Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 29.02.1936, Síða 2

Verkamaðurinn - 29.02.1936, Síða 2
2 VERKAMAÐURINN * Faheyrd ósvifni. fjarðar hefir átt tal við fram- kvæmdastjóra sildarverksmiðj- anna og lýsti hann því hiklaust yfir, að hann væri algjörlega á móti því að menn væru útilok- aðir frá vinnu af pólrtískum ástæðum og að hann myndi ekki ótilneyddur beita slikum aðferð- um. Á næstsíðasta fundi bæjarstjórn- ar Siglufjarðar urðu miklar um- ræður um þessa útilokunarhótun »Þróttar«. Samþykti bæjarstjórnin eftirfcrandi tillögu frá Þóroddi Guðmundssyni með öllum greidd- um atkvæðum: »Bæjarstjórn skorar á stjórn vinnumiðlunarskrifstofunnar og stjórn sildarverksm. ríkisins, að sjá um, að fylsta hlutleysis sé gætt um úthlutun vinnu án tillits til, hvar í pólitískum flokki við- komandi er«. Fulltrúar jafnaðarmanna Jó- hann F. Guðm. og Gunnl. Sig- urðsson sátn hjá við atkvæða- greiðsluna. En 1 umræðunum kom áberandi í ljös löngun þeirra til þess að beita verka- menn þessu þrælataki, þó þeir hinsvegar — þegar þeir sáu hvað mikill meiri hluti bæjarstjórnar var andvígur útilokun verka- manna frá vinnu af pólitískum ástæðum — þyrðu ekki að greiða atkvæði gegn tillögunni. Ennfremur munu þeir hafa rekið sig allóþyrmilega á, að al- menn fyrirlitning ríkir i bænum á þessari ákvörðun •f'róttar* eða forráðamanna hans, enda munu þeir reka sig á það enn betur, að verkamenn eru staðráðnir í því að svara þessari þrælslegu árás. Allir frjálslyndir menn verða að beita sér gegn þessari kúgun- artilraun Jóh. F. Guðm & Co. og veita verkamönnum nægilegan stuðning til þess að hindra að forkólfum »Próttar« takist að útiloka alla þá verkamenn frá vinnu, sem ekki fylgja sama stjórnmálaflokki og forkólfar íPróttar*. Póroddur Guðmundsson. Alþýðuhúsið á Siglufirði. Húsið er hitað upp með mið- stöð og rafknúðar loftdælur hreinsa loftið. Nýtt mjög vand- að konsert-piano hefir þegar ver- ið keypt i húsið. Yfirsmiður við endurbygginguna var Kristján Sigtryggsson, smiður. Lóðin, sem húsið er bygt á er Verkamannafélagið búið að eiga í mörg ár. Var lóðin strax fylt upp að dálitlu leyti. Bygging gamla hússins var hafin vorið 1934. Var Verkamannafél. neitað um fundahús fyrst eftir Borð- eyrardeiluna og mun það mjög hafa ýtt undir félagið með að ráðast i að byggja samkomuhús. Pegar byrjað var á gamla hús- inu átti félagið ekki nema 2400 kr. ísjóði og lóðina. Fyrir dæma- fáa fórnfýsi fjöldamargra verka- manua tókst samt að koma húsinu upp og var það metið á 30 þús. kr. Svo brann það eins og kunnugt er í okt. s.l. og eyði- lagðist að ölfu leyti innan. Voru allir innanstokksmunir (bekkir, borð, stólar, veitingaáhöld og leiksviðsútbúnaður) óvátrygðir. Tjónið af brunanum var metið á kr. 16.200.00. Strax þegar tjón- ið hafði verið metið var byrjað á endurbyggingunni og kostaði hún kr. 25.711.49. Er húsið nú metið til brunabóta á kr. 34.000.00 og innanstokksmunir á kr. 6.000.00. Skuldir þær, sem hvíla á húsinu eru samtals um 14.000.00 krónur. Eigendur Alþýðuhússins eru Verkam.fél. Siglufjarðar, Siglu- fjarðardeild K. F. í. og verka- kvennafélagið »Ósk«. Siglfirskir verkamenn og verka- konur, því þær hafa líka átt drjúgan þátt í byggingu Alþýðu- hússins, — hafa með byggingu og endurbyggingu Alþýðuhússins reist sér veglegan minnisvarða. Er óhætt að fullyrða, að Alþýðu- húsið á Siglufirði er nú myndar- legasta samkomuhúsið á Norður- landi. Ber bygging Alþýðuhússins glöggan' vott um það hverju verkalýðurinn getur áorkað, ef Nýja-Bíó ■■■1 Laugardags- og sunnudagskvðld kl. 9: „Iíolero". Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um. — Aðalhlutverkin leika: George Itaft og Carole Lombard. Sunnud. kl 5. ftlp.sýn. Kiðursett verð. Krossfararnir. Tunnusmíðið. Vcrkamennirnir fara fram á launauppbót. Tunnusmíðið er nú á enda og litlar líkur til að frekar verði unnið að því i vetur, vegna ódugn- aðar og sviksemi þeirra starfs- manna bæjarfélagsins, sem var falið að annast innkaup á tunnu- efni. Eins og áður hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu, hefir bæjar- stjórnin með þessari framkomn sinni rofið það samkomulag, sem vinnulaunin við tunnusmiðið bygðust á. Verkamennirnir, sem sviknir hafa verið um áframhaldandi vinnu við tunnusmiðið, eru eins og von er gramir yfir þessum svikum og hafa nú farið þess á leit við bæjarstjórn, að hún greiði þeim kr. 10.00 fyrir hverja vakt, þar sem vinnan Varð stórum minni en lofað var, þegar samið var um kaupið. Hafa verkamennirnir leitað að- stoðar verklýðsfélaganna til þess að fá þessari réttmætu kröfu sinni framgengt og verður erindi þeirra til umræðu hjá verklýðs- félögunum á morgun. hann sameinar krafta sina, þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem hann á nú við að stríða. Verkalýður Siglufjarðar hefir sigrast á öllum þeim örðugleik- um, sem voru í vegi húsbygging- arinnar. Hann mun einnig í krafti þessa sigurs sigrast á öðr- um þeim örðugleikum, sem eru og verða á vegi hans. Jakob drnason.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.