Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 26.09.1936, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 26.09.1936, Blaðsíða 3
3 Minsk fór Olberg 1935 lil borgarinnar Gorki þar sem hann setti sig í samband við Trotzkysinna og fékk atvinnu við upp- eldisstofnunina, og þar bjó hann til áætlun um það hvernig Stalin skyldi sýnt bana- tilræði. Seinna kom bróðir hans Paul, samkvæmt fyrirmæium Tukalevskys, til þess að að- stoða Valentin. Paul var verkfræðingur og þessvegna var auðveldara fyrir hann að komast þangað. Hann kom þangað undir sínu eigin nafni og gat í lögiegan hátt dvalið í Moskva og hafði jafnframt sambönd við Oestapo. Síðast þegar Sedov hitti Olberg hafðl hann sagt honum að ef hann yrði hánd- tekinn, mætti hann undir engum kringum- stæðum viðurkenna að hann starfaði i samráði við Trofzkysinnana og umfram alt að þegja yfir hlutverki Trotzkys. Vysjinsky spyr nú Olberg, sem viður- kennir að hann hafi haft sambönd við Gestapo og að það hafi átt að framkvæma morðtilraun 1936. Sú áætlun varð samt aldrei framkvæmd vegna þess að Olberg var tekinn fastur.j Fyrir milligöngu Slomowitz í Berlín fékk Olberg tilkynningu frá Sedov, sem hljóðaði orðrétt þannig: »Oamli vinur okkar væntir þess að heiðursbréfsstarfið verði leyst af hendi 1 ma!!« Vysjinsky: Hvaðáttihann við með því? Olberg: Að Stalin skyldi myrðast! Vysjinsky: Og hver er gamli vinur okkar? Olberg: Pað er Trotzky! Berman-Jurin játar við yfirheyrsiuna að hann hafi, samkvæmt áskorun frá Trotzky, farið til Moskva til þess að skipuleggja ofbeldisverk. Hann hafði sjálfur hitt Trot- zky í Kaupmannahöfn í nóvember 1932. Trolzky skýrði þá frá því að það yrði að eyðileggja Stalin líkamlega. Til þess að framkvæma þetta þyrfti menn, sem væru reiðubúnir til alls og sem væru reiðubúnir til að fórna sér fyrir þetta sögulega hlut- verk! Næsta dag hélt samtal okkar áfram og eg spurði hann þá, hvernig hægt væri að samrýma einstaklingsofbeldi og marxlsma. Pví svaraði Trotzky m. a. þannig: »Mað- ur getur ekki rætt um þetta frá kreddu- kenningarlegu sjónarmiði. í Sovét-Lýð- veldunum hefir myndast ástand, sem Marx gat ekki «éð fyrir Trotzky skýrði enntremur frá þvf að auk Stalins yrði líka að myrða Kagano- vitsj og Vorosjilov. Hann raeddi líka um það ástand, sem myndi skapast ef inn- rásarstrið yrði, og útskýrði ýtarlega hvað þá þyrfti að gera. Hann hélt því fram að við skyldum ganga inn í Rauða hérinn en ekki til að verja Sovét-Lýðveldin. Áður en við skyldum sagði Trotzky að eg skyidi undirbúa för mína til Moskva og þar sem eg hafði sambönd við Komln- tern áttl eg að haguýta mér þá aðstöðu til að undirbúa hryðjuverk. Trotzky sagði VERKAMAÐURINN — að morðtilraunin yrði, ef mögulegt væri, að framkvæmast á fundi framkvæmda- nefndar Alþjóðasambands kommúnista eða á þingi þess, til þess að skotið á Stalin hljómaði á fjölmennum fundi. Það átti nefnilega að bergmáia langt út fyrir landa- mæri Sovét-Lýðveldanna og vekja volduga fjöldahreyfingu um allan heim. Hann sagði, að eg skyldi ekki afla mér neinna sambanda í Moskva heldur skyldi eg fram- kvæma morðtilraunina sjálfur .... Morðið ðtli að framkvæma á 7. heimsiiinginii Pegar Berman-Jurin kom til Moskva hitti hann Trotzkysinnann Fritz David, og urðu þeir ásáttir um að framkvæma morð- tilraunina á 13. fundi framkvæmdanefndar Alþjóðasambands kommúnista, en David tókst ekki að útvega sér aðgöngukort að því. Var morðtilrauninni nú frestað til 7. heimsþingsins, en síðar