Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 15.08.1936, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 15.08.1936, Blaðsíða 3
3 VERKAMAÐU RINN - .i á . ..■ . ■ ■ IIPIIM. »Enginn verkamaður mundi skilja pað, ef samfylkingarhugmyndin væri hér iðtin niður talla«. Largo Cab allero (foringi spanska alÞýðuflokksins). Eins og flestum mun kunnugt, eru starfandi tvö alþjóðleg sam- bönd verklýðsfélaga: Amsteriiam- sambandið svokallaða, sem er sam- band hinna socialdemokratisku verklýðsfélaga, og telur um 13*/2 railjón meðlima — og Rauða alpjóða- sambandið — samband hinna rót- tæku verklýðsfélaga, með verk- lýðsfélagasamband Sovétrikjanna í broddi fylkingar — sem telur nú 25—2ó miljónir meðlima. Rauða alþjóðasambandið heflr gert margitrekaðar tilraunir til samstarfs með verkalýðnum í Amsterdamsambandinu, en þær tilraunir hafa alla jafna strandað á harðvítugri mótspyrnu hinna afturhaldssörnustu foringja Am- sterdamsambandsins, þar til verkalýður þess í einstökum Iönd- um (Frakkland, Spánn o. fl.) hefir tekið íil sinna ráða og gert samfylkinguna að veruleika — með þeim árangri, sem kunnur er orðinn. í hinni frægu ræðu, sem Dimitroff — á 7 þingi Alþjóðasam- bands kommúnista, í fyrra sum- ar — flutti um samfylkingu alls verkalýðs heimsins, markaði hann stetnu hinna róttæku verklýðs- félaga þannig: »Við berjumst hiklaust fyrir sameiningu verklýðsfélaganna i hverju landi, og á alþjóðlegan mælikvarða. Við berjumst fyrir sameinuðum verklýðssamböndum í hverri iðngrein, bæði innan hvers lands og alþjóðlega, og við stefnum að samfylktu einingar alþjóðasambandi verklýðsfélag- anna, sem starti á grundvelJi stéttabaráttunnar. Við viljum sam- einuð verklýðsfélög, vegna þess, að þau geta verið ein þýðingar- mestu vigin gegn sókn afturhalds- ins og fasismans. En sem úhjákvæmi- legt skilyrði setjum við petta: Barátta gegn auðvaldinu, barátta gegn fasismanum, og fullkomið lýðræði innan verklýðsfélaganna«. Innan Amsterdamsambandsins hefir undanfarið verið háð hörð barátta milii samfylkingaraflanna þar og hinna afturhaldssömustu foringja Sú barátta hefir leitt til þýðingar mikilla sigra fyrir sam- fylkingarhreyfinguna. í fyrstu bannaði stjórn alþjóðasambandsins einstökum samböndum sínum að hafa nokkurt samstarf með hinum byltingasinnuöu verklýðs- félagasamböndum. Síðan — þeg- ar þrýstingurinn að neðan óx — gaf hún einstökum samböndum Sjálfræði í þessum efnum. — Og nú hefir sjálft ping Amsterdamsambands- ins, sem haldið var í London 8. -li. júli s. 1., gert ákvörðun um að taka upp vfðtæka samninga, sem haft geta í tör með sér sameiningu verklýðslélag- anna um allan heim. Að vísu gekk það ekki þegj- andi og hljóðalaust. Fulltrúar norska verklýðsfélagasambands- ins, sem í vetur gekk í Amster- damsambandið, til þess að vinna þar að sameiningu alþjóðasam- bandanna, báru fram álýktun þess efnis, að leitað skyldi sam- vinnu við verklýðsfélög Sovét- ríkjanna og Rauða alþjóðasam- bandið. Fulltrúar Bretlands, Sviþjóðar, Hollands, Rúmeniu og nokkurra fleiri ríkja, risu enn öndverðir gegn samfylkingunni. En þá tóku skarplega til máls fulltrúar þeirra ríkja, sem þeg- ar hafa reynt hinn geysilega styrk samfylkingar verkalýðs- ins: »Enginn verkamaður mundi skilja það, ef samfylkingar- hugmyndin væri hér Idtin nið- ur falla«, sagði hinn glæsilegi foringi spánska verkalýðsins: Largo Caballero. Jafn ákveðið styðja fulltrúar Frakklands samfylking- una. Og staðreyndirnar frd rtkj- um samfylkingar verkalýðsins verða yfirsterkari afturhalds- anda uppþornaðra verklýðsfor- ingja, sem stara aftur i tim- ann, en ekki fram. — Braut- in til samfylkingar heimsverka- lýðsins, til sameiningar alþjóða- sambanda verklýðsjélaganna er opnuð. Inn á þá braut verður einnig islenski verkalýðurinn að snúa. Og við megum ekki lengur nein- um tima tapa. Nœsta þing Alþýðusambands Islands verður að marka sams- konar timamót i sögu íslensku verklýðshreyfingarinnar, eins og siðasta þing Amsterdam- sambandsins markaði alþjóða- hreyfingu verkalýðsins. Misskilningur. í siðasta »Alþýðum.« segir f grein um sjúkratrygginguna nýju, að kommúnistar hafi sýnt lodd- arahátt, þ.e. hafi óhreinan skjöld í sambandi við það mál. Að þessu sinni skal aðeins tekið fram, að við erum sammála »Alþýðum.« um óheilindi og brögð íhaldsins, sem vill alþýðn- tryggingarnar feigar og fresta framkvæmd þeirra' í því augna- miði. Að hinu leytinu viljum við breyta sjúkratryggingunum og al- þýðutryggingunum yfirleitt þann- ig, að alt alþýðufólk, hversu fá- tækt sem það er, geti orðið þeirra aðnjótandi. Að öllum slikum sanngjörnum og skynsamlegum breytingum viljum við vinna og tökum höndum saman við hvern þann sem í einlægni vill vinna að slikum breytingum. f næstu tölubl. Verkamanns- ins munum við skýra nánar að- stöðu okkar og tillögur um breytingar á lögunum um sjúkra- tryggingar o. fl. í því sambandi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.