Verkamaðurinn - 23.12.1935, Síða 1
VERKAtUnDURINN
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XVIII. árg.
Akureyri, mánudaginn 23. desember 1935.
98. tbl.
Bílstjóraverkfallið.
Al þýðusambandsstjórnin
tekur afstöðu á móti bílstjórunum.
Eins og skýrt var frá i síðasta
tbl. bófst verkfall bilstjóra i
Reykjavík og nágrenni kl. 12 á
hádegi s.l. laugardag. Stöðvarnar
i Reykjavik, Hafnarfirði og Kefla-
vik lokuðu samkvæmt tilmælum
bílstjóranna og stöðvaðist þá bila-
umferð skyndilega. Aðeins örfáar
einkabifreiðar þurfti að stöðva
með valdi, og var búið að því
kl. 1 e. h. Tveir mjólkurbilar
komu til Reykjavikur e. h. á
laugardag og voru þeir stöðvaðir
og sneru heim með mjólkina og
hafa engir mjólkurbilar komið
siðan.
Verkfallsmenn í Reykjavík hafa
leyft nokkrum sjúkrabifreiðum, lög-
reglubifreiðum og 2 leigubiireiðuin
að vera í gangi.
Alþýðusambandsstjórnin hefir
neitað að veita bílstjórafélögunum
aðstoð í þessu verkfalli og eru þó
félögín í sambandinu. Alþýðublað-
ið lýsti því yfir í gænnorgun að
verkfallið hefði algjörlega mis-
hepnast!! Morgunblaðið skýrði frá
því að lögreglan hefði verið kölluð
r saman á fund.
Bílstjórar hafa sterkan vörð víðs-
vegar um höfuðborgina og eru sam-
tök þeirra framúrskarandi góð.
Bílstjórafélag Eyjafjarðar hélt
fund hér á Akureyri s. 1. laugardag
og samþykti að taka þátt í verkfall-
inu. Ennfremur samþykti fundur-
inn harðorð mótmæli til Alþingis
gegn hækkun benzínskattsins.
Bílstjórafélag Akureyrar hélt
fund á laugardagskvöldið og sam-
þykti íneð öllum atkv. gegn 1 eða
2 að hefja verkfall kl. 12 í dag.
Fundur Verkamannafélags Akur-
eyrar, sem haldinn var í gær, sam-
þykti harðorð mótmæli til Alþingis
gegn hækkun benzíntollsins, enn-
fremur ákvað félagið að veita bíl-
stjórunum stuðning sinn í þessari
baráttu.
Öll alþýða manna verður að
styðja bílstjórana dyggilega í þessu
verkfalli. Enda er sannarlega ekki
aðeins um hagsmuni bílstjóranna
að ræða heldur yfirleitt alls almenn-
ings. Því takist hinum háu hcrrum
á Alþingi að koma þessari skatt-
hækkun í framkvæmd, sem sam-
kvæmt þeirra eigin útreikningi, sem
er altof lágur, nemur 250 þús. kr.,
þá munu bílaeigendur hækka far-
gjöld og flutningsgjöld og mundi
því þessi skatthækkun dreifast á
ailan almenning og m. a. í hækk-
uðu vöruverðf.
Kæmist skatthækkunin í fram-
kvæmd myndu t. d. afeiðingarnar
m. a. verða þær, að mjólkurverðið
annaðhvort hækkaði eða að öðruin
kosti að bændur fengju raunveru-
lega minna fyrir mjólk sína, vegna
aukins flutningskostnaðar. Skatt-
hækkun þessi myndi líka alveg sér-
staklega tilfinnanleg fyrir smábáta-
eigendur.
Kíður nti á að samelna
alla alþýðu fil að hindra
að þessi nýi nefskaffur
homist nokhurntíma í
framkvæmd.
En krefjást þess hinsvegar að
tekna til vegalagninga þeirra, sem
nota átti benzínskatthækkunina til,
jverði aflað á þann hátt að leggja
hærri skatta á hátekjumennina, sem
hafa
marga tugi þúsunda f
tekjur árlega, eins og t.
d. Héðinn Valdimarsson.
Kveðja
tilfóns Rafnssonar,
frd Seyðfirðskum
verkamönnum.
Fylgi þér héðan heill í hverju spori
hugljúfar óskir sérhvers verkamanns.
Pú hefir hjá oss vetur gert að vori
vakið úr dái kjörorð smælingjans.
Jón Sigflnnsson.
Seyðisfirði 5. des. 1935.