Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 31.12.1937, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 31.12.1937, Blaðsíða 2
2 Tilkyiiniiig. Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignaskatt ber að skila framtalsskýrsium til skattanefnda fyrir lok JANÚAR- MÁNAÐAR ár hvert. Skattanefnd Akureyrar verður því til viðtais á skrifstofu bæjar- stjóra alla virka daga í Janúar næstkomandi frá kl. 8.30—9,30 síðdegis, og geta framteljendur á þeim tíma fengið aðstoð við útfyllingu framtalseyðublaðanna hjá henni. Framteljendur, sem aðstoðar beiðast, verða að hafa með sér nákvæma sundurliðun á eignum sínum og skuldum, lista yfir tekj- ur sínar á árinu 1937 og yfir gjöid þau, sem koma tii frádrátt- ar tekjunum, svo sem vexti af skuldum, skatta af fasteignum og opinber gjöld. Þeim, sem framtaisskyldir eru og eigi fá framtalseyðublöð send heim til sín, ber að vitja þeirra á skrifstofu bæjarstjóra. Einnig ber vinnuveitendum í bænum að vitja þangað'eyðublaða undir kaupgjaldsskýrslur. Akureyri, 28. des. 1937. Skattanefnd Akureyrar. Nýjársdag, kl. 5 og 9: »Pi erl mér all« (Du bist mein Glúck.) Þýzk tal- og söngmynd í 10 þáttum. — Aðalhlutverkið syngur og leikur frægasti tenorsöngvari heimsins: Benjamino Giglft ennfremur leikur _________Isa Mlrandc. Sunnudagskv. 2. jan., kl. 9: Svörtu auoufl. Frönsk tal- og hljómmynd í 10 þáttum. — Aðalhlut- verkin leika: Simóne Simón og Harry Baor. Alfadans og brennu beldur íþróffafélatftð „Þ6r“ á letk- velll NÍnuin að forfullulausu miðvikudagskv. 5. fan. n. k. ÁRAMÓTADANSLEIK heldur Rauða- Kross-Deild Akureyrar í Samkomuhúsi bæjarins á Nýjársnótt. Aðgöngumiðar kosta 3 kr. fyrir konur en 4 kr. fyrir karlmenn. Jólatrésfagnaður. Aureyrardeild ASV heldur jóla- trésfagnað fyrir verkamannabörn, í Verklýðshúsinu, mánudaginn 3. jan. fyrir börn innan 10 ára aldurs og þriðjudaginn 4. jan. fyrir böm eldri en 10 ára. Skemtunin hefst kl. 3 e. h. báða dagana. Verkamannabörn, sem óska að taka þátt í jólatrésfagnað- inum, verða að gefa sig fram og taka aðgöngumiða fyrirfram. — Börn í innbænum geta fengið að- göngumiða hjá frú Soffíu Lillien- dahl, Aðalstræti 17, fyrir næstk. sunnudagskvöld. Böm í útbænum vitji þeirra í Verklýðshúsið kl. 1—3 e. h. á sunnudaginn. VERKAMAÐURINN Bókafregnir. Jóliannes úr Kötlum: Hrímhvíta móðir. Söguljóð. Rvik 1937. Þetta er fimta ljóðabók Jóhann- esar úr Kötlum, sem hér kemur á bókamarkaðinn. Jóhannes er nú þegar orðinn svo ástsæll og dáður meðal íslenskrar alþýðu, að hverju nýju verki frá hans hendi er fagn- að af hverjum frjálslyndum manni. í þessa bók ssékir skáldið yrkisefni sitt úr frelsisbaráttu þjóðarinnar á liðnum öldum og alt fram á vora daga. Þar er að finna kvæði um hinar nafnlausu hetjur, er hefndu Jóns Arasonar, um fyrstu uppreisnina gegn ís- lensku höfðingjavaldi og um hina ógleymanlegu foringja úr sjálf- stæðisbaráttunni. Og Jóhannes lætur sér ekki nægja að kveða glæsilegum foringjum lof. Hann minnist einnig „þegna þagnarinn- ar“, sem lögðu þessum foringjum lið og háðu jafnframt baráttu sína við eldgos og ísalög. Um þetta alt kveður Jóhannes af þeirri snild, sem hiklaust tekur fram því, sem áður hefir birzt eft- ir hann. Form kvæðanna er létt og lipurt og svo fágað, að helzt mætti líkja við Þorstein Erlings- son. Öll er „Hrímhvíta móðir“ dýrlegur óður til frelsisins. Þang- að mun íslensk alþýða sækja þrek og þor til nýrrar sóknar og djarf- ari átaka í frelsisbaráttu þeirri, sem hún á framundan. — n — n Rauðir pennar III. Þegar rödd Rauðra penna fyrir rúmum tveimur árum barst til ís- lenskra alþýðulesenda og boðaði ný viðhorf, nýjan bókmentalegan viðburð, var, eins og kliður sam- fagnaðar og hrifningar bærist frá manni til manns. Voru draumar hinnar blundandi frelsis- og menningarþrár alþýðunnar að rætast? Voru Rauðir pennar að taka að sér að gera þá að veru- leika? Með útkomu þessa þriðja ársrits hafa Pennarnir svarað þessum spurningum jákvætt. Hvorugt hinna fyrri ársrita hefir náð eins miklu víðfeðmi að efnisvali, og

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.