Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 21.01.1936, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 21.01.1936, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Sókn sjómanna. ^elgiska sjómannasambandið hefir sagt upp samningum við útgerðarmenn frá 29. febr. 1936. Skipstjórarnir hafa farið að dæmi sjómannanna. Orsök þessarar uppsagnar er verðfall belgisku myntarinnar. Krefst sjómanna- sambandið 25°/o launahækkunar 'og 50% launaviðbótar 'fyrir eftir- vinnu. Samband norskra farmanna hefir sagt upp samningum við útgerðarmenn og krefst launa- hækkunar. Ýms sænsk sjómannafélög og sambönd hafa sagt upp samn- ingum víð útgerðarmenn og krefj- launahækkunar. Samfylkingarríídstefnur um alt Frakkland. 250.000 embættismenn ríkisins mynda með sér samtylkingarsamb. Samfylkingarsamband 45.000 skipu- lagðra verkamanna myndað. París, 29. 12. '35. (Np) Um alt Frakkland voru baldnar fjöldamargar samfylkingarráðstefnur s. 1. sunnudag. í héruðunum Cóte-d’Or, Cbarente, Loir-et- Cher, Lot, Loiret, Vosges, Pas-de-Calais o- s. frv. sam- eínuðust, kommúnistiskir, sósíaldemo- kratiskir og radicalsósíalistiskír verka- menn 1 eitt samband. Jafnfrarot sam- einuðust í París fulltrúar frá 250.000 starfsmönnum ríkisins (tollþjónar, skóg- gæslumenn og embættismenn frá ýms- um ráðuneytum, skattheimtumenn o. s. frv) um kröfurnar »Fyrir brauði, friði og frelsi*. »Hinir ríku eiga að borga* og »Gegn stríði og fasisma*. Samfylkingarráðstefnan samþykti, eftir langar umræður, ályktun, þar sem lögð var áhersla á að nauðsynlegt væri að hafa stöðugt samstarf við Pjóðfylkinguna. Á sama tíma saroefnuðust í Calais, þeirri borg í Frakklandi, þar sem at- vinnuleysið er mest, fagfélög héraðs- ins í eitt samfylkingarsamband, sem elur 45.000 skipuiagða verkamenn. Frá landsímannm. Stúlka á aldrinum 17 — 22 ára, sem hefir fullnaðarpróf frá gagnfræða- eða kvennskóla, eða aðra hliðstæða menntun, verður tekirj sem varatalsfmakona hér við stöðina frá 1. febr. n. k. Eiginhandarumsókn sendist undirrituðum fyrir 25. þ. m. Símstjórinn á Akureyri, 15. janúar 1936. G unnar S ch r am. Silkiframleiöslan prelaldast. Moskva, 2: 1, 1936. (NP) Vegna nokkurra nýrra deilda í silki- verksmiðjunum, einkum í suðurhluta Sovét-Lýðveldanna, eykst silkifram- leiðslan upp í 80 roilj. metra 1936, og verður það þrefalt meiri framleiðsla en 1935. >Mundo Obrero* kemur út altur Madrid, 2, 1. 1936. (NP) Aðalmálgagn spánska kommúnista- flokksins, sem hefir verið bannað síð- an í október 1934, byrjaði í dag að koma út aftur. ítalir f varnarstöðu. London, 3, 1, '36 (NP). »Manchester Guardian« skrifar: »Pað getur enginn minsti vafi verið á því, að að ítalski herinn í Abessiniu er nú f varnarstöðu Að norðan verða þeir að berjast af öllum mætti til þess að reyna að halda þvf, sem þeir þegsr hafa unnið, og á suðurvíg- stöðvunum eru liðnar 7 vikur síðan síðasta framrás ítala átti'sér stað, og nú er allrar orku neytt til þess að hindra framsókn Ras Desta frá Sómalílandi. í gær neyddist Mussolini til að afsaka þessa töf og lýsti því yfir að slík »hlé« væru nauðsynleg í öllum nýlenduhernaði, og síðan hafa öll fasistablöðin verið upptekin við að verja þessa vörn. Verslunarlloti Sovét-Lýðveldanna stækkar. Árið 1928 var verslunarfloti Sovét- Lýðveldanna 327.000 tonn, en 1935 var hann 1 350.000 tonn. sem hefir fengið láarsða hjá mér bókina »Kossa« eftir Þ. P. Porsteinsson, er vin- samlegast beðinn að skila henni til mín sem fyrst. Akureyri 20. janúar 1936. Aldís Eiriksdóftir Noröurgötll 7. „Allir eiii“ klúbburinn beldur dansleik í Verklýðshúsinu föstudagskvöld 24. jan. kl. 9. e. h. Haraldur Bförnsson spilar, Hafið skýrteinin með! Stjórnin. Kaupuni sjóvetlinga gegn vöruúttekt. Pöniunarfélagið. Sóslalisminn útrýmir áfenginu. Moskva, 31. 12. '24 (NP). í satnbandi við ummæli, sem þjóð- fulltrúinn fyrir lífsnauðsynjaiðnaðinn, Nikojan, hafði nýlega ura, að vodka- iðnaðurinn væri sú eiria grein iðnaðar- ins, sem hann hefði umsjón yfir, sem væri í afturför, hefir fulltrúi frá »Isvestija« átt viðtal við forstjóra áfengisverksmiðjanna Skýrði bann frá því að vodkaneytslan, sem fyrir striðið nam 8,1 lítrum pr. mann, hefði minkað niður í 4,4 lítra 1931 og 1935 væri hún aðeins 3,6 lítrar á mann.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.