Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 24.04.1934, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 24.04.1934, Blaðsíða 1
VERKA URINN Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVII. árg. Akureyri, þriðjudaginn 24. apríl 1934. 34. tbl. Kaupdeilan a Blöniuósi. Alþýðusambandið sit- ur á svikráðum við verkfallsmenn. Nú um nokkurn tíma hefir deila staðið út af kaupgjaldi á Blönduósi, í milli verkamanna annarsvegar en atvinnurekandans K.f. Austur-Húnvetninga, hins- vegar. Fulltrúar atvinnurekand- ans reyndu í fyrstu að snúa sig út úr því að sinna kröfum verka- manna með þeirri blekkingu, að kaupsamningstíminn við félag verkamanna væri ekki útrunninn og þess vegna kaupdeilan ekki lögleg. f blekkingartilgangi hefir sýslumaður staðarins verið látinn velta vöngum, T nafni »laganna«, yfir þessu tilbúna ágreiningsefni kaupfélagsins, til að úrskurða yf- irstéttinni í vil í þessu máli, í því trausti að eitthvað af verkamönn- um yrðu svo auðtrúa, að treysta stéttardómstól atvinnurekend- anna. Verkamenn á Blönduósi eru, sem betur fer, allir sannfærðir um rétt sinn í þessu máli og gengu óhikað út í verkfall þ. 1. apríl s. 1. Súðin var ekki afgreidd vegna ágætra samtaka af hálfu yerkamanna. En eitt hefir þeim yfirsést í þessu máli, og þœð eru þau svika- brögð, sem Alþýðusambandsfor- ingjamir leika gagnvart þeim, undir yfirskini verklýðsvinsemdar og stuðnings. Verkamennimir á 1Blönduósi gerðu með samtökum sinum það sem þeim bar, til að riá fullnaðarsigri. Þeir hindruðu með verkfalli afgreiðslu »Súðarinnar«. En Alþýðusambandið ? Pad lœtur atvinnurekandann, sem hundsar kröfur verkfalls- manna, sigla í friði og afgr. Súðina d öllum höfnum með því eina skilyrði að ekki sé skipað upp Blönduósvörunum d hinum fjarlœgu höfnum, Rvík eða annarstaðar, sem engu máli skifta fyrir „Rikisskip.a Hér á sýnilega að endurtaka sig sama sagan og áður: Alþýðu- sambandið á að leika hjálpareng- ilinn, á meðan það í félagi við at- vinnurekandann, á löngum tíma, skipuleggur ósigur verkfalls- mannanna. Vitanlega var það sjálfsagt að setja algert af- greiðslubann á Súðina, þar til »Ríkisskip« höfðu gengið að kröf- um verkamanna. Aðalyfirsjón verkamanna á Blönduósi liggur í því að láta Al- þýðusambandsbroddana koma ná- lægt þessu máli, því afskifti þeirra hafa ætíð sýnt sig að vera aðeins í þágu atvinnurekandans. Verkamenn á Blönduósi áttu strax að snúa sér til V. S. N. og í það minsta þiggja þá aðstoð sem það bauð þeim löngu áður en deilan byrjaði og oftsinnis síðar. Verkamenn á Blönduósi verða að kasta fyrir borð trausti sínu á Alþýðusambandinu, því það leiðir yfir þá ósigur, en snúa sér til V. S. N., sem óðar mun þá bregða við og gera það sem hægt er til að tryggja þeim sigurinn, Frá 6. þingiVSN Eins og skýrt var frá í síðasta tbl., var 6. þing V. S. N. sett síð- astliðinn laugardag og verður ekki lokið fyr en seint í kvöld. Á þinginu hafa setið fulltrúar frá eftirtöldum félögum: Frá Verkamannafélagi Siglufj.: óskar Garibaldason. Jóhannes Sigurðsson. Þorvarður Stefánsson. • Kristinn Meyvantsson. Einar Indriðason. Frá Verkakvennafélagi Siglufj.: Helga Guðmundsdóttir. Anna Guðmundsdóttir. Frá Verklýðsfélagi ólafsfjarðar: Magnús Magnússon. Frá Verklýðsfélagi Dalvíkur: Sigtýr Sigurðsson. Kristinn Jónsson. Frá Verklýðsfélagi Glerárþorps: Halldór Snæhlóm. Jón Sigurjónsson. Og sem varafulltrúi: Njáll Jóhannesson. Frá Verkamannafél. Akureyrar: Sigþór Jóhannsson. Magnús Gíslason. Jakob Árnason. Þóröur Valdimarsson. Og sem varafulltrúi: Ástvaldur Jónsson. Frá Verkakvennafél. »Eining«.: Elísabet Eiríksdóttir. þó seint sé, þvi það er eina verk- lýðssambandið á þessu landi, sem treysta má.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.