Verkamaðurinn - 23.11.1935, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN
3
*
Herðum barátluna
gegn áfenginu.
Hinn 20. þ. m. voru bornir um •
Akureyrarbæ miðar þess efnis, að
skorað var á bæjarbúa að fjöl-
menna á almennan fund þá um
kvöldið. Fundarefnið var »Áfeng-
ismálið og bindindisstarfið*. Und-
ir áskorun þessari stóðu nöfn
nokkurra skóiastjóra, kennara,
prestsins o. fl. þektra bæjarbúa.
Fundurinn var vel sóttur, því
almenningur bjóst við að nú
stæði eitthvað mikið til. Pað ætti
nú að ákveða athafnir, sem veru-
lega mikið drægju úr neytslu
áfengra drykkja hér. En á fund-
inum kom það i ljós, að ekki átti
að ákveða neinar athafnir, al-
menningur mátti ekki einu sinni
neitt um fundarmálin segja. Að-
eins 4 góðkunnir >Templarar«
áttu að flytja hvatningarræður til
fólksins um að ganga i regluna.
Er ekkert nema gott um ræður
þeirra að segja það sem þær
náðu. Þá fór eg að halda að
fundarboðendur — sem ýmsir
standa utan reglunnar — myndu
koma fram og heita reglunni
fylgi. En enginn þeirra lét til sin
heyra. Hefði siikt þó sennilega
vakið atbygli. Einkum þar sem
sumir fundarboðendurnir eru áð-
ur þektir að þvi, að spilla bar-
áttunni gegn áfengisbölinu. T. d.
er sagt að Sigurður Guðmundsson
bafi — stuttu eftir að bannlögin
voru samþykt — verið einn af
stuðningsmönnum andbanninga-
blaðs, sem skoraði á þjóðina að
brjóta bannlögin og gera alt sem
unt væri til að spilla þeim. En
það er liklega til litils gagns að
tala um liðna timann. Það er
meira vert hvað skólastjórar,
prestar og aðrir leiðandi menn í
menningarmálum gera nú. Fiestir
þeirra eru að vísu til með að
skora á aðra um að vinna gegn
áfenginu, en ýmsir hinna sömu
vilja þó gæða sjálfum sér og vin-
um sinum á því. Meðan svo er,
verða áskoranir þeirra tæplega
teknar alvarlega.
1 fundarlok skýrði Þorsteinn
Porsteinsson (bæjarfulltrúi) frá
þvi, að næsta laugardag yrði full-
trúafundur ýmsra félaga haldinn
i Verklýðshúsinu, til að ræða um
innflutning,sölu og neytslu áfengra
drykkja. Yrðu þar að sjálfsögðu
teknar ákvarðanir um athafnir
gegn áfengisbölinu.
Verkakonur og verka-
nsenn! Við skulum fjölmenna
a fundinn í Verklýðshúsinu í
kvöld kl. 8 og gera hann áhrifa-
mikinn. Vetkamaúur.
Það er þetta, sem fyrir okkpr
hefir vakað, þegar við hvað eftir
annað höfum leitað samstarfs við
félag ykkar. Og það er vegna
þessa, sem við nú snúum máli
okkar til hvers einstaks ykkar.
Við vitum að reynt er að ala á
pólitískum ágreiningi og persónu-
iegum kriti, í þeim tilgangi að
reyna að hindra samfylkinguna.
Eh við getum bent ykkur á, að
þrátt fyrir slíkt hefir samstarf
sósíaldemókratískra og kommún-
istiskra verkamanna þegar, að
meira eða minna leyti, tekist víðs-
vegar á landinu — svo ekki sé
nefnd hin' sterka og víðfræga
samfylking, sem tekist hefir t. d.
í Frakklandi, og komin er á það
stig, að jafnvel landsambönd sós-
íaldemókrata og kommúnista
verða skipulagslega sameinuð í
eitt landssamband í janúar n. k.
