Verkamaðurinn - 05.12.1936, Page 3
VERKAMAÐURINN
3
Saraningurinn
vií Krisfneshæii.
Hér fer á eftir samningur sé,
er starfsstúlknafélagið »Sókn«
hefir gert við Kristneshæli, um
kjör starfsstúlkna þar:
>Starfsstúlknafélagið »Sókn«,
Akureyri, og yfirlæknir og ráðs-
maður Kristneshælis f. h. hælisins,
hafa i dag gert með sér svohljóð-
andi samning um launakjör
starfsstúlkna, sem vinna algenga
vinnu í nefndu heilsuhæli:
1. grein: Hámarks almenns
vinnutíma skal vera 11 stundir
á dag eða 66 stundir á viku, þar
i innifaldir 2 stundarfjórðungar
til kaffidrykkju á dag.
2. gr: Lágmarkskaup skal vera
sem hér segir: á tímabilinu frá
1. nóv. 1936 til 1. apríl 1937, kr.
50.00 á mánuði, og skal það greitt
í lok hvers mánaðar.
Eftirvinnu skal ekki vinna
nema í brýnustu nauðsyn, en
það telst eftirvinna, sem unnin
er fram yfir 11 stundir á dag.
Má slík vinna ekki fara fram úr
til hjálpar svo að sem flest fólk
geti notað sér völlinn að fullu og
haft af honum sem mest gagn
og gaman Tilkostnaður myndi
verða tiltölulega litill, og vel þess
vert að þessu verði hrundið í
framkvæmd sem allra fyrst. Þetta
er eitt af þeim mörgu menning-
armálum, sem þarfnast skjótrar
úrlausnar, þvi það er nógu ilt að
höfuðstaður Norðurlands skuli
ekki hafa neitt íþróttahús til um-
ráða, og þvi meiri þörf að útbúa
skautavöll, svo æskulýðurinn geti
notið einhterrar hollrar íþróttar.
Unga fólkið er þegar farið að
hlakka til skautavallarins, og
væntir þess að þessum áhuga-
sömu íþróttamönnum verði nú
strax veitt lið til þess að völlur-
inn verði nothæfur nú á næstu
dögum. N.
1 stund á dag, og skal hún greidd
með kr. 1 00 á klukkustund.
Hafi einhver stúlka ákveðnum
skyldustörfum að gegna, sem
hún er sérstaklega ráðin til, en
hún lýkur ekki á tilskyldum tíma,
þá greiðist henni ekki eftirvinnu-
kaup fyrir þá vinnu.
Þær stúlkur, sem kunna að
hafa hærra kaup en samningur
þessi inniheldur, haldi því.
3. grein: Auk ofannefndra
launa, skulu þær stúlkur, sem
hér um ræðir, fá ókeypis fæði,
húsnæði, ljós og hita. Einnig
skulu þær fá nauðsynleg vinnu-
föt ókeypis, að skóm, sokkum og
nærfötum undanskildum, Allar
stúlkur hafi ókeypis rúmfatnað,
handklæði, þvotta, strauningu og
nauðsynlega hreinlætisvöru, eins
og t. d. sápu.
4. grein: Stúlkur, sem unnið
hafa í ofannefndu sjúkrahúsi eða
í þvottahúsi þess 3 mánuði eða
lengur, skulu teljast »fa$tafólk«,
og njóti þær eftirtaldra blunninda:
Pær, sem unnið hafa 6 mán-
uði eða lengur, og verða frá
starfi vegna veikinda, fái fult
kaup (þar með talið fæði og
húsnæði) i IV2 mánuð. Sömu-
leiðis fría læknishjálp, meðul og
sjúkrahúsvist fyrir sama tíma,
sem hægt er að veita á hælinu.
Þær, sem unnið hafa skemur
en 6 mánuði og lengur en 3
mánuði, fái öll sömu hlunnindi
i 1 mánuð.
5. grein: Uppsagnarfrestur af
hálfu beggja aðila skal vera IV2
mánuður fyrir stúlkur, sem telj-
ast »fastafólk«, ef ekki er önnur
skrifleg ráðning til ákveðins tima.
6. grein: Meðlimir starfsstúlkna-
félagsins »Sókn«, sitji fyrir allri
vinnu hjá nefndu heilsuhæli,
enda sé félagið jafnan opið til
inngöngu fyrir stúlkur, sem upp-
fylla almenn inntökuskilyrði og
eiga engar sakir við félagið.
7. gr.: Einstaklingssamningar,
sem starfsstúlkur hælisins hafa
gert um kaup og innihalda lak-
ari kjör en samningur þessi inni-
heldur, falli úr gildi með samn-
ingi þessum.
Sá, sem alt veit.
Fyrir utan alt annað spaugllegt,
flytur »Alþýðum.« 1. des. siðastl.
kynduga klausu um sameiningu
verkamannafélaganna á Siglufirði.
I tilefni af þvi rausi leyfir
»Verkam.« sér að gera eftirfar-
andi fyrirspurnir til »Alþýðum.
1. Hvaðan hefir hann vitneskju
um það, að verkamennirnir l
verkamannafélaginu ^Þróttic, sem
ásamt öðrum félögum Alþýðu-
sambandsins á Siglufirði sendu
Alþýðusambandsþinginu ein-
dregna áskorun um að vinna að
einingu verkalýðsins — og sem
strax eftir Alþýðusambaudsþingið
— þrátt fyrir stefnu þess í sam-
fylkingamálunum — hafa lagt
drög að sameiningu félaganna —
séu samt sem áður á móti sam-
einingunni?
2. Hefir hann umboð »fulltrúa-
ráðsins« á Siglufirði og Alþýðu-
sambandsstjórnarinnar — sem
Erlingi var sparkað út úr — til
að lýsa því yfir, að þessir aðilar
„leyfl ekki“ sameiningu verka-
mannafélaganna á Siglufirði, þd
meðlimir þeirra eigin félags æskí
þess — og sameiningin sé fram-
kvæmd innan ramma þess?
3. Hvaða »inngönguskilyrði«
eru það i verkamannafélaginu
»Þrótti«, sem »Alþýðum.« er viss
um, að meiri hluti félagsbund-
inna verkamanna á Siglufirdi
»aldrei gengur inn á«?
Skýr svör óskast hið fyrsta.
8. gr.: Samningur þessi gildir
frá 1. nóv. 1936 til 1. apríl 1937.
Kristneshæli 30. nóv: 1936.
F.h. starfsstúlknafélagsins »Sókn«.
Sólborg Einarsdótlir. Sveinfrfður SveiosdótUr.
F.h. Kristneshælis.
Jónas Rafnar. Eirfkor 6. Brynjólfsson.
Vitundarvottar:
Jóhannes Eirfksson. Laufey Sölvadóttb.