Verkamaðurinn - 23.11.1935, Blaðsíða 4
4
VERKAMAÐURINN
Yerkamenn Reykjavíkur
fara í kröfugöngu á fund bæjarstjórnarinnar.
Stympingar milli Iögreglunnar og verkamanna.
(Samkvæmt símtali við frétta-
ritara blaðsins í Reykjavík).
Bæjarstjóm Reykjavíkur hefir
hingað til að mestu leyti þver-
skallast við kröfum atvinnuleys-
ingjanna og neytt allra bragða til
að blekkja þá og draga úr sam-
takamætti þeirra. í fyrradag hélt
bæjarstjórnin fund og fóru þá
verkamenn í kröfugöngu á fund
hennar til þess að bera fram kröf-
ur sínar. Var lögreglan eins og
áður kölluð á vettvang og urðu
dálitlar stympingar milli hennar
og verkamanna en engin alvarleg
meiðsl urðu. Var kröfum verka-
manna vísað til bæjarráðs.
Mikil óánægja er hér út af því,
sem nú er orðið uppvíst, að geril-
sneiðingartæki Samsölunnar hafa
verið í ólagi í 8 mánuði og bæjar-
búar þannig keypt svikna vöm
allan þennan tíma.
Piéðiyliiiflg mynéuð í Belgíu.
Bruxelles, 21. 10. '35. (NP)
I listamannahúsinu i Bruxeiles var
haldið þjóðiylkingarþing 20. okt.,
þar sem belgiska Pjóðfylkingin var
stofnuð. Forstæti ráðstefnunnar skip-
uðu próf. Brien, próf. Pelsener, ríkis-
þingmaður Bronfant, Jacquemotte,
hinn sósíaldemokratiski kvennaleiðtogi
Isabella Blum, bæjarráðsmeðlimur dr.
Marteaux f Bruxelles o. fl. Að lokn-
um framsöguræðura Briens og Pelse-
ners var lagt fram uppkast að grund-
vallarstefnuskrá Pjóðfylkingarinaar, og
sfðan hófust ýtarlegar umræður, en f
þeim tóku þátt fuiltrúar frá mismun-
andi flokkum og félögum. Að lokn-
um umræðunum voru í einu hljóði
samþykt grundvallarstefnuskráratriði
Pjóðfylkingarinnar.
Rúmlega 50 félög höfðu fulltrúa á
þessum fundi.
Samfylking sósialista og Mnista myoduð í Bruxeiles.
Btuxelles, 2. 11. '35. (NP).
Fulltrúafundur sósfalistafl. f Brux-
elles hefir lokið umræðum um sam-
fylkingartilboð kommúnista og sam-
þykti með 67 atkv. gegn 40 (27
sátu hjá), að undirrita samninginn
um sameiginlega baráttu þessara flokka.
Pessi ákvörðun er alveg sérstaklega
þýðingarmikil, þegar þess er gætt, að
aðal-málgagn belgiska sósíalista-
flokksins, »Le Peuple*, hefir upp á
síðkastið háð æðisgengna baráttu gegn
kommúnistum. Hægri vængur flokks-
ins hefir jafnvel birt opinberlega föls-
uð skjöl um Rauðu hjálpina og full-
yrt, að kommúnistaflokkurinn sé háð-
ur stjórn Sovét-Lýðveldanna.
Nýr stórsigur .....
(Framh. af 1. síðu).
— Alþýða á Húsavík! Þú, sem
hefir gefið fyrirmynd alþýðunni á
íslandi, með því að sameina til
starfa að nauðsynjamálum þínum
alla þrjá vinstri flokkana, mátt
ekki gleyma því, að þú ert arf-
taki vinstri hreyfingarinnar, sem
lýsti um alt landið á sínum tínxa,
er þingeyska alþýðan hafði for-
göngu um að hefja hina hörðu,
fórnfúsu og sigursælu baráttu á
móti einokunarkúgun Dana —
sem átti sína góðu, ógleymanlegu
foringja, eins og Jakob Hálfdán-
arson, Benedikt Jónsson frá
Auðnum, Sigurð í Ystafelli, Gaut-
landafeðga og marga fleiri.
