Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 31.12.1935, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 31.12.1935, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVIII. árg. Akureyri, þriðjudaginn 31. desember 1935 100. tbl. Bílstjóraverkfallið breiðist út. Bílstjórafélag Akureyrar álllfiíllí að stöðva ðilkeyrslii Irá 1. janúar. Strax eftir fund þann, sem Bíl- stjórafélag Akureyrar hélt s.l. mánudag og þar sem samþykt var að hefja ekki verkfall i mót- mælaskyni við hækkun bensín- skattsins, fór að bera á megnri óánægju, bæði innan og utan félagsins, yfir þessari samþykt fundarins. Sérstaklega magnaðist þó sú óánægja þegar útvarpið flutti þær fregnir, að bilstjórafé- lögin á Siglufirði og i Vestmanna- eyjum hefðu samþykt að taka þátt í verkfallinu gegn bensín- tollshækkuninni. Samkvæmt áskorun margra félagsmanna boðaði svo stjórn bílstjórafélagsins fund í Verklýðs- húsinu s.l. sunnudagskvöld. Eftir allmiklar umræður var þar siðan samþykt, með 16 atkv. gegn 15, að stöðva alla bílkeyrslu i bæn- um og til hans frá 1. jan. n. k. Undanþágu skyldu þó fá bilar með lækna og sjúklinga. Var siðan kosin 5 manna verk- fallsnefnd til að stjórna og skipu- leggja framkvæmd verkfallsins. Ennfremur samþykti fundurinn i einu hljóði áskorun til rikis- stjórnarinnar um að taka tafar- laust tilboði þvf, sem h.f. Nafta i Reykjavik hefir gert henni með sölu á bensini fyrir 29 aura lfter- inn, þrátt fyrir skatthækkunina. Meðlimir Bílstjórafélags Akur- eyrar hafa með þessum samþykt- um gengið inn i barattusamtök stéttarbræðra sinna í Reykjavík, Hafnarfirði, nærsveitum Reykja- víkur, Vestmannaeyjum og Siglu- firði. Má nú heita að bilstjóra- verkfall sé um alt land, og ber þetta glæislegan vott um þrótt og dug hinnar ungu bílstjórastéttar. Akureyringar verða nú að styðja bilstjórafélagið af öllum mætti og veita þeim þá aðstoð sem nauð- synleg er, til þess að framkvæma stöðvun bílkeyrslu i bænum og til bæjarins. Verkamannafélag Akureyrar hefir, eins og áður er kunnugt, ákveðið að veita bil- stjórafél. stuðning í þessu máli og óhætt mun vera, að fullyrða að þeir séu nú orðnir fáir, sem i alvöru treysta sér til að beita sér fyrir skatlhækkuninni. Kjör al- mennings eru yfirleitt þannig, að nýjir tollar og skattar eru engir aufúsugestir heldur þvert á móti. Enda er nú svo komið að rik- isstjórnin hefir tækifæri til að fá bensínskatthækkun sina fram og jafnframt tryggja bilstjórunum ódýrara bensin en nú með því að taka tilboði h. f. Nafta. Heyrst hafa að vísu raddir um það frá einstaka tryggustu fylgis- mönnum stjórnarinnar að öll tormerki séu á því að fá bensín frá Sovét-Lýðveldunum og Pól- landi, en vitanlega hafa þær við engin rök að styðjast. Munu bæði þessi lönd fús og sérstak- lega Sovét-Lyðveldin, til þess að kaupa af okkur sild, fisk og jafn- vel kjöt. Bendir þessvegna alt til þess að stórhagur myndi verða að því að taka þessu til- boði h. f. Nafta. Enda keppast nú nágrannaþjóðirnar um að selja Rússum vörur eða hafa við þá vöruskifti. m.a. flutti útvarpið l'yrir fáum dögum fregn um að Norðmenn hefðn nú selt þeim 18 þús. tunnur af sild. Danir hafa t.d. á þessu ári selt þeim ó- grynni af vélum og fleiru. Er því að öllu þessu athuguðu óliklegt að ríkisstjórnin sjái sér fært að synja tilboði h. f. Nafta. Myndi slík synjun hata örlaga- rikar afleiðingar, ekki aðeins fyr- ir núverandi stjórn heldur fyrir þá pólitisku flokka, sem að henni standa. Eftir að þessi grein var skrifuð hefir eftirfarandi gerst í málinu: Yerktallsstjórn Bílstjórafélags Akureyrar sendi í gær skeyti til gjaldeyrisnefndar og tilkynti henni að bilstjóraverkfall yrði hafið hér að morgni 2. jan. n. k. ef deilan yrði ekki leyst áður. Bílstjórafé- lag Eyjafjarðar sendi í gær skeyti til gjaldeyrisnefndar og skoraði á hana að taka tilboði h.f. Nafta og leysa deiluna á þann hátt, að (Framhald á 4 síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.