Verkamaðurinn - 26.09.1936, Blaðsíða 1
vERKftmnÐURinn
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XVIV. árg.
Akureyri, laugardaginn 26. september 1936.
77. tbl.
Heilsiispillandi íbúðir
verða að hverfa og nýjar og góðar
að koma í staðinn.
Skortur á viðunandi húsnæði er
éitt af þeim viðfangsefnum og
vandamálum, sem aldrei verður
ráðið fram úr á þann hátt, sem
æskilegt er, meðan þjóðskipulag
auðvaldsins lifir og ræður lögum
og lofum, þó mörgu megi breyta
til bóta á þessu sviði, án þess að
bylta þjóðfélaginu. Rúmgóð, björt
og hlý húsakynni eru þó engu að
síður nauðsynleg en næg og holl
fæða, en þegar skortur er tilfinn-
anlegur á hvorutveggja hjá meg-
inhluta þjóðarinnar, er augljóst
hverjar afleiðingarnar verða.
Hér á Akureyri búa fjöldamarg-
ar fjölskyldur í húsakynnum, sem
eru í raun og veru langt frá því
að vera hæfar til að búa í. íbúð-
irnar eru yfirleitt bæði þröngar,
illa upphitaðar og loftræsting þá
venjulegast mjög bágborin um
leið, og í mörgum íbúðunum er
tilfinnanlegur raki. En allir þessir
ókostir eru að dómi heilbrigði-
fræðinga mjög hættulegir. Börn
og unglingar, sem alast upp í slík-
um íbúðum, verða þó sérstaklega
hart úti.
Eftirlit af hálfu hins opinbera
með því að ekki sé búið í allra
verstu íbúðunum, virðist vera afar
slælegt og litlar ráðstafanir gerð-
ar til þess að tryggja „innflytjend-
um“ þjóðfélagsins sæmileg húsa-
kynni. Bygging íbúðarhúsa hér á
Akureyri samsvarar nú alls ekki
fólksfjölguninni í bænum, og jafn-
vel þó nýbyggingarnar væru
nægilega miklar til að veita þeim
yiðtöku, sem árlega bætast í hóp
bæjarbúa, væri slíkt hvergi nærrí
viðunandi, sökum þess, að gömlu
íbúðirnar ganga stöðugt úr sér.
Þegar þess er nú gætt, hvað
margar íbúðir hér í bænum eru ó-
hæfar til íbúðar, þá virðist það í
hæsta máta óverjandi að bæjar-
stjórnin skuli láta það viðgangast,
að heil hús, eins og t. d. Alaska og
París standi algjörlega eða að
mestu leyti tóm. Frá sjónarmiði
alþýðunnar og allra þeirra, sem
virkilega bera hagsmuni þjóðar-
heildarinnar fyrir brjósti, er það
líka óverjandi að ýmsir menn,
sem hafa grætt stórfé á vinnu ann-
ara, skuíi hafa heilar hallir til um-
ráða fyrir aðeins eina fjölskyldu
hver, á sama tíma og margar
verkamannafjölskyldur samtals
verða að hýrast í jafnstóru hús-
næði, og jafnframt þó að öllu leyti
lakari húsakynnum.
Þetta ástand í húsnæðismálun-
um er algjörlega óþolandi og
„háttvirtir kjósendur“ munu fyr
eða síðar knýja fram með samtök-
um sínum gagngerðar breytingar
á þessu sviði.
Vaxandi velmegun í Sivél-Lýðvelduim.
Batnandi kjör verkalýðsins i
Sovét eru bundin þrem þýðingar-
miklum atriðum:
1. Hækkandi vinnulaun. 2.
Vöxtur landbúnaðarframleiðslunn-
ar, matvælaiðnaðarins, létta iðn-
aðrins og umsetningarinnar. 3.
lækkun vöruverðsins.
Meðallaun verkamanna innan
þungaiðnaðarins hafa hækkað pro-
sentvís ár frá ári, samkvæmt því,
sem eftirfarandi tafla sýnir:
1933: 10% hækkun frá árinu áður
1934: 16% ------
1935: 25.9% ------
1. ársfj. 1936: 21.6% hækkun frá
árinu áður.
Meðaltal vinnulaunanna fyrsta
ársfjórðung 1936 er 86% hærra en
meðaltal vinnulaunanna 1932.
Umsetningin á vörum til per-
,
sonulegra þarfa var í fyrra að
verðmæti 80000 miljónir rúblna,
en í ár á hún að verða yfir 100000
milj. rúblna, þ. e. a. s. aukast um
24%, og umsetning fyrstu sex
mánaða ársins sýnir ótvírætt, að
hún muni verða meiri en áætlað
er. Svo ör vöxtur neyslunnar er
bezta sönnunin fyrir hraðvaxandi
velmegun Sovét-alþýðunnar, enda
gerir áætlunin fyrir í ár ráð fyrir
tvöfaldri neysluaukningu sykurs,
miðað við í fyrra, smjörneyslan
vaxi um 57%, kjötneyslan um 34%
og neyslan á brauðvörum um 33%,
miðað við í fyrra.
í fyrra féll verðið á landafurð-
um að meðaltali um 25—30%, mið-
að við verðlag 1934 og fyrsta árs-
fjórðunginn í ár nemur lækkunin
32% miðað við í fyrra.