Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 23.06.1936, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 23.06.1936, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Blams-sfjórnin og stnðningsflokkar hennar. I stjórn Blumstjórnarinnar frönsku sitja 33 ráðherrar, þar af 6 aðalráðherrar (að Blum með- töldum). Blum er forsætisráðherra, Da- ladier landvarnar-ráðherra og vara-forsætisráðherra, Vincent Auriol er fjármálaráðherra, Le- bas er atvinnumála- og félags- málaráðherra, Salengro innanrík- isráðherra, Delbos utanríkisráð- herra. Af undirráðherrunum má nefna Pierre Cot, flugmálaráðherra, Paul Boncour Þjóðabandalagsráð- herra og frú Curie. Kommúnistar eiga, eins og kunnugt er, engan fulltrúa í stjórninni, en styðja hana. Stjórnina skipa höfuðleiðtogar sósíalista og radikalsósíalista. Blum höfuðleiðtogi sósíalista er formaður stjórnarinnar, en hann stendur í miðjum flokknum. Vinstri armur sósíalistaflokksins á þar eklá fulltrúa. Samband verka- lýðsfélaganna ekki heldur. Dala- dier er formaður radikalaflokks- ins og einn af róttækustu leiðtog- unum. Cot er einn af nánustu samverkamönnum hans. Vincent Auriol og Lebas eru mjög nánir samstarfsmenn Blums. Salengro er fulltrúi ysta hægra arms sósíal- ista. Poul Boncour er fyrverandi sósíalisti, en er nú meðlimur í Un- ion Socialiste, en það er bandalag þeirra flokksbrota, sem klofnað hafa út úr hægra armi sósíalista- flokksins. Herriot, hinn gamli foringi radi- óskir munu aldrei rætast. Sovét- lýðræðið er hið eina sanna lýð- ræði sem til er, og þróast stöðugt í áttina til enn meiri fullkomnun- ar á meðan hið borgaralega lýð- læði er meir og meir takmarkað eða algjörlega afnumið eins og t. d. í þeim auðvaldsríkjum, sem fasisrninn heíir brotist til valda. kala flokksins á ekki sæti í stjórn- inni, enda stendur hann heldur til hægri við hina núverandi höfuð- leiðtoga flokksins. Einn af sam- verkamönnum hans, Delbos, er ut- anríkisráðherra. Nokkur smáflokksbrot, er standa mjög nærri sósíalistaflokknum, eiga engan sérstakan fulltrúa í stjórninni (Pupistar o. fl.) en styðja hana samt. Radikalir voru tvískiftir í fyrstu, meirihlutinn með Daladier í broddi fylkingar, vildu þátttöku en minnihlutinn vildi hlutleysi (Herriot o. fl.), en meirihlutinn sigraði og Herriot og fylgismenn hans beygðu sig undir flokksag- ann og greiddu atkvæði með traustsyfirlýsingu til stjórnarinn- ar og Herriot tók á móti kosningu sem formaður fulltrúadeildarinn- ar. Radikali flokkurinn er því nú óskiftur stuðningsflokkur stjórn- arinnar og hefir með höndum ut- anríkismál, hermál og fl. Sósíalistar hafa innanríkis- stjórnina. Mörg vandamál eru þegar leyst. Verkföllin eru að mestu til lykta leidd með góðum árangri. Aðalbankastjóra Frakk- landsbanka hefir verið vikið frá og strangt eftirlit sett með bönk- unum, og nú á að leysa upp félög fasista. Kommúnistar hafa í öllu þessu veitt stjórninni stuðning, bæði innan þings og utan og hinir í- haldssamari ráðherrar (Salengro o. fl.) hafa mótstöðulítið beygt sig fyrir meirihluta ríkisstjórnar- innar. Enn hefir enginn verulegur á- greiningur orðið innan alþýðu- fylkingarinnar, hvorki innan eða utan ríkisstjórnarinnar í þinginu né utan þings. Líklegt má telja, að stjórnin geti, án mikilla vand- kvæða, framkvæmt stefnuskrá Al- þýðufylkingarinnar í innanríkis- Nazistar dæmdir fyrir óhródur sinn um ASV. Hið opinbera málgagn nazista hér á landi, „ísland“, birti fyrir alllöngu síðan svívirðilegar óhróð- ursgreinar um starfsemi A. S. V. Hóf A. S. V. mál á hendur blað- niu og er nú dómur fallinn og ritstj. blaðsins, Erl. Guttormsson, dæmdur í 150 króna skaðabætur og 75 króna málskostnað, og hin umstefndu ummæli blaðsins dæmd dauð og ómerk. mintist s. 1. föstudag 50 ára af- mæfis pöntunarfélagsins gamla, sem stofnað var 19. júní 1886 á Grund í Eyjafirði, en 1906 voru gerðar breytingar á skipulagi og starfsemi félagsins og því breytt í kaupfélag. Afmælishátíðin fór prýðilega fram, var veitt af mestu rausn og voru þó gestir um 3000. Margar ræður voru fluttár, en karlakórinn „Geysir“ skemti með söng milli ræðanna. Félaginu bárust heillaskeyti víðsvegar að. 8. þ. m. lauk alþjóðaskákþingi í Moskva. Þáttakendur voru 10. ÍJrslitin urðu þau, að Capablanca hlaut 13 vinninga, Botvinnik 12, Flohr 9%, Lilienthal 9, Ragosin 8V2, Lasker 8, Rjumin, Kan, Lö- wenfisch og Eliskases hlutu hver um sig 7 vinninga. 5 verðlaun voru veitt, 5000 rúblur, 4000, 3000, 2000 og 1000 rúblur. Ennfremur voru sérstök verðlaun veitt þeim Rússanum, sem stæði sig best gegn erlendu skákmeisturunum og hlaut Bot- vinnik þau. málunum, því stjórnin hefir mikið fylgi í þinginu (%) og öflugan stuðning verkalýðsins utan þings. En í utanríkismálunum er að- staðan erfiðari.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.