Verkamaðurinn - 23.11.1935, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN
Útgefandi: Verklýðs§amband”Norðurlands.
XVIII. árg.
Akureyri, laugardaginn. 23. nówember 1935.
I
90. tbl.
Nýr stórsigur samfylkingarinnar.
rmenfl,
ramsoKnari
kosningaiianilalag gegn Mm og fasisma pess.
Nú hefir tekist að ná nýjum
sögnlegum sigri í samfylkingar-
baráttunni, er markar tímamót í
sögu samfylkingarinnar á íslandi.
Það er sérstakt gleðiefni, sem
hlýtur að vekja metnað og stolt
alþýðunnar á Húsavík og allrar
þingeysku alþýðunnar, að, hún
hefir orðið fyrst til þess, undir
forustu kommúnista, að fá alla
þrjá vinstri flokkana, til að sam-
einast í baráttunni fyrir brýnustu
hagsmuna- og réttindamálum
alþýðunnar.
En það er eftirfarandi sam-
fylkingarsamningur um samvinnu
milli allra þriggja vinstri flokk-
anna á Húsavík: Framsóknar-
flokksins, Alþýðuflokksins og
Kommúnistaflokksins:
Yflrlýslng.
Undirritaðar stjórnir Framsóknarfélags-, Jafnaðarmannafé-
lags- og Kommúnistafélags Húsavíkur lýsa yfir því, að þær á-
kveða að vinstri flokkarnir þrir i Húsavík skuli vinna sameig-
inlega að kosningu Sigurðar Kristjánssonar yngra i Steinholti í
hreppsnefnd Húsavikurhrepps, bygt á þeirri ákvörðun, að allir
þessir flokkar — bæði i gegn um sveitarstjórn og einnig með
almenpu samstarfi — beiti sér fyrir eftirfarandi:
1. Eflingu atvinnuveganna í Húsavik og þá fyrst og fremst
með því:
að styðja af fremsta megni aukningu sjávarútvegs,
að vinna að þvi, að i Húsavik fari fram sildarsöltun i stór-
um stíl,
að vinna að þvi, að sjómenn nái samböndum til að selja
isfisk, hvenær sem hagfelt þykir að veiða hann,
að vinna að þvi, að jafnan sé til sæmilegur beituforði
i Húsavík,
að vinna að þvi, að garðrækt sé aukin,
að vinna að þvi, að fénaður hreppsbúa sé betur fóðurtrygð-
ur en stundum hefir verið,
að vinna að þvi, að hið opinbera veiti jafnan þaun stuðn-
ing, er skylt er til framkvæmda og atvinnubóta í þorpinu,
að þeim reglum, sem Verkamannafélag Húsavikur og Verka-
kvennafélagið »Von« setja um kaupgreiðslur, sé fylgt.
2. Fullkomnun hafnargerðarinnar i Húsavik.
3. Framkvæmd hitaveitu frá Hverunum til Húsavíkur.
4. Að öflug peningabúð — bankabúð — verði sett á stofn
i Húsavík. t
5. Að jafnrétti og friði á lýðræðisgrundvelli, en gegn fasism*
anum i þeim myndum, sem hann birtist, (t. d. útilokun
frá vinnu vegna pólitiskra skoðana).
Húsavik, 15. nóv.*1935.
Stjórn Framsóknarfélags Húsavikur:
larl Krisljðnsson. Benedikl BJörnsson. HJalti lllugason.
Stjórn Jafnaðarmannafélags Húsavíkur:
pörður Eggertsson. Sigurður Kristjánsson.
Stjórn Kommúnistafélags Húsavikur:
Kristján Júlfusson. Jútiann Björnsson. Guðmundur Jónsson.
Þetta er góð byrjun. Utan um
þessi mál verður alþýðan og allt
vinnandi fólk á Húsavík að
þjappa sér til að vinna að fram-
kvæmd þeirra.
Áatandið er ískyargUesra ea
vinstri hi-eyfingin, með öllum sín-
um kröftum, — sem eru kraftcur
vinntmdi fjöldcms — verður að
snúast utan um möndul hins í-
skyggilega ástands fólksins, er at-
vinnuleysið og neyðin sækir að —
til þess að bæta úr atvinnuleysinu
og létta úr neyðinni. Þó nær ekki
alþýðan fullum varanlegum sigri,
fyrr en hún hefir sjálf tekið völd-
in í sínar hendur og trygt sér
völdin.