Það mætti tilfæra hér ýms
dæmi, en það þarf ekki — þið
þekkið þau sjálf — þó »Alþm.«
neiti öllum slíkum staðreyndum.
— Við látum nægja að nefna
Vestmannaeyjar, þar sem jafnvel
forystumenn Alþýðuflokksins
hafa, ásamt kommúnistum, skrif-
að undir, og gefið út, opinbert á-
varp til verkalýðsins, þar sem
skorað er á hann til sameiginlegr-
ar baráttu fyrir ákveðnum kröf-
um atvinnuleysingjanna til bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja.
Þessi samfylking hefir þegar
líka borið árangur eins og ykkur
mun kunnugt.
Því getum við ekki gert hið
sama? Því getum við ekki sameig-
inlega útbúið »prógram« í at-
vinnuleysisbaráttunni, eins og við
stungum upp á í baust i fyrsta
bréfinu til félags ykkar? Því get-
um við ekki háð sameiginlega bar-
áttu fyrir framkvæmd slíks »pró-
gráms« og náð árangri eins og
verkalýðurinn í Vestmannaeyj-
um?
Jú, við getum það. Og við skor-
um hér með á hvert einstakt ykk-
ar að stuðla að því, í ykkar félagi,
að slíkt samstarf geti tekist með
félögunum.
Senn líður að jólum — og á-
standið er þannig, að atvinnulaus
verkamaðurinn getur ef til vill
ekki gefið börnum sínum lítið
»jólaljós«.
Eigum við ekki að byrja sam-
starfið með því að gera sameigin-
lega kröfu um almennan atvinnu-
bótaskamt, nú fyrir jólin, eða
að öðrum kosti úthlutun atvinnu-
leysisstyrks, svo einnig verka-
menn geti örlítið glatt og fegrað
heimili sín inn jólin?
Ekki skal standa á okkur — og
við væntum hins sama af ykkur.
Með stéttarkveðju,
f.h. Verkamannafélags Akureyrar
•
Sigþór Jóhannsson
— formaður. —
Atvinnubætur
Eins og allir vita, hefir at-
vinna sjómanna á s. 1. sumri
verið aumari en nokkurri sinni
fyr. Vegna hlutaskiftanna — án
nokkurrar lágmarkstryggingar fyr-
ir sjómennina — eru jafnvel
fleiri dæmi þess, að sjómennirn-
ir hafa tæpast verið matvinn-
Frá Húsavík.
e'
Ihaidið óttast vinstri
hreylingnna.
Borgarafundur var haldinn í
Húsavík föstudaginn 8. þ. m. Þá
kom tvennt fram merkilegast.
Annað: Rétt fyrir fundinn rit-
uðu stjórnir allra vinstri flokk-
anna undir samfylkingaryfirlýs-
ingu, sem starfsskrá flokkanna.
Formaður Kommúnistaflokksins,
Kristján Júlíusson, skýrði frá
samningunum um leið og fundur-
inn var settur. Hann lýsti því yf-
ir, að Kommúnistaflokkurinn
drægi sinn fulltrúa, Guðmund
Jónsson til baka við hreppsnefnd-
arkosningarnar á sunnudaginn,
vegna þess að samfylking hefði
náðst á milli allra vinstri flokk-
anna og hvatti alla kommúnista
og fylgjendur þeirra til að kjósa
fulltrúaefni jafnaðarmanna, Sig-
urð Kristjánsson, sem nú væri
fulltrúaefni allra vinstri flokk-
anna við hreppsnefndarkosning-
arnar.
En Sigurður Kristjánsson las
síðan upp á fundinum samfylk-
ingaryfirlýsinguna.
Alþýðunni voru þetta hin mestu
gleðitíðindi.
Hitt: íhaldið varð alveg högg-
dofa, og mun lengi í minnum
haft„ hvað Kristinn Jónson, í-
haldskaupmaður var »nervös« og
lét út úr sér mikla vitleysu á
fundinum.
