Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 23.12.1935, Page 2

Verkamaðurinn - 23.12.1935, Page 2
2 VERKÁMAÐURINN Engir fátæktraflutningar framar. Á hreppsnefndarfundi 1. nóv. s.l. var samþykt af öllum full- trúum borgarafl. (Kommúnista- fulltrúinn var ekki heima), að flytja tvær bláfátækar fjölskyldur, sem eru styrkþegar og eiga fram- færslu í öðrum bæjum, nauölinoar- hreppatlutningi á >sveít slna«. Sem knýjandi nauðsyn þessa, telur ráðandi hreppsnefnd vera það, að bæirnir, er »eiga« þessa styrkþega, hafi ekki endurgreitt styrkina undanfarið þrátt fyrir áskoranir, og eigi nú Húsavíkur- hreppur mörg þúsund krónur hjá þeim. í öðru lagi er ein aðalröksemd þeirra fyrir þessu ódæði, að nú séu siðustu úrræði að losna við styrkþegana, svo þeir verði ekki »innligsa« hér, er nýju fram- færslulögin ganga í gildi. Hér er um sannkallaðan nauð- ungarflutning að ræða, því báðir fjölskyldufeðurnir hafa sagt að óbundnir færu þeir ekki héðan. Einnig hafa þeir sagt mér, að þeir myndu verja sig — búast nauðvörn — ef það ætti að sækja þá heim með ofbeldi og flytja nauðuga, en þá bæri ráðandi hreppsnefnd, og sá, sem fram- kvæmdi slíkt fyrir hana, ábyrgð á þvi, hvað af kynni að hljótast. Slík nauð-varnarráðstöfun frá styrkþeganna hendi er alveg sjálfsögð. — Þvi samþykt hrepps- nefndarinnar frá 1. nóv. s. 1. er hreinasta ofbeldisráðstöfun — og framkvæmd hennar ofbeldisverk, en það bætir ekkert úr skák þó hreppsnefndin eigi enn »stag« í lögunum, er leyfi annað eins herbragð gagnvart varnarlausu öreigafólki. Þau lög, sem eru svo gersneydd allri mannúð, notar enginn heilbrigður maður. Hér er líka tekinn af mönn- um sá dýrmæti sjálfsákvörðun- arréttur einstaklingsins, að mega sjálfur ráða hvar hann vill vera. — Það fer vel á því, að aftur- haldsmenn, er skreyta sig með sjálfstæði, ganga um og hvetja til að láta taka af varnarlausasta fólkinu þennan þýðingarmikla rétt. Þessir herrar vilja flytja þetta aumingja fólk, rétt eins og skepnur, — hjá þeim vantar ekki hetjuskapinn og mannkær- leikann! Þetta herrans fólk á mikla mannúð og þroskaða sið- gæðivitund! Þetta fólk er víst kristið! Fyrir 100 árum siðan hóf »Fjöínir« göngu sína, og með honum endurreisn islenskra bók- menta og frelsishreyfing, sem enn heldur áfram, og sem bestu synir islensku þjóðarinnar hafa barist fyrir fram á þennan dag. Nú hefir 100 ára afmæli »Fjölnis« verið minst með útgáfu »Rauðra penna«. Arftakar gömlu braut- ryðjendanna, Fjölnismanna, hafa nú myndað með sér samtök, »Félag byltingasinnaðra rithöf- unda«, þar sem saman eru komn- ir allir bestu og vinsælustu rit- höfundar og skáld, sem nú eru uppi á íslandi. Þetta félag gefur út »Rauða penna«, bók sem mark- ar stórt spor í sögu íslenskra bókmenta. »Rauðir pennar< eru eins og »Fjölnir«, boðberi nýrrar stefnu í bókmentum, stefnu frelsisbar- áttu islensku þjóðarinnar, en að- eins á nýrri timum, með nýjum viðhorfum. »Rauðir pennar« boða stefnu, sem er þrungin krafti Á þorpsfundinum fyrir kosn- ingarnar, hvatti hreppsnefndar- fulltrúi Kommúnistaflokksins all& alþýðu, alt frjálslynt fólk, til að fylkja sér með styrkþegunum og hindra ofbeldisáform hrepps- nefndarinnar. Nú þegar hefir gefið sig fram stór hópur til að verja hinar varnarlausu fjölskyldur, konur og börn. Daglega bætast fleiri t hópinn. Enginn alþýðumaður eða kona, ekkert frjálslynt fólk, má láta blekkja sig til að veita ofbeldis- mönnunum lið gegn öreigum »ógæfunnar«. Fylkjum öll liði með styrk- þegunum, svo enginn ofbeldis- seggur þori að hreyfa sigl Burt með þrælahaldið á 20. öldl Húsavfk, 39. nóv. 1935. hinna heilbrigðustu og sterkustu afla þjóðfélagsins, krafti hinnar sigursælu frelsisbaráttu verka- lýðsins og kúgaðrar þjóðar. »Fé- lag byltingasinnaðra rithöfundav er því arftaki Fjölnismanna, si kraftur sem berst gegn afturbaldi og fasisma, fyrir frelsi, aukinni menningu og hverskyns fram- förum. »Rauðir pennar« eru mikil bók og merkileg, hún er safn af nýj- ustu ljóðum, sögum og ritgerðum bestu íslenskra höfunda, og af þýddum úrvalsköflum eftir fræga erlenda höfunda. Þarna eru bók- mentaleg auðæfi saman komin, og þess væri óskandi að bókin væri tfu sinnum stærri. lslensku höfundarnir eru al- þektir og góðkunnir, svo sem Halldór K. Laxness, Þórbergur Þórðarson, Jóhannes úr Kötlum, Kristinn Andrésson, Gunnar M. Magnúss.,' Halldór Stefánsson o. fl. Erlendir höfundar eru margir heimsfrægir snillingar svo sem Kr. Júl. „Rauðir pennar“.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.