Verkamaðurinn - 17.04.1934, Page 4
4
VERKAMAÐURINN
GagnfræOaskóla Akureyrar
verður sagt upp laugardaginn 21. apríl, kl. l'|2 s.d.
Teiknisýning skólans verður opin á sumardag-
inn fyrsta, 19. apríl.
Sigfús Halldors irá inum,
skólastjóri.
Eilt af ágætum yfirstéttarinnar
eru réttarfarsmálin. Fer þar saman
réttsýni, réttlsti, góður málstaður
og prýðileg meðferð dómsmálanna.
Það er reyndar stakasti óþarfi að
vera að færa rök að þessari stað-
hæfingu þvf flestir alþýðumenn
þekkja þessa góðu eiginleika af
eigin eða annara viðkynningu.
— En eitt Iftið dæmi ætla eg þó
að koma með máli mínu til sönn-
unar. Maður er nefndur Sigurður
Pálsson. Býr hann búi sínu á
Dýjakoti i Reykjahreppi, en tæði
og rútn kaupir hann hjá föður
sfnum f Skógum f sömu sveit.
Pað bar til tíðinda f október
afðastl. að, að Skógum komu
stefnuvottar hreppiins og birtu
stefnu á hendur >S'gurði Pilssyni
bónda f Skógumc. Húsráðandi mót-
mælti stefnubirtingunni og hvað
engan Sig. Páisson bónda f Skóg-
um vera þar til. Var sfðan yfirlýs-
ing slfks efnis skrifuð á afrit stefn-
unnar, er stefnuvottar skildu eftir
og það sfðan sent til sýslumanns-
ins f Pingeyjarsýslu, Júl Havsteen.
— J. H. er eins og margir kannast
við hið besta yfirvald, röggsamur
og einarður.
Tók hann málið fyrir og úrskurð-
aði að stefnan væri lögleg, og þá
það þar með um leið að Sig. P.
væri bóndi f Skógum, þó bann ætti
þar ekki nema blett f jörðinni né
hefði á leigu, heldur einungis keypti
þar fæði og rúm, en byggi á ann-
ari jörð. Hafa margir dáðst að
þessum úrskurði og talið hann
bera vótt um glðggskygni og dóm-
greind f mjög ríkum mæli. — En
nú skulum við snúa okkur að efni
og málavðxtum stefnu þessarar.
Maður er nefndur Stefán Ouð-
johensen, kaupmaður á Húsavfk.
Hjá kaupmanni þessum var áður-
greindur S'gurður, i reikningi, sem
svo er nefnt. Skuldaði hann þar
við áramót 1932 — 33 kr. 75.61 og
tók svo út á árinu 1933 fyrir kr.
14.75 Ennfremur skuldaði Sig. P.
Skó- og fatabúð Húsavfkur — sem
rekin er af syni St. G. — kr. 45.89.
Fyrir þessar þrjár upphæðir stefn-
ir svo St. O. S!g. P. og krefst
greiðslu.
Við skulum að þessu sinni slá
þvf föstu að ekkert sé við það að
athuga, þó kaupmannastétt þessa
lands elti verkamenn og smábænd-
ur með málaferlum á málaferli ofan,
þegar það er f góðu samræmi við
hin dásamlegu borgaralegu lög.
En þegar hin borgaralegu lög
sjálf eru sniðgengin eða jafnvel
virt að vettugi af yfirstéttinni sjádri
— að mörgum virðist, — þá fer
nú að minka virðing margra kot-
unganna fyrir slfku dóti.
Framb.
Verkfallið i Danmörku.
Verkfallið f Danmörku|'beldur á-
fram og breiðist sffelt út.
I gærmorgun réðist kratalög-
reglan á verkfallsmenn við höfnina
f Esbjerg og tvfstraði mannfjöld-
anum með kylfum sfnum og öðr-
um vopnum.
Og þegar mannfjöldinn safnaðist
þar saman enn á ný að stundu
liðinni, gerði lögreglan aftur árás
á múginn og fór fram með mestu
grimd, og limlesti og rotaði fjölda
manns.
Kratabroddarnir, sem fara eins
og kunnugt er, með völdin f Dan-
mðrku, dreifa út allskonar lygasðg.
um f sambandi við verkfallið og
lætur íslenska útvarpið ekki sitt
eftir liggja að lepja þær lygafregnir.
Kartöflur
GULRÓFUR QUÐMANN.
Byltingarsinnaðir verkamenn
þyrpast t Austurríska Komm-
únistaflokkinn.
Hinir vonsviknu, sósíaldemókrat-
ísku verkamenn í Austurríki
ganga nú hópum saman í Komm-
únistaflokk Austurríkis. í Vínar-
borg hafa heilu deildirnar úr
varnarliðum kratanna gengið í
Kommúnistaflokkinn. Tvær deild-
ir sósíaldemókratíska-flokksins í
Vínarborg hafa í heilu lagi, að
stjórnarmeðlimum meðtöldum,
gengið í Kommúnistaflokkinn. Á
mörgum stærri vinnustöðvum í
Vínarborg, þar sem ekki starfaði
ein einasta kommúnistasella, hafa
nú fyrrverandi sósíaldemókratísk-
ir verkamenn stofnað' vinnu-
stöðvasellur. i Neðra-Austurríki
gengu 70 manns, af einni vinnu-
stöð, í einu inn í Kommúnista-
flokkinn.
Blaðið »Roter Arbeiter« í Graz,
sem var áður gefið út af krötun-
um, kemur nú út leynilega sem
málgagn Kommúnistaflokksins og
fyrrverandi ábyrgðarmaður þess
lýsir því yfir í fyrsta óleyfilega
tölublaðinu, að hann sé genginn í
Kommúnistaflokkinn.
Ábyrgðarm.: Steingrfmur Aðalsteinsson
Prentsm. Odds Björnssonar.