En um leið og alþýðan vinnur
nú að framkvæmd samfylkingar-
yfirlýsingarinnar, verður að gæta
þess að engin hlaupi undan
merkjum — allir, sem eru alþýðu-
sinnar og fylgja vinstri hreyfing-
unni verða að finna til skyldu
sinnar við stéttina, er allt vinn-
andi fólk tilheyrir og hvetja til
starfa og starfa sjálfir að vel-
ferðarmálum hennar og sínum.
(Framh. á 4. síða).
Kóllækir
§túdentar
skipa nú meiri hluta
Slúdenlaraðs Haskóla
Islands.
Kosningar á 5 mönnum í Stú-
dentaráð Háskóla íslands fóru
fram að nýju 18. þ. m., hafði Fé-
lag róttækra stúdenta kært yfir
kosningunum, sem fóru fram 2.
þ. m. og skýrt var frá í síðasta
tbl. »Verkamannsins«.
Urðu nú úrslitin þau að Félag
róttækra stúdenta hlaut 78 atkv.
og kom að 3 fulltrúum, lýðrœðis-
sinnaðir stúdentar 51 atkv. og
komu að 1 fulltrúa og fasistar 33
atkv. og komu að einum fulltrúa.
Þrír efstu mennimir á lista Fé-
lags róttækra stúdenta voru:
Björn Sigurðsson, Benedikt Tó-
masson og Kjartan Guðmunds-
son. Hafa nú róttækir stúdentar
meiri hluta fulltrúa í Stúdenta-
ráði Háskólans, eða 5 fulltrúa
af níu.
Vöxtur og árangrar samfylk-
ingarinnariVestmannaeyjum
Félag ungra jafnaðarmanna tekur sam-
fylkingartilboði Félags ungra kommúnista.
(Samkv. sífntalí við frétta-
ritara blaðsins í Reykjavík).
Forseti og varaforseti bæjar-
stjómarinnar í Vestmannaeyjum
hafa undanfarið gert sér upp
veikindi til að komast hjá því að
halda bæjarstjórnarfund.
18. þ. m. boðaði samfylkingin í
Vestmannaeyjum til almenns
borgarafundar og var hann afar
fjölmennur og samþykti í einu
hljóði að krefjast þess af bæjar-
stjórninni að hún héldi tafarlaust
fund. Ennfremur voru samþyktar
aðrar kröfur til bœjarstjómar-
innar, m. a. krafa um að hinn ill-
ræmdi fátækrafulltrúi yrði rek-
inn úr stöðu sinni.
20. þ. m. var svo haldinn bæj-
arstjórnarfundur og samþykti
bæjarstjómin að taka ekki af
vinnulaunum þeirra sem ynnu hjá
bænum upp í bæjargjöld og enn-
fremur var samþykt að reka fá-
tækrafulltrúann o. fl. kröfur sam-
fylkingarinnar voru samþyktar á
þessum fundi bæjarstjórnarinn-
ar. Er nú svo komið að meiri
hluti íbúa Vestmannaeyja er
fylgjandi kröfum samfylkingar-
innar, en íhaldið er í dæmalausri
niðurlægingu.
S. I. miðvikudag var haldinn
aðalfundur í Félagi ungra jafnað-
armanna í Eyjum og var sam-
fylkingamiaður kosinn formaður
þess. Samþykti fundurinn að taka
samfylkingartilboði Félags ungra
kommúnista.
nokkm sipni áður. Alþýðan verð-
ur þessvegna að nota sem best öll
samtök, er hún á ogitekur þátt I,
sér til hagsbóta, bæði verklýðsfé-
lögin, vinstri pólitísku flokkasam-
böndin, eem hver öníur. öll
Verkalýður Horðfjarðar
helmtar 250 þú§. k.r. úr BJarörúlla»|úlli
til bjargar alþýðu Ausifjarða.
Á fjölmennum fundi, sem hald- þess að 250 þús. kr. yrðu veittar
inn var á Norðfirði s. 1. laugard.,
að tilhlutun Verklýðsfélags Norð-
fjarðar, var samþykt að krefj&st
úr Bjargráðasjóði til viðreisnar
sjávarútveginum og bjargar al-
(Framh. á 4. síftu).