Jafnframt mun alþýðan lengi
muna ósvífni íhaldsins, sem lýsti
því yfir á fundinum, að það
myndi ræna nafni formanns Jafn-
aðarmannafélagsins og kvatti alla
til að kjósa hann, þó að jafnaðar-
menn væru búnir að stilla upp
ritara félags síns, er var orðinn
fulltrúi samfylkingarinnar.
Kosningin í hreppsnefndina á
sunr.udaginn fór þannig, að sam-
fylkingin fékk 195 atkvæði en í-
haldið 75. — Frá vinstri flokkun-
um mun kosningin hafa verið
best sótt af kommúnistum og
fylgjendum þeirra.
Virðing borgaranna
fyrir logunum.
Þess hefir áður verið getið hér
í blaðinu, að þegar verkalýðurinn
heimtar hækkaðar álögur á bur-
geisa bæjarins, til þess að afla
bæjarsjóði fjár til atvinnubóta, þá
er því af bæjarstjórn — og þá
fyrst og fremst bæjarstjóra —
neitað með þeim forsendum, að
það brjóti í bág við ríkjandi lög.
En þetta er nú aðeins önnur
hliðin á virðingu þeirra fyrir lög-
unum. Um hina hliðina skal hér
nefnt nýtt dæmi, sem þó er að-
eins eitt af mörgum.
Eins og allir vita, mæla lögin
svo fyrir, að vinnulaun skuli
greidd vikulega í peningum.
Verkamaður hér í bænum, sem
vegna ómegðar og atvinnuleysis
hefir orðið að þiggja dálítinn
framfærslustyrk, fékk nýlega
viku-vinnu hjá bænum. En þegar
hann ætlar að sækja vinnulaunin,
neitar bæjarstjóri harðlega- að
greiða þau í peningum — þvert
ofan í gildandi lög — heldur vill
láta manninn hafa úttekt í reikn-
ing bæjarins. úr þ^ssu var ekki
að þoka, þó verkamaðurinn lýsti
yfir að tillit til þessara atvinnu-
tekna mætti taka við úthlutun
fyrir sjómenn.
ungar yfir síldarvertiðina — að-
al-»bjargræðrstfma<!( ársins. Aðrir
hafa komið með nokkra tugi
króna, eftir tveggja til þriggja
mánaða vinnn. Samkvæmt upp-
lýsingum, sem Sjómannafélag
Norðurlands hefir aflað, mun
(Frambald á 4. siðu),
framfærslustyrks til heimilis
hans.
Sneri verkamaðurinn sér þá til
bæjarfógeta, sem vemdara lag-
anna, og baö hann að ná rétti sín-
um. En fógeti brást illa við og
kvað sig ekki verða um slíka hluti
— þetta væri »prívat«-mál verka-
mannsins og bæjarstjóra!!!
Vonandi neitar þá bæjarfógeti
að taka t. d. bæjargjöld lögtaki
hjá verkamönmun, þó hann yrði
beðinn, því samkvæmt þessari
sömu kenningu ættu slík skulda-
skifti að vera »prívat«-mál við-
komandi verkamanns og bæjar-
gjaldkerans.
Verkamaðurinn lét sér ekki
nægja þessa virðingu æðstu em-
bættismanna í bænum fyrir lands-
lögum, heldur mun kæra til dóms-
málaráðuneytisins. Verður fróð-
legt að heyra úrskurð þess, því sá
úrskurður gefur um leið verka-
lýðnum bendingu um, hvort hairn
á að telja sig bundinn af lands-
lögunum eða ekki.
Mun »Verkam.« því fylgjast
með þessu máli og upplýsa um
niðurstöðu þess, þegar að því
kemur.
Brask og okur vex
■ Ítalíix.
Róm 5. 11. 1935 (NP).
Eftirfarandi staðreynd gefur
skýra hugmynd um hvað brask og
okur færist ört í vöxt í ítalíu: í
Bari (borg í Suður-Italíu, með
150.000 íbúum) hafa yfirvöldin
lokað 36 búðum vegna okursölu
þeirra á lífsnauðsynjum.