Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 23.06.1936, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 23.06.1936, Blaðsíða 3
VERKAMAÐ URINN 3 Nú vantar ekki peniipa. A aukafundi bæjarstjórnar Ak- ureyrar nú nýlega var kosin 5 manna nefnd til að taka á móti Kristjáni Friðrikssyni kóngi, sem ætlar að sýna bæjarbúum þann heiður að koma hingað til bæjar- ins n. k. fimtudag. — Nefndin hef- ir falið Jóni Norðfjörð skopleik'- ara að taka á móti Kristjáni, konu hans og fylgdarliði, og var ekki hægt að fá heppilegri mann í þetta hlutverk en Jón. En hver á að borga brúsann? Það er kunnugt, að Jón hefir þegar gert ýmsar þær ráðstafanir, sem hljóta að kosta meira en lítið. Bæjarstjórn hefir ekkert fé veitt til þessa og hafi fé verið greitt úr bæjarsjóði í þessu skyni, þá er það tekið í algerðu heimildarleysi og í fullri óþökk yfirgnæfandi meiri hluta bæjarbúa. — Krafa almennings er því sú, að nefndin greiði þetta fé sjálf úr sínum vasa en láti bæjarsjóðinn í friði. Virðist harla lítil ástæða verá til þess að ausa mörgum þúsundum króna úr bæjarsjóði, til að taka á móti vellauðugum erlendum manni, á sama tíma og fjölda- margir ganga atvinnulausir og bæjarstjórnin og framfærslufull- trúi hennar gerir hvað eftir annað ráðstafanir til þess að svelta styrkþegana og níðast á þeim á allan hugsanlegan hátt. Er ekki hægt að sjá, að fullyrð- ingar meiri hluta bæjarstjórnar um fjárskort bæjarsjóðs séu á miklum rökum bygðar, þegar hægt er að ausa þúsundum króna til þess að taka á móti manni, er hefir aðeins í styrk frá íslending- um 60 þús. kr. á ári, fyrir utan það, sem Danir gefa honum, sem er margfalt meira. Alþýða Akureyrar mótmælir því, að nokkurt fé verði tekið úr bæjarsjóði, til að ausa í Kristján X. og þá, sem fyrir honum skríða. ATHS. Eftir að þetta er skrifað, hefir »Verkam.« orðið þess áskjm.ja, að fjárhag'snefnd leggur til, að veitt verði ótakmarkað fé úr bæjarsjóði, til að taka á móti konginum og mun íhaldið vafalaust samþykkja þá tillögu á bæj- arstjórnarfundinum í dag, þó vitanlegt sé að mikill meirihluti bæjarbúa sé á móti því. Frá Húsavík 1. Fundur Verkamannafélágs Húsavíkur, 26. 4. 1936 lýsir ákveð- ið óánægju sinni gegn þeim hreppsnefndarmönnum, er sam- þyktu 24. 4. sl., að greiða ekki að fullu eftirvinnutaxta félagsins, þrátt fyrir ákveðin mótmæli fé- lagsins gegn þessu, og áskorun á hreppsnefndina um að greiða þessa eftirvinnu eftir taxta félags- ins, eins og samþykt var á fund- um Verkamannafélagsins 13. júní og 19. des. 1935. Einnig ávítar fundurinn harð- lega þá meðlimi félagsins i hreppsnefndinni, er gengið hafa svo berlega gegn samþyktum fé- lagsins og verið með í að brjóta kauptaxta þess. Fundurinn krefst þess af þess- um meðlimum sínum í hrepps- nefndinni, að þeir taki strax til baka samþykt sína, og greiði að fullu eftirvinnutaxtann, þar sem þetta er leikur einn, ef allir með- limir Verkamannafélagsins í hreppsnefndinni standa saman (4 af 7), til að framkvæma þetta. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir stefnu Þráins Kristjánssonar og Sveins J'úlíussonar á hendur hreppsnefndinni út af taxtabrot- inu, og skorar á þá að halda mál- inu áfram svo framarlega að hreppsnefndin gangi ekki inn á kröfu Verkamannafélagsins. Einn- ig telur fundurinn þetta brot á samfylkingar-yfirlýsingunni, er Sigurður Kristjánsson var kosinn undir inn í hreppsnefndina sl. haust. (Samþykt með öllum greiddum atkv.) 2. Fundur V. H. 26. 4. 1936 mót- mælir eindregið öllum lagafrum- vörpum, er fram eru kcmin og kunna að koma fram á Alþingi ís- lendinga, um skerðingu á verk- fallsrétti verkalýðsins í landinu. Fundurinn skorar á stjórn Al- þýðusambands Islands að fram- fylgja samþyktum síðustu AI- þýðusambandsþinga um baráttu gegn vinnulöggjöf og afskiftum ríkisvaldsins af vinnudeilum. Fundurinn skorar á allan verkalýð og alla stuðningsmenn verklýðssamtakanna, að berjast af alefli gegn ráðstöfunum „Vinnu- veitendafélags íslands" til að fá hér samþykta vinnulöggjöf er tak- markar samtakarétt alþýðunnar f landinu, og er því tvímælalaust bættuleg árás atvinnurekenda- stéttarinnar í landinu á lífskjör og afkomu alþýðunnar. Samþykt umræðulaust í einu hljóði. (Framhald). skóga og friðun, ráðinn skógrækt- arstjóri og árlega veitt nokkurt fé af alþingi til skógræktar. A hinum fyrstu árum aldarinnar rísa upp ýms félög, er tóku skógrækt- armálið á stefnuskrá sína, og má i því sambandi nefna ungmennafé- lögin. En þrátt fyrir alt þetta hef- ir skógræktarmálinu þokað lítið áleiðis. En hvað hefir valdið? Skal það nú athugað lítið eitt. — Margur mundi nú ætla, að þeim málum væri borgið, sem ríkið tæki upp á arma sína og styrkti með löggjöf og fjárframlögum. En þá er þess að gæta að starfið er fjárfrekt, en féð, sem til þess hef- ir verið varið, altaf af skornum skamti, því að mörg eru hornin, sem ríkið þarf að líta til, og oft ekki af miklu að miðla. Einnig er það kunnugt að oft reynist torvelt að framkvæma ýmis nytjamáL með löggjafarstarfinu einu saman, ef almenningsfylgi stendur ekkí að baki. Og því er ekki að neita, að í þessu efni hefir almenningur verið næsta tómlátur, og helst lát- ið sig þau engu skifta. Margir eig-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.