Verkamaðurinn - 31.12.1935, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
Lágmarkstryggingin og
breytt viöhorf í því máli.
Sjómnaléiag Reykjavikur með iágmarkstrvgQingu.
Um mörg undanfarin ár hefir
Sjómannafélag Norðurlands bar-
ist fyrir því að á síldveiðiskipun-
um, þar sem ráðið hefir verið
fyrir hlut úr afla, að sjómönnun-
um væru trygð lágmarkslaun,
sem þeir fengju greidd hvernig
svo sem gengi. Félagið hefir þarna
átt við ramman reip að draga,
þar sem hefir verið mótstaða út-
gerðarmanna, en þó hafa mestu
örðugleikarnir fyrir því að koma
þessu í framkvæmd, alt fram á
síðustu tíma, legið í því, að sjó-
mannastéttin, eða réttara sagt
nokkur hluti hennar, hefir ekki
skilið nauðsynina á þessu til fulls
og þessvegna ekki barist fyrir
þvi. Við hér noðanlands höfum
ár eftir ár reynt að ná samvinnu
sjómanna sunnanlands um þetla
mál, og altaf hefir þeim fjölgað
með hverju ári, sem fylgl hafa
okkur þar að málum og nú er
svo komið að sjómannastéttin,
sem heild, er ákveðin í því að
krefjast lágmarkstryggingar á öll-
um skipum þar sem hlutaráðn-
ing er. Sameiginleg nefnd frá
Sjómannafélagi Reykjavíkur, Sjó-
mannafélagi Hafnarfjarðar og
Verkalýðsfélagi Akraness, sem
starfaði í vetur að undirbúningi
kaupgjaldsmála, aðhyltist ein-
róma lágmarkstryggingu á þeim
skipum, sem áður hefir verið
ráðið á fyrir aðeins hlut af afla.
Tillögur nefndarinnar komu fyr-
ir fund í Sjómannafélagi Reykja-
víkur nú fyrir nokkru og voru
á þá leið að lágmarkstryggingin
skuli vera 150 kr. á þorskveið-
um og 200 kr. á síldveiðum á
mánuði (og frítt fæði?). Ýmsum
fundarmönnum þótti þessi trygg-
ing of lág og komu fram tillögur
um 640 kr. lágmarkstryggingu yt-
ir síldarvertíðina og 50 kr. á viku
í lágmarkstryggingu á þorskveið-
um (þarna er aðeins átt við þau
skip, sem ekki heyra undir línu-
gufubátataxtann á þorskveiðum,
sem mun standa óbreyttur 214
kr. á mánuði, frítt fæði og öll
lifrin, sem skiftist niður á háseta
og matsvein eins og á togurun-
um). t*ó ekki sé ennþá gengið
frá því hver lágmarkstryggingin
verður, þá sýnir þó þetta að sjó-
mannastéttin sunnanlands eins
og hér, er orðin sammála um
lífsnauðsyn lágmarkstryggingar-
innar. Sjómannafélag Norður-
lands hefir líka nú fyrir nokkru
hafið nauðsynlegan undirbúning
fyrir næstu síldarvertíð og i því
tilefni skrifað 16 sjómanna- og
verklýðsfélögum víðsvegar um
landið eftirfarandi bréf:
Akureyri 15. 12. 1935.
Stéttarfélagar!
Eins og ykkur mun vera
kunnugt, þá hefir Sjómannafélag
Norðurlands á undanförnum ár-
um barist fyrir því að hlutur
hvers háseta á síldveiðiskipunum
yrði trygður með minst 640
krónum yfir vertíðina, hvernig
sem gengi.
Þessu höfum við hinsvegar
ekki getað komið í framkvæmd
vegna þess að okkur hefir vant-
að til þess stuðning annara sjó-
mannafélaga landsins. Þó fékst
nú á síðastliðnu sumri lögskráð
á eitt sildveiðiskip héðan frá Ak-
ureyri með lágmarkstryggingunni
640 kr.
Hinsvegar er það alveg gefið,
að ef samvinna getur náðst á
milli allra sjómannafélaganna um
þetta mál, þá er lágmarkstrygg-
ingin komin í gegn á öllum flot-
anúm.
Þessvegna snúum við okkur
nú til allra sjómannafélaga lands-
ins og óskum eindregið eftir
samvinnu og sameiginlegri bar-
áttu alira sjómanna í þessu máli
og öðrum hagsmanamáium stétt-
arinnar.
Og eftir þá sorglegu reynslu,
sem flestir síldveiðisjómenn fengu
á síðastliðnu sumri, þar sem
fjöldinn kom heim að endaðri
vertíð með tvær hendur tómar,
þá trúum við ekki öðru en að
öllum sjómönnum og sjómanna-
félögum ætti nú að vera ljúft að
taka höndum saman til þess að
fyrirbyggja það sameiginlega að
slíkt þurfi að endurtaka aig.
Þessvegna viljum við hérmeð
mælast til þess að ykkar félag
taki þetta bréf okkar fyrir á fundi
hið allra fyrsta og að þetta mál
verði þá rætt ítarlega.
Við göngum út frá þvi sem
gefnu, að ykkur muni vera það
ljóst, ekki siður en okkur, hvílik
lifsnauðsyn slik lágmarkstrygging
er sjómönnum á öllum "skipum,
þar sem ráðið er fyrir hlut úr
afla, ekki sist á slikum vandræða-
tímum, sem nú eru.
Við vonumst því eindregið eftir
samvinnu við ykkur um þetta
mál, og væntum svars því við-
víkjandi hið allra fyrsta.
Með stéttarkveðju.
1 stjórn Sjómannafél. Norðurlands.
Jóhann J. E. Kuld Bjðrn Grinsson
form. ritari.
Zóph. M. Jðnasson
gjaldkeri.
Á linubátunum, sem gerðir
kunna að verða út héðan á næstu
vertið á þorskveiðar, eru sjómenn
lika sammála um, að láta ekki
tilleiðast að fara fyrir hlut úr
afla án lágmarkstryggingar. Og
þau kjör verða nú alveg á næst-
unni rædd, sem sjómenn koma
sér saman um að skuli gilda á
þorskveiðum með línu, í vetur.