Tökum upp merki gömlu braut-
ryðjendanna og alþýðunnar er
fylgdi þeim og þeir störfuðu fvr-
11. Kvikum ekki frá, en sækjum
fram gegn íhaldinu og fasisma
þessl
Kosningakömediafl í Grikklandi.
London, 4. 11. 1935 (NP).
sManchester Guardian« skrifar
eftirfarandi um kómedíu þá, sem
Kondylis lét leika í Grikklandi, þ.
e. »þjóðaratkvæðagreiðsluna« um
endurreisn konungdæmisins, og
bvernig hann hefir skarað fram
úr jafnvel Goebbels í fölsunum:
»Aldrei hafa grundvallaratriði
lýðræðisins verið svívirt jafn
rækilega og hér..'. Stjórnin tók
sér sjálf vald og tækifæri til
hverskonar ofsókna og falsana.
Sem frjáls atkvæðagreiðsla er hún
ekki einu sinni eins mikils virði
og atkvæðagreiðslurnar í Hitlers-
Þýskalandi...«.
tlalia í dag og Rússland 1916-17.
Genf 5. 11. 1936 (NP).
Prófessor Guglielmo Ferrero
skrifar í »Journal des Nations«,
að ástandið á ítalíu sé nú líkara
ástandinu í Rússlandi 1916—17,
heldur en heimurinn hafi yfirleitt
hugmynd um.
Alvinnubœtur fyrir sjómenn. l erkalýður Norðfjarðar ..
(Framhald af 3. síðu),
meðal hlutur á síldveiðum hér
s. 1. sumar, ekki hafa verið hærri
en 150—200 krónur. Þegar svo *
sjómennirnir koma i land, að
lokinni vertíð, sitja þeir i mörg-
um tilfellum á hakanum gagn-
vart þeirri sáralitlu vinnu, sem
framkvæmd er í bænum.
Vegna þessarar vesælu afkomu
sjómannanna, hefir sjómannafé-
lag Norðurlands nýlega sent
Bæjarstjórn Akureyrar erindi um
atvinnubætur fyrir sjómenn —
m. a. farið fram á, að bærinn
útvegaði og ræki héðan einn eða
tvo togara.
Bæjarfulltrúarnir »sáu sér ekki
fært« að sinna að neinu leyti er-
indi sjómannanna — ekki einu
sinni, að þeir vildu hætta bæj-
arsjóði út i það »fjárglæfrafyrir-
tæki«, að annast sölu smábáta-
iiskjar i bæinn, og stuðla þannig
að hvorutveggja í senn: aukn-
um möguleikum fyrir smábáta-
fiskimennina, til að hagnýta sér
fiskimiðin hér innfjarðar, og
meira öryggi fyrir fiskneytend-
um bæjarins, að geta á hverjum
tima fengið sæmilega meðhöndl-
aðan fisk til matar. — Sliks
menningarbrags var nú kanske
ekki sanngjarnt að vænta af Bæj-
arstjórn Akureyrar.
En sjómenn geta ekki látið
hér við sitja. Og þó bæjarstjórn
hafi enn ekki skilið, að þeir
þurfi eitthvað til að lifa af, mega
þeir ekki sleppa af henni sinum
sjóbörðu vinnuhöndum.
Pað er lika nú sérstök ástæða
til að taka málið upp að nýju i
sambandi við frumvarp það, er
»Alþýðufl.« nú flytur á Alþingi
um, að rikið annist árlega kaup
á nokkrum nýjum togurum og
annist útgerð þeirra ásamt bæj-
arfélögum, sem vilja eignast hluti
i togurunum.
Samkvæmt frumvarpinu ber
ríkisstjórn að útvega og ábyrgj-
ast fyrir bæjarfélög það fé, sem
þau þurfi til þátttöku i slikum
kaupum togara.
