Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 21.01.1936, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 21.01.1936, Blaðsíða 2
/ 2 fyrir mörgum árum) þá hefir hún bæði svikist um framkvæmd- ir á þann hátt í íyrsta lagi að smiðið byrjar ekki fyr en seint í jan. í stað þess að upphafiega var bæjarstjórnin búin að lofa að það skyldi byrja í s.l. nóv., og i öðru lagi bendir alt til að bæj- arstjórnaríhaldið ætli að láta smíða stórum minna af tunnum en samþykt var í haust. Þessi tunnuvinna sem nú er loksins að hefjast bætir þó ekki nema að litlu leyti úr afkomu- vandræðum alþýðunnar. Atvinnu- leysið sverfur enn samt sem áð- ur að mörgum hundruðum verkamanna og verkakvenna og hjá millistéttunum verður ástand- ið æ ískyggilegra með næstum hverjum degi sem líður. At- vinnuleysið verður liká ennþá tilfinnanlcgra eftir því sem lifs- nauðsynjarnar hækka í verði, en eins og kunnugt er stíga flestar ef ekki allar lifsnauðsynjar al- mennings í verði, svo nemur mörgum hundruðum króna á ári hjá meðal-fjöldskyldu. Þetta ástand og þær horfur sem nú blasa við krefst þess að valdhafarnir geri víðtækar ráð- stafanir til þess að bæta úr af- komuvandræðum verkalýðsins og miilistéttanna, og að þær ráðstaf- anir verði gerðar fyr en síðar. Slíkar ráðstafanir verður ekki hægt að gera svo að gagni komi, nema á kostnað yfirstéttarinnar, mannanna, sem hafa marga tugi þúsunda i árslaun eða hreinar tekjur árlega, allar aðrar ráðstaf- anir eru kák eitt og miða aðeins að því að auka afkomuvandræði al.þýðunnar í stað þess að draga úr þeim. Bæjarstjorn Akureyrar verður þvi, sem framkvæmdastjórn og ráðsmaður þessa bæjarfélags að hefjast handa og sjá um að meira verði gert til þess að bæta úr at- vinnuleysinu en gert hefir verið hingað til. Verkalýður og millistéttir bæj- arins munu nú herða á þessari óumflýjanlegu kröfu sinni og fylgja benni fastar eftir en hingað til. VERKAMAÐURINN 4 ára áœtlunin .... Þannig voru nú loforð Alþýðu- flokksforingjanna fyrir kosningarn- ar 1934. En hvernig hafa framkvæmdirnar orðið á þessum 1. og aðallið 4 ára áætlunarinnar? I stuttu máli: ENGAR. Engin »nákvæm áætlun« hefir verið gerð til þess að útrýma með öllu atvinnuleysinu og afleiðingum kreppunnar, heldur hefir kreppan haldið áfram að harðna, atvinnu- leysið að vaxa og kaupgeta hinna vinnandi stétta minni en nokkru sinni fyr jafnframt því sem dýrtíðin vex næstum því daglega. En Alþýðuflokksforingjarnir lof- uðu miklu meiru fyrir kosningarnar 1934. Þeir lofuðu m. a. í 15. lið á- ætlunarinnar »að breyta skatta- og tollalöggjöfinni þannig, að tollum verði létt af nauðsynjum, en beinir skattar að sama skapi hækkaðir af háum tekjum og stóreignum«. Hvernig urðu svo framkvæmdirn- ar á þessum þýðingarmikla lið 4 ára áætlunnarinnar? Þær urðu þannig að í stað þess að létta tollum af nauðsynjum voru tollarnir bara hækkaðir og öðrum nýjum bætt við. Og þessar tolla- og skattahækkanir nema á ári mörgum hundruðum króna á hvert meðal alþýðuheimili. Þannig hafa því efndirnar orðið á þessum tveim höfuðliðum 4 ára á- ætlunarinnar. Hvarvetna hafa helztu foringjar Alþýðuflokksins verið reiðubúnir til að berjast á móti auknu framlagi til atvinnubóta. Ráðherra Alþýðufl., Haraldur Guð- mundsson hefir hvað eftir annað t. d. neitað Akureyrarbæ um ríkisá- byrgð fyrir lánum til framkvæmda á nauðsynlegum verkefnum eins og t. d. tii byggingar nýs sjúkrahúss. En þeir hafa afty.r á móti altaf verið reiðubúnir til að leggja nýjar álög- ur á alþýðuna, eins og t. d. Erling- ur Friðjónsson (sbr. t. d. rafmagns- hækkunina í fyrra og hækkun vöru- gjaldskrár hafnarinnar nú síðast). Þessi augljósu og stórfeldu svik Alþýðuflokksforingjanna hafa vakið Rafmagns§kortur er nú orðinn svo tilfinnanlegur f Reykjavík, að útvarpið tilkynnir, að það geti orðið takmarkað sem það geti starfað vegna rafmagnsleysis. Stafar þessi skortur á rafmagni af því, að sökum frosta og snjóa er orðin mikil vatnsþurð. Vatnsgeymsl- an við Elliðaárnar hjá Reykjavík hefir fylst mikið af ís og botnfrosið á grynningum. Otvarpsfregnir herma, að vatns- skortur sé tilfinnanlegur víðar uni land hjá þeim, sem bygt hafa vatns- aflstöðvar. Er þetta sönnun þess, að nauðsyn sé að byggja nývirkjanir í stærri stíl en verið hefir og ættu Akureyringar að hafa það hugfast. Alstaðar fult al »landráðamönnum« i Dýskalandi. Bremen, 14. 12. ’35 (N. P.) Atta meðlimir hinnar leynilegu deildar sósíaldemókratíska flokks- ins hér hafa verið dæmdir í allt að '3 ára fangelsi. Þeir voru, eins og venjulega, ákærðir fyrir »undirbún- ing undir landráðastarfsemi«. óhemju greinju hjá verkalýðnum í Alþýðuflokknum og vonleysið liefir gripið hugi fjölda margra þeirra, sem hafa treyst því að Álþýðu- flokksforingjarnir hafi eitthvað meint með 4 ára áætluninni og öðr- um állka loforðum. Hinsvegar, og sem betur fer, hef- ir líka fjölda mörgum Alþýðuflokks- mönnum orðið það ljóst, að þeir verða sjálfir að berjast fyrir því að koma loforðum Alþýðuflokksforingj- * anna í framkvæmd, þvert ofan í vilja þeirra, og leiðin til þess er að saineina alla róttæka krafta, án til- lits til pólitískra skoðana. Slík sam- fylking hefir þegar tekist á nokkr- um stöðum í landinu (Vestmanna- eyjum, Húsavík, Eskifirði, Sauðár- króki). Aðeins með slikri samfylk- ingu hinna vinnandi stétta er hægt að koma kröfum alþýðunnar franr, aðeins með því móti er hægt að brjóta á bak aftur hungurárásir i- haldsins og fasisma þess.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.