Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 25.08.1936, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.08.1936, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN langt míl um efni, sem ekki sé þess yirði!! Aumingja Jónas! Aumingja Eydal! Og svo álítur vesalings ritstj. i þokkabót að hinn raunverulegi kjami þessarar togstreitu hafi verið deilan um verkstjórn! En skyldi Jónas ekki hafa aðra skoðun á þvi?! Siðustu Iréttir frá Spáni og í sambandi við Spán. Spánska stjórnin hefir mót- mælt því að nokkur loftárás hafi verið gerð á Madrid í gærmorgun og segir að loftárás bafi hinsvegar verið gerð á þorp, sem er 15 km. frá Madrid. Sjö liðsforingjar upp- reistarmanna hafa verið dæmdir og teknir af Hfi i San Sebastian. Samband frönsku verklýðsfé- laganna hélt í gær fjölmennan fund í Lille. Voru þátttakendur um 100 þús. Leiðtogar verklýðs- samtakanna sögðu þar, að það gæti ekki komið til mála, að franski verkalýðurinn gæti verið hlutlaus í baráttu þeirri, sem framsóknaröfl nútimans heyja nú á Spáni gegn afturhaldsöflum for- tiðarinnar. Þýska stjórnin tilkynti í morg- un að herskyldutíminn yrði lengdur um 2 ár. F*ýsk blöð hafa birt ávörp frá spænskum fasistum til þýskra fasista um að styðja uppreistina á Spáni. Lenging her- skyldutímans og birting þessara áskorana frá spænsku uppreistar- mönnunum stingur ali tilfinnan- lega i stúf við yfirlýsingu Hitlers- stjórnarinnar um bann á útflutn- ingi hergagna til spænsku upp- reistarmannanna og ber Ijóslega vott um að lítil alvara fylgir því banni. Karfavelðarnar, Ákveðið hefir verið að 17 togarar stundi karfaveiðar í haust. Leggja 6 þeirra upp afia sinn f ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði, sem greiða kr. 5,30 tyrir málið af karfanum komið f þró. Er líklegt að um I500 manns fái atvinnu i haust vegna þessara karfaveiða. Þýskir fasistar undirbjuggu fasistauppreistina á Spáni. »Manchester Guardian« skrifar um þátttöku nazistanna i undir- búningi fasistauppreistarinnar á Spáni — þátttaka, sem er nú fullkomlega sönnuð með skjölum, sem hafa fundist í Barcelona — eftirfarandi: »F*að, sem nazista- skipuleggjendur undirbjuggu á Spáni, undirbúa þeir vitanlega í öllum öðrum löndum, um leið og tækifæri geíst. Það er grund- vallarregla í utanrikismáiapólitík þeirra að blanda sér eins mikið og mögulegt er í ínnanríkismál ann- ara landa«. Þórbergur Þórðarion dvelur nú í Danmörku. Hefir hann flutt þar nokkra fyrirlestra á esperanto um íslenskar bókmentir, Sovét-Rússland o. fl. Ennfremur hefir hann sýnt skuggamyndir frá íslandi og lofað áheyrendunum að heyra nokkur íslensk lög af grammofónplötum. Hafa textar laganna verið þýddir á esperanto og útbýtt meðal áheyrenda. Auk þess sem Rórbergur hefir flutt fyrirlestrana hefir hann starfað við esperantokenslu ásamt próf. Collinson, Englandi, dr. Edmond Privat, Genf próf. W. Rerendsohn, Pýskalandi o. fl., sem hafa kent esperanto á nokkrum námskeiðum, sem haldin hafa verið á tímabilinu frá 3. maí til 31. júlí. Kosningasigur kommúnista i Kanada. Winnipeg, 8. 8. (NP). Ritari kommúnistaflokksins í Manitoba-fylki, James Litterick, hefir í annari kosningaumferð- inni fengið 7971 atkv. og hefir þar með sigrað frambjóðanda f- haldsins, sem fékk aðeins 7250 atkv. Litterick er fyrsti komm- únistinn, sem er kosinn á fylkis- þing f Kanada. í mörgum öðrum bæjum í Kanada hefir náðst samkomulag á milli Co.operative Common- wealth Federation, Alþýðuflokks- ins og kommúnistaflokksins, um að frambjóðendur þessara flokka heyi ekki baráttu hver gegn öðr- um. Alþýðufylkingarhreyfingin vinnur á þrátt fyrir andstöðu ýmsra endurbótasinnaðra for- ingja Alpýðan f Mexiko með spænska lýðveldinu. I Mexiko, höfuðborg Mexiko- ríkis, hafa stúdentarnir ákveðið að mynda sjálfboðaliðssveit and- fasista, sem síðan á að senda til Spánar til þess að beijast með hersveitum alþýðufylkingarinnar. Á afarfjölmennum fundi í Mexi- ko var samþykt að mynda mexi- kanska alþýðufylkingu. Enn- fremur samþykti fundurinn á- skorun til rikisstjórnarinnar um að vísa öllum spænskum, þýsk- um og ítölskum fasistum tafar- laust úr Mexiko. Mateno, blað frjilslyndra fslenskra esperantista, 5. tölublað, er nýkomið út. 1 þessu b!aði er m. a. stutt æfiágrip Maxim Gorki. Æfingar fyrir byrjendur o fi. o. fl. fae t hjá J'.kob Árnasyni Eiðs- val!?(JÖtu 20. „Sýn mér trú þina af verkun- «««*»“ heitir hin nýja bók Gunnars Bene- dikfsoort'r, sem allir viija lesa. Bókin kostar 2,5o, Uavíð Stefánsson hefir gefið út nýja Ijóðabók, sem hann nefnir Að norðan. Mun margan fýsa að lesa þessi r.ýiustu kvaeði Davíðs. Bifrelð brennur Á laugardags- kvöldið brann á Sigluflrði bifreiðin E. 81, eign Ásgrítrs Garibaldasonar. Framhald af greininni um Sjúkra- tryggingarnar, er birtist í sfðasta tbl. ketnur í næsta tbl. * Arni finðmundsson, læknir hefir beðið blaöið að geta þess að hann komi heim úr sumarfríi og byrji að taka á móti sjúklingum n k. fimtudag íbúð (uppi). Abyrgðarm.: Þóroddur Guftmundsson. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. óskast (tvær stofur og eldhús). Upplýsingar í Gránufélagsgötu 7.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.