1932.
Fimmtán ár eru liðin síðan
róssneski verkalýðurinn steypti
af valdastóli kúgurum sínum, yf-
irstéttinni rússnesku og tók í sín-
ar hendur stjórn hins víðlenda
ríkis, sem nær yfir einn sjötta
hluta heimsins.
f fimmtán ár hefir verklýðsrik-
ið rússneska boðið byrginn öllum
auðvaldsheiminum, sem hefir beitt
öllum brögðum til þess að koma
því á kné, með það fyrir augum
að fita sig á falli þess.
1 fimmtán ár hafa verkamenn og
bændur Rússlands unnið að upp-
byggingu socialismans og sköpun
hins stéttlausa þjóðfélags hans,
þar sem öllum eru búin réttlát
lífsskilyrði og óteljndi lífsmögu-
Ieikar. Þar, sem þrældómsfjötur
sá, er tjóðrar verkalýð auðvalds-
ríkjanna við yfirráðastéttina og
veitir henni aðstöðu til að arð-
sjúga mikinn meirihluta mann-
kynsins, er höggvinn sundur og í
þess stað er hver smælingi rétt-
borinn til að njóta ávaxta af erf-
íði sínu og heildin nýtur þess sér
til andlegrar göfgi og menningar,
en eigi eins og í auðvaldsheimin-
«m, til niðurdreps og úrkynjunar.
f fimmtán ár hefir verkalýður
Káðstjórnarríkjanna borið blys
frelsisins fyrir verkalýð alls
heimsins og vísað honum veginn
til lausnar.
Með hinni mikilfenglegustu á-
ætlun, sem mannsandinn hefir
upphugsað, fimm ára áætluninni,
sem nú hefir verið framkvæmd á
fjórum árum, hefir tilveruréttur
socialismans verið sannaður
frammi fyrir öllum heiminum og
enginn, sem réttsýnn vill kallast,
neitar þeim staðreyndum.
Ný fimm ára áætlun hefir verið
samin, þar sem gert er ráð fyrir
að kjör hins ráðandi lýðs, verði
stórkostlega bætt frá því sem nú
er, hvað allan aðbúnað, kaup og
lífsviðurværi snertir og þó mun
hvergi nú í auðvaldsheiminum
verkalýðnum líða eins jafn vel
og í Rússlandi, þar sem atvinnu-
leysinu hefir verið gjörsamlega
útrýmt og kreppa auðvaldsheims-
ins hefir ekki lagt helfjötur si'nn
á eðlilega þróun hins socialistiska
skipulags.
Með framkvæmd annarar fimm
ára áætlunarinnár verður allur
stéttamunur upphafinn og - skil-
yrði öll til menningar og þroska
margfölduð.
Árið 1938 mun rússneski verka-
lýðurinn standa á þröskuldi hins
stéttiausa þjóðfélags kommúnism-
ans og framundan blasir við á-
áhyggjulaust líf þeirra, sem áður
voru kúgaðir og þjáðir af þeim,
sem hátt þóttust hafnir yfir
mergð hins vinnandi lýðs.
Heill sé verkalýð hins fyrsta
verklýðsríkis fyrir dáðríkt starf!
Heill sé þeim verkalýð, sem
brotið hefir af sér kúgunarklafa
auðvaldsins og vísað stéttarsyst-
SíMSKEYTI
MOSKVA J/*i ’32.
Tilkynnum að meðal
úilendra gesia Moskva
i iilefni byliingarafmœl-
isins talar á islensku rit-
höfundur Halldór Kiljan
Laxness 7. nóvember.
Moskvatimi 24, bylgiu-
lengd 1481, 202% nkz.
Svo sem sjá má af ofanrituðu
símskeyti talar Halldór Kiljan
Laxness í útvarpið í Moskva, kl.
8 á mánudagskvöldið 7. nóv.
Bylgjulengd stöðvarinnar er
1481 m. (rétt fyrir neðan Daven-
try). Kraftur þessarar stöðvar
var aukinn afar mikið nú um
mánaðamótin síðustu, svo að til
hennar hlýtur að heyrast vel á öll
betri viðtæki.
kinum sínum veginn til frelsis og
velmegunar!
Heill sé Kommúnistaflokknum
rússneska, sem leitt hefir verka-
lýðinn í gegn um alla örðugleika
liðinna ára, til sigurs fyrir social-
ismann!
LIFI RÁÐSTJÓRNARRÍKINÍ
Jón Friðfinnsson, Þingvallastræti 12,
verður 75 ára gamall 8. þ. m. óskar
Verkamaðurinn honum til hamingju og
langra lífdaga.
Ungherjafundur í Verklýðshúsinu, kl.
11 f. h. á morgun.