Ef Bæjarstjórn Ákureyrar vill
gera nokkurn skapaðan hlut, til
þess að bæta úr atvinnuleysi
sjómanna hér, þá ætti hún taf-
arlaust, með samningi við rikis-
stjórnina, að tryggja sér hlut i
einum eða tveimur togurum, ef
frumvarpið yrði samþykt og
kæmi til framkvæmda — og
gera þá út héðan þá tíma árs,
sem hagkvæmast er til veiðiskap-
ar fyrir Norður- og Vesturlandi.
En það er engin hætta á, að
bæjarstjórnin, ótilkvödd, hafi
rænu á þessu máli — fremur
en öðrum nauðsynjamálum verka-
lýðsins.
Pess vegna verður Sjómanna-
félag Norðurlands að taka málið
upp að nýju og fá alla sjómenn
i bænum, til þess sameiginlega
að hrista svolitið upp i bæjar-
stjórninni.
Fraxnh. af11. síðu.
þýðunni á Austfjörðum, að fiski-
skatturinn falli niður og verði
endurgreiddur, að smáútveg&-
mönnum verði veittur nægilegur
gjaldeyrir til fiskilínukaupa, að
% hlutar tekna ríkissjóðs í kaup-
staðnum renni í bæjarsjóð, að
frumv. Vilmundar Jónssonar um
ríkisútgáfu skólabóka verði sam-
þykt; voru fleiri tiilögur sam-
þyktar á fundinum.
Allsherjarverkfall vofir yfir
i enska kolaiðnaðinum.
Yfirgnæfandi meirihluti kola-
námumanna í Englandi hefir
samþykt að beita allsherjarverk-
falli til að knýja fram kröfur
þeirra, ef námaeigendur fallast
ekki á þær að öðrum kosti.
Djóðlyikiflgin gegn svikum Doriots.
París 22. 10. 1936 (NP).
Fulltrúar frá 22 félögum Þjóð-
fylkingarinnar í 5. hverfi París-
ar, hafa samþykkt tillögu, þar
sem svik Doriots eru fordæmd, og
sem höfðq þær afleiðingar, að La-
val og Fiancette voru kosnir í
senatið. í tillöguimi er þess kraf-
ist, að Doriot verði rekinn úr
Þjóðfylkingunni. t
París 5. 11. 1935 (NP).
*Þing andfasistiskra menta-
manna samþykti tillögu þar sem
Doriot er harðlega ávítaður og
þess krafist að hann verið rekiirn
úr Þjóðfylkingunni. — 35 félög
þjóðfylkingarinnar í 18. hverfi
Parísar, ásamt sameiningarnefnd-
inni í Villejuif hafa sömuleiðis
samþykt tillögur þar sem þesa er
krafist, að Doriot verði rekinn úr
Þj óðfylkingunnL
Pylsuverksmiðjom Bsrlinar iokað vegoa
kjotskorts.
« Berlín 4. 11. 1936 (NP).
Pylsuverksmiðjum Siegler og
Heuber ásamt pylsuverksmiðjunni
í Rugenwald, hefir verið lokað,
vegna þess að þær geta ekki feng-
ið nægilegt kjöt til framleiðslunn-
ar. ,
e- tJ *’ ‘ ■. ÍSf 11.
Mæmisóttin hefir enn á ný gert vart
við sig í bænum og hafa að minsta
kosti 2 eða 3 böm veikst. Barnaskólan-
um hefir verið lokað í 7 sólarhringa,
en þann 8. á víst pestin að vera orðin
útdauð og öll hætta óti. Þeir vita alt-
af hvað þeir syngja, þeir hálaunuðu.
kr. 130 kg.
niki
Jðn Guðmann.
glæný, daglega frá HsnSDObÚi
Akureyrar fást hjá
Sj&mannafélag Norðwrlands heldur
fund í Verklýðshúsinu sunnud. 24. þ.
m. kl. 1 e. h.
Ábyrgðarm. Þóroddur Guðmundsaon.
Fjölmennið á íundinn í Verklýðshús-
inu kl. 8 í kvöld! Allir velkomnir!
Prentsmiðja Odds Björaaaawr.