Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 06.05.1933, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 06.05.1933, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐ URINN Fiskverkunarkaupið. Tvö síðastliðin ár hefir staðið styr nokkur um kaup fiskverkunar- kvenna hér á Akureyri. Bæði árin hefir niðurstaðan orðið sú, að sleg- ið - hefir verið af kauptaxta þeim, sem Verkakvennafélagið >Eining< hefir sett. Að svo hefir farið, stafar vitanlega fyrst og fremstaf sundur lyndi viðkomandi verkafólks (fisk- verkunarkvennanna) og ónógri sam- vinnu þeirra verklýðsfélaga, sem hxgt er að beita i þeirri baráttu. Allmargar fiskverkunarkonur hafa staðið — og standa enn — utan verklýðssamtakanna. Sumar þeirra skilja þó gildi samtakanna og fylgj- ast með i þeim kröfum, sem verk- lýðsfélögin gera á hendur atvinnu- rekendum. En hins vegar eru aðrar sem ávalt hlusta á kveinstafi at- vinnurekenda — og málpípa þeirra um >tap< á atvinnurekstrinum og vanmátt þeirra til að búa betur við verkafólkið, þrátt fyrir þeirra ágæta vilja. Pessar konur eru altaf fúsar til að vinna, fyrir hvað sem er, og ganga þannig í berhögg við sina eigin hagsmuni og stéttarsystra sinna og auka verklýðsfélögunum erfiðleika, í baráttu þeirra fyrir hags- munum verklýðsstéttarinnar. Samvinnu verklýðsfélaganna, í þessu efni, hefir líka verið ábóta- vant. Vorið 1931 neitaði Erlingur Friðjónsson — sem formaður Verkamannafélags Akureyrar — að taka upp sameiginlega baráttu verk- lýðsfélaganna fyrir kauptaxta >Ein- ingar<. Sfðastliðið vor hófu félögin að vísu sameiginlega baráttu fyrir verkakvennakaupinu. En þó sú barátta færi sæmilega af stað, þá urðu fljótt alvarleg mistðk, sem leiddu til þess, að samið var um afslátt á kaupinu. — Ennfremur skorti alveg samvinnu við verklýðs- félög á öðrum stöðum, t. d. Siglu- firði. Nú, þegar enn er að byrja deila A m'lli atvínnurekenda og verklýðs- Erlendur Hinriksson. Fæddur 13. tnaí 1912, Dáinn 24. april 1933. Eg kem hérna vinur með kvæði í hðnd, það krjúpa við leiðið þitt, minningar hljóðar. Pær fylgja þér ekkiútiókunn lönd. Pær eru hjá mér, svo bliðar og góðar. Hina vorgrænu jörð hefir veturinn kvatt og vaknandi frækorn i raoldinni búa. Að sjá þessa dýrð, hefði sál þina glatti er sumarsins hendur að lífinu hlúa. Pinn hiklausi vilji var hamingja alls, er hlýtur að lifa, en þjáist og biður, uns bygðin ómar frá fjöru til fjalls við frelsisóp lýðs, er und hlekkjunum svíður. Mót kviða skal heitið á kjark og dug. Pú hvilist og enduð er lífsins saga. Við kveðjum þig vinur með klökkum hug og kæra þökk fyrir liðna daga. Erl a. félaganna ura fiskverkunarkaupið, verður að athuga alt þetta, og leit- ast við að komast fram hjá þeim annmörkum, sem áður hafa valdið ósigri verkalýðsins f þessu máli. Fiskverkunarkonurnar — lika þær ófélagsbundnu — vilja allar hafa svo hátt kaup sem þær geta feng- ið. En sumar þeirra vantreysta verklýðsfélögunum til að hafa vald á kaupgjaldsmálunum, og vilja svo ekki hætta sér út i það, sem þær telja tvisýna baráttu. — En einmitt þetta, að konurnar þannig, ein og ein skerast úr leik, vegna van- trausts á stéttarsystrum sfnum og stéttarsamtökum er það sem veldur verklýðsfélögunum mestra örðug- leika. Fiskverkunarkonurnar — sem annar verkalýður — verða að láta sér skiljast það, að ef þær aðeins leggjast á eitt og eru samtaka um að bérjast fyrir kaupkröfum sinum, þá er ekkert tvísýni um framgang þeirra krafa. Um samvinnu verklýðsfélaganna í þessu máli, horfir nú betur en en áður. Verkamannafélag Akur- eyrar og Verkakvennafélagið >Ein- ing háfa með sér samvinnu um kaupgjaldsraálin á sama hátt og s. I. ár. En þau hafa auk þess vítin frá í fyrra til að varast. Ennfremur eiga þau nú — í gegn um Verk- lýðssamband Norðurlands — vísa aðstoð verklýðsfélaganna á Siglu- firði, en sú aðstoð getur haft ó- metanlega þýðingu fyrir úrslit þessa máls. Fiskverkunarkonurnar ættu þvf, allar sém ein, að krefjast þess hik- laust af fiskverkendum, að þeir greiði vinnulaun samkvæmt kaup- taxta Verkakvennafélagsins Eining. Pó atvinnurekendur segi, aðhann sé of hár, þá vita konurnar sjálfar, sem verða að draga fram lifið, án þess að hafa ráð á að veita sér jafnvel einföldustu og sjálfsögðustu þægindi, að hann er alt 0( láflur. Pað sem mestum óhug mun valda verkakonunum, og öðrum verkalýð, i þeirri kaupgjaldsbaráttu, sem nú verður háð, er hin ósvifna klofningsstarfsemi Erlings Friðjóns- sonar. — Pegar hann var að ginna verkafólkið til stofnunar sprengifé- lagsins í vetur, taldi hann þvi trú um, að það félag myndi hafa sama kauptaxta og verklýðsfélögin á staðnum. Nú er það komið fram, sem fyrirfram var vitanlegt, að i nafni þess fólks, sem þannig hefir verið blekt til fylgis við klofnings- starfsemina, hefir verið auglýstur kauptaxti, sem er — hvað fiskverk- unarkaupið snertir — mikið lægri en taxti >Einingar<. Nú þarf ekki að efast um það, að stéttarbræður Erlings og innileg- ir vinir, atvinnurekendurnir, munu taka þessum Iægri taxta tveim hönd- um. Ekki þarf heldur að efast um það, að þó sprengifélagstaxtinn sé augiýstur sem iágmarkskaup, þá mun Erlingur leggja alt kápp á og neyta til þess aðstöðu sinnar, afl ekki verði borgað hærra kaup, en taxti hans ákveður.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.