Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 28.12.1935, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 28.12.1935, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN 3 Samfylkíngarhreyf- ingin Á Norðfirði. virði, er hún er grundvölluð á hags- munum meðlimanna sjálfra og bíl- stjórastéttarinnar í heild. Sú eining, sem ávalt lýtur vilja stéttarandstæð- ingsins — eins og var i þessu til- felli — hún er félaginu verri en einskis virði. Ennfremur verður að benda á, að fundurinn gekk aigerlega fram hjá mjög þýðingariniklu atriði. Setjum svo, að þeir bílstjórar, sem virkilega vildu ganga út i verkfall (en slógu af vegna óttans við klofning) hefðu greitt atkvæði samkvæmt því, og samþykkt hefði verið stöðvun bíl- keyrslu í bænum. Setjum ennfremur svo, að bílstjórarnir á B. S. A. — vegna kröfu atvinnurekendans — hefðu staðið við hótun sína um að hlýta ekki samþ. félagsins, heldur keyrt eigi að síður. Hvað mundi leiða af því? i fyrsta lagi gerðust þeir þar með — og það verður að brýna fyrir þessum mönnuin sjálfum — opin- berir fjandmenn hinna skipulögðu samtaka bílstjórastéttarinnar í land- inu — og þá fyrst og fremst bíl- stjóranna í Rvík og Hafnarfirði, sem nú standa eins og einn maður í baráttunni gegn bensínskattinum. Samtök bílstjórastéttarinnar gætu ekki litið á þessa menn öðru vísi en sem verkfallsbrjóta, og þau hlytu að meðhöndla þá samkvæmt því. — Skal aðeins mint á að- ferð verklýðsfélaganna við hvít- liðana úr ríkislögreglunni og aðra slíka, t. d. hvítliðaverkfallið á Siglu- firði suinarið 1933, sem náði yfir allar síldarstöðvar þar o. s. frv. Hvernig inundu bílstjórasamtökin í Reykjavík, sem nú hafa höfuð- borgina á valdi sínu, taka á mótl bílstjórum frá B. S. A. þegar þeir fara að keyra suður í vor, eftir að hafa gerst hér verkfallsbrjótar, í þjónustu atvinnurekandans gegn samtökum sinnar eigin stéttar? Vilja bílstjórarnir á B. S. A. stofna til slíkra samfunda við kunn- ingja sína og stéttarbræður syðra þar? Eða vill jafnvel Kristján Krist- jánsson, sem nú hefir fengið sönnun fyrir styrkleika bílstjórasamtakanna Þriðjudaginn 10. þ. m. boðaði Kommúnistaflokkurinn til almenns fundar á Norðfirði. Húsið var troð- fullt. Jón Rafnsson frá Vestmanna- eyjum hóf umræður með langri og ýtarlegri ræðu um samfylkingartil- boð K. F. f., orsakir þess og mark- mið. Var ræðu hans tekið prýðilega vel. Kristinn Ölafsson bæjarfógeti tók einnig til máls og virtist sam- fylkingunni frekar hlynntur. Þá tal- aði Lúðvík Jósefsson af hálfu sam- fylkingarmanna. Fundurinn samþykti einróma eft- irfarandi ályktun: »Fundinum er það ljóst, að hin sterku tök einstakra auðfélaga á fiskverziun landsmanna, lánstofnun- um þjóðarinnar og gjaldeyrismál- um, eru eitt af því sem mest stend- ur íslensku atvinnulífi fyrir þrifum. Fyrir því skorar fundurinn á í Reykjavík, eiga á hættu, að þeim saintökum verði beitt gegn stöð hans, sem verkfallsbrjót, ef til vill á þann hátt að krefjast þess, að hann verði sviftur sérleyfum s'inum — eins og nú er krafist afnáms bensín- skattshækkunarinnar? Nei, væri ekki réttara að taka málið upp að nýju og athuga það gauingæfilegar? Bílstjórarnir, sent vilja verða stétt sinni trúir a- og það er yfirgnæf- andi meirihluti í »Bílstjórafél. Ak- ureyrar« — hafa látið undan dul- búnu ofbeldi stéttarandstæðingsins, í þeirri trú, að þeir væru að vernda einingu samtaka sinna. En við nán- ari athugun munu þeir sannfærast utn, að sú eining félags þeirra, sem er þeim til virkilegra hagsmuna, verður á engan hátt betur tryggS en með baráttueiningu við stéttarbræð- ur sína annarstaðar á landinu, og þá fyrst og fremst á Reykjavík, og þess vegna gera þeir sjálfum sér best með þvi að styðja baráttu bíl- stjóranna í Reykjavík. þing og stjórn, að gera þegar ráft- stafanir til þess: 1. Að völdum Kveldúlfs verffi hnekt í islenzkri fiskverzlun svo a5 sináútvegsmenn og sjómenn fái notið hins raunverulega markafts- verðs fyrir vöru sína. 2. Að viðskifti Kveldúlfs og Landsbankans verði sett undir op- inbera rannsókn. 3. Að gjaldeyris- og innflutnings- ráðin verði fyrst og fremst gefin f hendur versluriarfyrirtækja alþýðu- og smáframleiðenda. 4. Að hækkun útflutningsgjalds á fiskbeinum verði numin úr gilSi. 5. Að ríki og bankar veiti til smá- útvegsins fé, svo riflega, að honum sé lífvænt og sjómönnum sem vift hann vinna trygt sómasamlegt kaup. 6. Að skattar og tollar á nauð- synjavörum almennings verði frek- ar lækkaðir en hækkaðir úr því sem nú er. Jafnframt því sein fundurinn skorar á alla vinstri stjórnmála- flokka í landinu að leggjast á eitt til að hrinda fram þessum og öðr- um helstu nauðsynjamálum hinnar vinnandi þjóðar, skorar hann á alla frjálslynda og lýðræðissinnaða landstnenn, að veita þeim að þess- um málum. Annar fundnr. Næsta kvöld á eftir (miðvikud. 11.) var aniiar almennur borgara- fundur haldinn að tilhlutun verk- lýðsfélags Norðfjarðar. Húsfyllir var einnig. Á fundi þessum inætti einpig Jón Rafnsson fyrir hönd K. F. í. Sam- þykti fundurinn meðal annars eftir- farandi samfylkingartillögur frá K. F. 1.: 1. Tillögu um hækkun tekjuskatts sem nemi minnst 21/2 miljón kr. 2. Hækkun á fasteignaskatti er nemi minst kr. 800.000. 3. Lækkun á launum embættis-

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.