Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 20.08.1935, Síða 3

Verkamaðurinn - 20.08.1935, Síða 3
VERKAMAÐURINN 3 Nýtt blað. í Reykjavfk er nýtt blað »Mateno« (»Morgunn«) hlaupið af stokkunum. Blað þetta er málgagn öreigaesperant- ista. í ávarpi til lesendanna er komist svo að orði: »Fyrir hálfu þriðja ári síðan mynd- aði örlítið brot öreigastéttarinnar, ör- eigaesperantistar, með sér samtök (I. P.E.). Verkefni þeirra er að efla gagnkvæma þekkingu og skilning verkamanna allra landa á kjörum þeirra, lífsbaráttu og skoðunum. Öreigaesper- antistar vita að þeir eiga í fórum sín- um það tæki, sem gerir þeim frekar en öðrum fært að leysa þetta hlutverk af hendi — þar sem er hið alþjóð- lega hjálparmál esperanto. Við höfum nú, nokkrir íslenskir ör- syniegt væri að koma í framkvæmd sem allra fyrst. Viðvíkjandi því atriði hvort »erfittc sé fyrir bæjarsjóð að skila því fé á þessu ári, sem hann hefir að láni frá Gamalmennahælissjóðnum þá lítur blaðið svo á að það sé auðvelt. svo framarlega sem bæjarstjórn hefir vilja á því. Hefir »Verkam.« iðulega áður bent á hvernig og hvar bæjar- sjóður getur fengið meira fé. Grein- arhöf. getur þess að hann hafi talað við ökumann, og eigeudur verkstæða, sem hefðu tjáð sér að þeir væru fús- ir til að semja um greiðslufrest til næsta árs fyrir helming á keyrslu og efni sem þeir gætu selt til þessarar byggingar. Jafnvel þó atvinnuþörfin sé mikil lítur »Verkam.« svo á að slík leið sem þessi sé vægast sagt varhugavert. Slíkur greiðslufrestur þýðir í fyrsta lagi kauplækkun. Og ökumenn og flestir eigendur verkstæða hér í bæ munu ekki vera svo vel stæðir að þeim veiti ekki af að fá greiðslu strax á þvf sem þeir vinna fyrir eða selja. Og ennfremur verður að gæta þess að með því að ganga inn á þá braut að semja um langan greiðslufrest á kaupi til þess að fá vinnu, þá er augljóst mál að þeir bera sigur úr býtum í þvf kapphlaupi, sem þola lengstan greiðslufrestinn m. ð. o. þeir, sem helst þyrftu vinnunnar fengu hana ekki. eigaesp-istar, bundist samtökum um að efla þessa starfsemi öreigaesp ista meðal fslenskrar alþýðu. Með útgáfu þessa blaðs reynum við að sameina alla ísl. alþýðuesper- antista, til virkrar félagbundinnar starf- semi í þágu stéttar sinnan Blaðið á að verða vettvangur, þar sem við get- um rætt skipulagsmál okkar og stað- háttu. t*að á einnig að verða leið- beinandi fyrir þá, sem vilja leggja stund á esperantonám. Þórbergur Þórðarson hefir sýnt okkur þann vel- vilja, að taka að sér ritstjórn á esper- antonámskeiði í blaðinu. Vegna þess að við vitum að marg- ir, sem ekki kunna esperanto hafa hug á að kynnast öreigaesperantistahreyfing- unni, er blaðíð nú að mestu skrifað á íslensku. Síðar mun efni þess verða jöfnum höndum á íslensku og esper- anto. Vegna þess hvað íslensk tunga er sérstæð og landið afsfðis til þessa, er verkalýður þessa lands mjög einangr- aður frá stéttarbræðrum sfnum erlendis. Við leggjum þvi mikla áherslu á það, að öreigaesperantistahreyfingin hefir áríðandi hlutverk að leysa í þágu verklýðsins hér á landi.« Árstillag fyrir meðlimi ísl. U.K. (islanda Unugia Komitato== íslensk sameiningarnefnd) er fyrst um sinn á- kveðið kr. 3,00, þar í innifalið áskrift- argjald fyrir »Mateno«. Tillagið greið- ist ársfjórðungslega fyrirfram. Þeir, sem óska að gerast meðlimir sendi nöfn sín og heimilisfang ásamt 75 aur., verður þeim þá sent kvittað meðlima- skýrteini er gefur þeim öll réttindi sem félögum í I.P.E. Jakob Árnason, Eiðsvallagötu 20, Box 21, Akureyri eða Árni Einarsson, Box 57. Reykja- vík taka á móti inntökubeiðnum í U.K eða nýjum áskrifendum að >Mat- eno*. Sameining fagfélaganna í Austurriki. Prag, 25. 7. '85. »Gegenangriff« tilkynnir frá Wien: »Tilraunirnar til að sameina fagsam- böndin hafa uú borið árangur. Á fundi, sem haldinn var nýlega, þar sem líka var mættur fulltrúi frá raið- stjórn alþjóðlega fagsambandsins, var samþykt að sameina miðstjórnir hinna tveggja faglegu sambanda (miðstjórn- ina sem kosin var til að vinna að endurreisn hinna frjálsu fagfélaga og hin svokallaða sjömannanefnd). Báðar miðstjórnirnar skulu leystar upp, og i stað þeirra á að mynda »sambands- stjórn hinna frjálsu fagfélagac. Áður voru hin tvö sambönd málmiðnaðar- verkamanna búin að sameinast og hafa kosið sameiginlega stjórn. Allar ákvarðanir um sameininguna eru bygð- ar á grundvelli fullkomins lýðræðis f fagfélögunura og fullu skoðanafrelsi. Innan skamms halda hin einstöku fag- félög þing og síðan verður þing landssambandsins kallað saman til þess að kjósa nýja stjórn, vegna þess að nú' verandi stjórn er aðeins til bráða- birgða. Nordpress. »Læknið Hitler* — 7 mínaða fangeisi- Stuttgart 23. 7. Setjara frá Lðrrach hafði orðið það á að setja einum bókstaf of mikið þegar hann var að setja nazistaávarp, svo f staðinn fyrir »Heil Hitler« stóð »HeiIt Hitler* (en það þýðir : »Lækn- aðu Hitler» (I!) Aths. Nordpress). Þegar vart var við hina meinlegu »prentvillu« var næstum því búið að prenta alt upplag blaðsins og dreifa því út. Dómstóllinn hefir nú dæmt setjarann f 7 mánaða fangelsi, og er látið svo ummælt i forsendum dóms- ins, að »vegna þeirrar staðreyndar, að hinn ákærði hafi við ýms tækifæri talað niðrandi um stjórn þjóðernis- jafnaðarmanna, verði að álfta að prent- villan hafi verið gerð af ásettu ráði. Nordpress. Samlylkingin vinnur ð. New York, 26. 7. 1935. Deild amerfska jafnaðarmannaflokks- ins í Missouri hefir gefið undirdeildum sfnum leyfi til að taka þátt í fundum og kröfugöngum sem verða skipulagð- ar af kommúnistaflokknum 1. maí, gegn striði og fasisma. Nordpress

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.