skýrði David frá því, að hann gæti aðeins útvegað aðgöngu- kort fyrir sjálfan sig. Pað varð því að samkomulagi, að David skyldi framkvæma morðtilraunina, en þegar þeir hittust aftur 2 dögum síðar, skýrði hann frá þvi, að það væri setið svo þétt í kringum hann, að ómögulegt væri fyrir slg að skjóta á Stalin. David skýrði síðar frá því að agent frá Sedov og Trolzky hefði heimsótt sig og spurt hversvegna morðtilraunin hefði ekki verið framkvæmd. David var nú falið að reyna að nota etnhvern annan til að framkvæma árásina, þar sem það varð skilyrðislaust að myrða Stalin sem fyrst. í mai 1936 kom þýskur maður, sam- kvæmt fyrirmælum Trotzky, til David og talaði mjög höstuglega við hann, og krafð- ist að það yrði að nota hvert tækifæri sem gæfist til að myrða Stalin. 1 mailok 1936 var Berman-Jurin handtekinn Og varð því ekkert af þessu ráðabruggi. Föstudagsyfirheyrslan. Um morguninn 21. ágúst var byrjað að yfirheyra Holzmann, sem hafði sömu að- ferð og Smirnov. Hann reynir m. a. að neita þvi að hann hafi verið meðlimur Trotzkysinnafélagsskaparins. — Holzmann hafði »af tilviljun< hitt Smirnov á götu og »af tilviljun< heimsótt hann í bústað móður hans, en Holzmann vissi ekki að Smirnov væri leiðtogi Trotzkysinnanna. Við yflrheyrsluna sfðar viðurkennir Holzmann samt sem áður að hann hafi leyst þýðingarmikil hlutverk af 'hendi í hinum ofbeldissinnaða félagsskap Trofzky- sinnanna og að hann hagnýtti sér ferð i þágu hins opinbera 1932 til útlanda til að gefa Trotzky skýrslu. Seinna hitti hann Trotzky í Kaupmannahöfn, þar sem hann fékk fyrirskipanir um ofbeldissinnaða starf- ið, fyrst og fremst um að Stalin yrði rutt úr vegi. N. Lnrie játaði einnig að bafa starfað með Trotzkysinnunum og stofnað sambönd við Oestapo, fyrir milllgöngu þýska lög- regluerindrekans Franz [Weiz, sem kom sem verkfræðingur til Sovét-Lýðveldanna og var sérstaklega bandgenginn Himmler, núverandi æðsta yfirmanni Oestapo. Pessi Weiz hafði látið Lurle hafa ákveðnar fyrir- skipanir og leiðbeiningar um að myrða Stalin, Vorosjllov, Kaganovitsj, Ord«jon% kidse og Sjdanov. Um fleiri mánaða tfma hafði Lurie, ásamt erindrekq .Oestapo, Weiz, og öðrum Trotzkyslnnum leltað eftir einu eða öðru tækifæri til að myrða einhvern af ofannefndum mönnum. Pað var einnig ætlun Luries, að reyna að myrða Vorosjilov einhverntima þegar hann væri á ferðalagi. „R é ( f u r‘% 3. og 4. hefti, er nýlega kominn’. út. Er þar framhald af grein Ein- ars Olgeirssonar: Gjaldþrot ís- lenska auðvaldsins og lokaþáttur Jónasar frá Hriflu. Fjallar þessi kafli greinarinnat um sjálfstæði íslands og svif^r Einar þar óþyrmilega hræsnis- grímunni af landráðagæðingum hins svokallaða „Sjálfstæðis- flokks“. Næst er ýtarleg grein um Spán, eftir ungverska prófessorinn og hagfræðinginn E. Varga. Ennfremur Víðsjá (eftir Björn Franzson og saga eftir Egon Ervin Kisch, sem er útlægur úr föður- landi sínu Þýskalandi. LESIÐ „RÉTT.“ KAUPIÐ „RÉTT.“ Kosningarnar í Svípji. Nánari fregnir eru nú komnar af kosningunum í Svíþjóð. Sósíalde- mokratar hlutu 1.336.554 atkv.,, Kommúnistaflokkurinn 96.223 at- kvæði (bætti við sig 22 þús. atkv.) Sósíalistaflokkurinn fékk 127.640 atkv. (tapaði 5 þús. atkv.). Báðir hægri flokkarnir hlutu 511.467 at- kvæði og 44 þingsæti (töpuðu 74: þús. atkv. og 11 þingsætum). — Bændasambandið fékk 36 þing- menn og þjóðflokkurinn 27. Naz- istar, sem áður höfðu 3 þingmenn, töpuðu þeim öllum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.