Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 15.08.1936, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 15.08.1936, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Á við og dreif. • *♦♦ ♦♦♦♦ Þrjú bllslys hafa orðið á suðurlandi þessa viku. Eitt þeirra skeði á Ölves- árbrú. Klemdist stúlka á milli bílsins og handriðsins á brúnni og meiddist bættulega. Hefir hún verið flutt á Landsspitalann. Vörubifreið, sem var á terð yfir Kambana með bátt beyæki, valt út af veginum og þrjár velt- ur nfður. Tveir menn sátu ofan á ækinu, en gátu stokkið aftur af bilnum, áður en hann valt. Bitreiðarstjórinn meiddist ekki. Á Laugavegi í Reykjavík ók bíll á gamlan mann og fótbrotn- aði hann ofan við öklann. »Island€ d 10 aura! Nasistarnir ganga um og bjóða föðurland sitt fyrir 10 aura, og hafa þannig undirboðið kollega sína, landhelgisnjósnarana, úr Sjálfstæðisflokknum, því vafa- laust hafa þeir fengið meira fyr- ir að selja föðurland sitt. Mun- urinn er bara sá, að það sem nasistarnir selja er svikið. Göring slökkviliðsmaður ! ! ! í fregnum um leikhúsbrunann í Berlín, nú fyrir stuttu, er sagt að Göring hafi gengið rösklega fram sem slökkviliðsmaður. Heimurinn brosti — —. Skyldi hann hafa verið eins duglegur og 1933, þegar hann kveikti í rikisþinghúsinu? Námuverkamenn í Suður-Wales í Englandi hafa ákveðið að hefja verkfall um næstu mánaðamót til þess að krefjast fullkominnar viðurkenn- ingar á félagssamtökum sínum. Haglél gerði i Reykjavík svo gránaði á götum. Gætti élsins líka á Suð- urnesjum. Jón Guðmundsson hótelhaldari á Hótel Akureyri, lést á fimtudaginn 13. þ. m. eftir langa legu. Snnnanblttðin segja frá því, að Ingólfur Jónsson lögfr. hafi verið skipaður af stjórninni til að rannsaka fjárreiður Vestmannaeyjabaejar, én eins og kunnugt er hefir óstjórn íhaldsins þar haft óvenju- lega fjármálaspillingu í för með sér. Þorsktaflinn á öllu landinu var 30. júní 25775 þús. tonn. Á undanförnum ár- um var aflinn á sama tíma: «935 47.264 «934 57.019 «933 63.771 Samskot eru hafin í Reykjavik til styrktar spánska lýðveldinu, sem á nú lít sitt að verja gegn innlendum og er- lendum andstæðingum þess, konungssinn- um og fasistum. Ægir tók 5 norsk síldveiðiskip i land- helgi austur við Langancs. Var farið með skipin til Húsavíkur og þau sektuð um 5o til 100 kr. hvert. Reykjavíkurbær er 150 ára næstkomandi þriðjudag. Fékk hann bæj- arréttindi 18. ágúst 1786: Nýkomið: Hafragrjón, Maismjöl, Hrísmjöl, Kumen, Sago, Matbaunir, Sódi, Sukkat °- "■ Pöntunarfélagið. UFSI 1 — 2 þúsund mál af ufsa óskast keypt. Þeir snurpuskipaeigend ur, eða aðrir, sem vilja selja ufsa, ættu að leita upplýsinga og semja við mig sem allra fyrst. Mfög hálf verð! Þorsteinn B. Loílssn, BAKKA - SIGLUFIRÐI. Bursíavörur: Húsmæður! Styrkið gott málefni og kaupið Burstavörur frá Blindravinafélagi íslands, Reykjavik. Alh. ALLAR tegundir stimplaðar með: BLINDRA IÐN. Valgarður Stefánsson. Umboðssala — Heildsala Akureyri. Sundhúfur Ábyrgðarm.: Þóroddur Guðmundsson. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.