Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 25.08.1936, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 25.08.1936, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Sundmót fyrir Norðlendingaf jórðung fór fram i sundlaug bæjarins dagana 16. og 23. þ. m. Þátttakendur voru skráðir 21 frá 3 félögum, öllum hér í bæn- um. En er til kom féll niður þátttaka allmargra þeirra, sem skráðir voru, svo að undir engum lið, nema boðsundinu, voru allir keppendur mættir, og einn liður: 50 m. sund kvenna, féll alveg niður. Er slíkt mjög vítavert og og niðursoðnir, og 60 aura vöru- tolli pr. 10 kg. (á nýjum ávöxt- um er enginn verðtollur). — Á hljóðfærum allskonar öðrum en grammofónum og plötum, er l9°/» verðtollur, 25% viðskitta- gjald og 60 aura vörutollur pr. 10 kg. Er þannig t.d. 23% hærra viðskiftagjald á fiðlubogum en á byssustingjum II — Á bifreiða- keðjum og eldspítum er nákvæm- lega sami tollur og á fallbyssum og byssustingjum. — Á leirvarn- ingi allskonar öðrum en skraut- vörum, er 3% hærra viðskifta- gjald en á fallbyssum og byssu- stingjum. — Á skófatnaði úr striga með gúmmísólum er 19% verðtollur, 10% viðskiftagjald og kr. 1.80 vörutollur pr. 10 kgf — Á gimsteinum, sem aðrir hafa ekki ráð á að kaupa en efnað fólk, er t. d. aftur á móti aðeins 2% viðskiftagjald. Hin vinnandi alþýða fordæmir harðlega núverandi stefnu stjórn arinnar í tolla- og skattamálun- um og krefst gagngerðra, rót- tækra breytinga á því sviði. Og stjórnin má vissulega eiga vísan stuðniqg alþýðunnar til þess að koma slíkum breytingum í fram- kvæmd. En hitt er aftur á móti jafnaugljóst, að haldi stjórnin á- fram á sömu braut í tolla- og skattamálunum, þá viðheldur hún og eykur möguleika íhalds- ins til þess að styrkja aðstöðu sina og hrifsa til sin völdin. ber ekki vott um þá reglusemi, er íþróttafólki sæmir, hvorki hjá þeim, er láta skrá sig og mæta svo eigi til þátttöku, eða hjá stjórn mótsins, er lætur selja við innganginn leikskrá, sem augna- bliki síðar ekki stenst, varla í nokkrum lið. Axel Kristjánsson, varaformaður íþróttaráðs Akureyrar setti mótið með ræðu. Fór bann allmörgnm orðum um það, réttilega, hversu nytsamt væri heilbrigði manna sund og sólböð, asamt öðrum í- þróttum, og hversu aðstaðan, frá náttúrunnar hendi, væri bér á- gæt til slíkra hluta: Heita vatnið frá iðrum jarðar í laugina. Grasi- gróið gilið til sólbaða. »Og á völlunum liérna sunnan við«, sagði Axel og benti suður á ið- græn túnin, »eru skipulagðir í- þróttavellir«. Það er að vísu gott, hversu náttúran er Akureyringum hlið- holl, í þessu efni. En ekki ætti bæjarfélagið þess vegna að láta sitt að mestu leyti eftir liggja, til að bæta íbúunum skilyrðin til sundiðkana og sólbaða, og æsku- lýðnum til hverskonar líkams- menningar. Þvi það er sem sé ekki nóg þó sóbn skíni niður i gilið, og »iþróttavellirnir skipu- lagðir«, þarna suður á túnunum, á meðan ekkert nothæft sólbyrgi er við laugina, enginn sæmilegur íþróttavöllur í bænum og ekkert íþróttahús, sem með minsta rétti geti heitið því nafni. — Er mik- ið verkefni fyrir Axel og fylgis- menn hans í bæjarstjórn Akur- eyrar, að ráða hér bót á, ef hug- ur fylgir máli. Úrslit sundkeppninnar urðu sem nú skal greina: 100 m. sund karla, Irjáls aðferð: 1. Jóhannes Snorrason (K. A.) 1 mín. 13.2 sek. 2. Magnús Guð- mundsson (Þór) 1 min. 13.4 sek. 3. Helgi Schiöth (K. A.) 1 min. 20.2 sek. 100 m. sund drengja, Irjkls aðlerð: 1. Jónas Einarsson (K. A.) 1 min. 16 0 sek. 2. Páll E. Jónsson (K. A.) 1 mín. 21.0 sek. 3. Vil- hjálmur Aðalsteinsson (Þór) 1 mín. 29.6 sek. Boðsund 4x50 m. Tvær sveitir keptu frá hvoru félagi: ^Þór* og K. A. og vann A-sveit K. A. með 2 mín. 14.8 sek. A-sveit Pórs var 2 min. 16 2 sek. B-sveit sama félags var 2 mín. 29.4 sek., en B-sveit K. A. 2 mín. 34 0 sek. 50 m. sund drengja, frjáls aðlerð: Páll E. Jónsson (K. A ) og Vil- hjálmur Aðalsteinsson (Pór) urðu jafnir að marki á 35 sek. Jóhann Kristinsson (Pór) var 37,2 sek. 200 metra bringusund karla: 1. Kári Sigurjónsson (Pór) 3 mín. 25,2 sek. 2. Helgi Schiöth (K. A) 3 mín. 27 sek. 3. Hjalti Guðmundsson (K. A.) 3 mfn. 41.0 sek. 400 m. sund karla, frjáls aðlerð: 1. Magnús Guðmundsson (Pór) 6 mín. 38.2 sek. 2. Kári Sigur- jónsson (Þór) 7 mín. 15.0 sek. 3. Páll E. Jónsson (K. A ) 7 mín. 15.2 sek. Eins og áður er getið, féli nið- ur 100 m. sund kvenna, en Anna Snorradóttir, sem hlutskörpust var á því sundi s. 1. ár, fékk að »reyna sig við sjálfa sig« og synti nú vegalengdina á 1 mín. 27.8 sek., í stað 1 mín. 32.2 sek. í fyrra. Er timi hennar nú >/io sek. ofan við Islandsmet í þessu sund. Að öðru leyti verður ekki sagt, að nein sérlega glæsileg afrek hafi verið unnin á móti þessu — enda er það ekki mest um vert. Áðalatriðið er hitt, að hér eru mjög vel syndir menn (auðvitað miklu fleiri en þátt tóku í mót,- inu), sem sumir hverjir bera á likama sinum glögg merki þess- arar hollustu, sem skynsamlega stundaðar sundæfingar veita

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.