Verkamaðurinn - 15.08.1936, Blaðsíða 1
VERKAJg&gURINN
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XVIV. árg.
Akureyri, laugardaginn 15. ágúst 1936.
65. tbl.
Nýir sigrar lýðveldismanna.
Alþfóðasambönd jafnaðarmanna og komm-
únisfa hvefja alþýðu allra landa að styrkja
spánska lýðveldið.
Síðustu daga hefir stjórnarher-
inn verið í stöðugri sókn. Yfir
bæi þá, sem uppreisnarmenn
hafa enn á valdi sinu á Suður-
spáni, hefir stjórnin látið fiug-
vélar sfnar varpa flugmiðum í
miljónatali, þar sem skorað er á
bæjarbúa að safna liði gegn upp-
reisnarmönnum og komast þann-
ig hjá þvi að varpa sprengjum
yfir borgirnar. Er nú búist við
að stjórnin vinni úrslitasigra á
þessum aðalvígstöðvum á næstu
dögum.
Reuters-fréttastofan heíir til-
kynt, að allar fréttir útlendra
íhaldsmanna og fasista, um
hryðjuverk og óöld f Madrid,
sé uppspuni einn.
England, Sovétlýðveldin, Frakk-
land, Portugal og Belgia hafa
nú komið sér saman um hlut-
leysissamning gagnvart innbyrðis-
styrjöldinni á Spáni. Þýska stjórnin
hefir enn ekki gefið hrein svör
og ítölsku fasistarnir byrgja enn-
þá uppreisnarmenn að vopnum.
Um allan heim er nú hafin
innsötnun i samúðarskyni til
verndar spanska lýðveldinu, sem
á nú líf-sitt að verja.
Auk margra annara félaga hafa
t. d. sænsku verklýðsfélögin gefið
50 þús. kr., dönsku og norsku
verklýðssamböndin 25 þús. hvort,
til styrktar stjórninni.
Ennfremur hafa Kommúnista-
flokkar og Alþýðuflokkar viðs-
vegar um lönd gefið háar fjár-
upphæðir i sama skyni.
Alþýðusambönd jafnaðarmanna
og kommúnista samþyktu á sam-
eiginlegum fulltrúafundi í París
ávarp til alþýðu allra landa um
að styrkja spanska Iýðveldið af
ráðum og dáð gegn fasistum og
ihaldi.
LíouveiðarinnBrnin talinn af
10 menn drukna frá 14
börnum i ómegd.
11 konur veröa ekkfur.
Þykir nú fullsannað, að >Örnin«
muni hafa farist með öllu. Hefir
hans verið leitað, en sú leit engan
árangur borið. Bátarnir hafa báð-
ir fundist, annar út af Sléttu en
hinn við Máuáreyjar.
Skipshöfnin var 19 menn.
Úr Reykjavik:
Ólafur V. Bjarnason, kvæntur.
Steinn Ásbjörnsson.
Eggert ólafsson, kvæntur.
Úr Hafnarfirði:
Guðmundur Guðmundsson, 5
börn, 2 i ómegð.
Skúli Sveinsson, kvæntur.
Guðmundur Álbertss., kv., 1 barn.
Sigurður Sveinsson, kv., 1 barn.
Þorsteinn Guðmundss., kv., 1 barn.
Jón Bjarnas., kv., 3 börn í ómegð.
Jóhann Simonarson, kv., upp-
komin börn.
Hjörtur Andréss., 2 börn i ómegð.
Jóhann Magnússon, 3 börn, eitt
i ómegð.
Magnús Jóhannsson.
Sigurður Bárðarson, sá fyrir gam-
alli móður.
Reimar Eiriksson.
Gunnar Eyþórsson.
Úr Ólafsvík:
Jóhannes Jónsson.
Kristján Friðriksson, kvænlur, 3
börn ung.
Hjörtur Guðmundsson.
»Örnin« var 33 ára gamall,
smíðaður 1903.
Það eru dýrar fórnir og þungur
skattur, sem Ægir heimtar af
islensku sjómannastéttinni árlega,
er gefur tilefni til alvarlegra at-
hugana um, hvernig fullnægt sé
eftirliti með skipum og öryggis-
útbúnaði þeirra. Er ekki að
ástæðulausu, að sjómannastéttin
sjálf gerist æ kröfuharðari um
eftirlit með skipum. Ekki síst
þar sem um gömul skip er að
ræða, eins og hér.
Með »Örninni« hafa 19 manns-
líf horfið í sjóinn. Flest á blóma-
skeiði aldurs og manndóms. Tveir
mennirnir voru yfir 50 ára. Hinir
allir frá 16 til 37 ára. Eftir lifa
11 ekkjur og 14 börn í ómegð,
auk gamalmenna og annara að-
standenda, sem bygt hafa afkomu-
von sina á lifsstarfi og heilsu
þessara ungu og hraustu starfs-
manna þjóðfélagsins, sem þarna
eru fallnir.