Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 31.12.1937, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 31.12.1937, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN ,____________ Yegna vörukönminar verður sölubúð vor lokuð mánudaginn 3. janúar næstkomandi. Pöntunarfélagið. málaráðherra Hitlers, hafi verið sú, að dr. Schacht hafi skýrt naz- istaforustunni frá því að hann gæti ekki hafið baráttuna fyrir framkvæmd fjárhagsáætlunarinn- ar, fyr en hætt væri að veita fé til „starfsemi erlendis“, til að kaupa upp blöð og skipuleggja vopnaðar fasistasveitir álíka og munka- hettufélagsskapinn í Frakklandi. Það er fróðlegt að rifja upp ummæli nokkurra franskra blaða í október 1936. „Mola hershöfðingi sagði: Ég fullyrði, að við munum halda inn í Madrid eftir nokkra daga“. (Le Temps, 20. okt. 1936). „Fall Madrid er óumflýjanlegt“. (Le Temps, 22. okt. 1936). „Þjóðernissinnaherinn mun bráðlega opna hlið Madrid“. (Le Temps, 25. okt. 1936). „Madrid verður tekin í byrjun næstu viku“. (Le Temps, 31. okt. 1936). „Næstu nótt drekkum við kaffi í Madrid“. (Le Temps, 8. nóv. 1936). „Hersveitir þjóðernissinna hafa gengið inn í Madrid“.(Le Jour og Le Matin, 8. nóv. 1936). „Herforingjaráð Francos segir, að á morgun muni hin raunveru- lega taka Madrid fara fram“. (Paris-Medi, 9. nóv. 1936). „Það líða nú aðeins nokkrar klukkustundir uns höfuðborgin verður tekin“. (Le Jour, 11. nóv. 1936). í ræðu, sem Hitler hélt í Augs- burg (21. nóv. s.l.) komst hann m. a. svo að orði þegar hann var að reyna að verja nazistaeinræðið fyrir að ræna fólkið réttindum þess: „Vér höfum einnig gagnrýni, en hjá okkur gagnrýna yfirmenn- imir undirmennina en ekki undir- menn yfirmennina“. (Frankfurter Zeitung 23. nóv.). Ábyrgðarm.: Þóroddur Guðmundsson. Prentverk Odds Björnssonar. Kosningaleiðbeiningar. Skv. 6. gr. gildandi kosningalaga hafa þeir kosningarétt við bæjar- stjórnarkosningarnar 30. jan. n.k. sem eru 21 árs þegar kosningin fer fram, eru íslenskir ríkisborg- arar, hafa óflekkað mannorð og eru fjárráðir. Kjósandi neytir kosningaréttar síns í þeim kaup- stað þar sem hann var búsettur þegar gildandi kjörskrá var samin (í s.l. febr.). Á kjörskrá til bæjarstjórnar- kosninga skal taka: 1. Þá, sem fullnægja öllum skilyrðum 6. gr. laganna og voru þegar kjörskrá var samin, heimilisfastir í þeirri kjördeild, sem kjörskráin nær til. 2. Þá, sem eru 21 árs áður en kjörskráin gengur úr gildi. Þeir, sem eru staddir eða gera ráð fyrir að vera staddir utan þess kaupstaðar, þar sem þeir eru á kjörskrá, þá er kosning fer fram, geta greitt atkvæði hjá sýslu- manni, bæjarfógeta (lögmanni í Rvík) eða hreppstjóra. Barnastúkurnar »Sakleysið« og »Sam- úð« halda sameiginlega jólatrésskemmt- un fyrir meðlimi sína í Samkomuhúsinu sunnudaginn 2. janúar kl. 5 e. h. Félag- ar stúknanna eru beðnir að vitja að- göngumiða sinna í stúkustofuna í Skjald- borg sama dag, kl. 10—12 f. h. Þeir kosta ekkert, en þeir, sem eiga ógreidd ársfjórðúngsgjöld, greiði þau um leið. Það skal tekið fram að aðgöngumiðana verður að sækja á hinum tiltekna tíma. Mttkjélar fást í Pönfunarfélaginu Óskum öllum viðskiftavin- um vorum farsæls nýjárs með þökk fyrir viðskiftin á gamla árin. Pöntunarfélagið. Farsœlt nýtt ár! Þökkum viðskiftin undan- farið. Kaffibrennsla Akureyrar. Gleðilegt ár! Þakka viðskiftin á liðna árinu. Sigtr. fúllússon, rakari. Appollo- klúbburinn heldur d a n s 1 e i k í Verk1ýðshúsinu á GAMALÁRSKVÖLDkl. 10 e. h. Húsið skreytt. — Góð músik. — Veit- ingar seldar. Stjórnin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.