Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 04.01.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 04.01.1938, Blaðsíða 1
1 -l Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, þriðjudaginn 4. janúar 1938. j 1. tbl. Íhaldiklíkan ■ Fram- sókn notar völd sín í stjórn KEA til þess að ofsækja pólitiska and- stæðinga í nafni kaupfélagsins. Formaður Kommiiiiistaflokksins á Akasreyri, Steingrímur Aðalsteins- son, rekinn úr KEA. Alþýðan mnn svara þessum ofsóknum með því að herða baráttnna gegn aftnrbaldinu ftnnan og utan kaupfélagsins. S. 1. fimtudag barst Steingrími Aðalsteinssyni ettirfarandi biéí: »28. desember, 1937. Hr. bæjarfulltrúi Steingrímur Aðalsteinsson, Akureyri. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefir á fundi sínum í dag vikið yður úr félaginu fyrir sakir þær er 8. grein íélagssamþyktanna ræðir um. Þetta tilkynnist yður hérmeð. Fyrir hönd stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, Einar Árnason.« Skritaði Steingrímur form. K. E. A., Einari Árnasyni, sam- stundis eftirfarandi bréf: »Akureyri, 29. des. 1937. Hefi í dag meðtekið bréf yðar, dags. 28. des. s. 1., þar sem þér tilkynnið mér brottrekstur úr Kaupfélagi Eyfirðinga »fyrir sak- ir þær er 8. grein félagssamþykt- anna ræðir um«. Par sem eg viðurkenni ekki, að eg hati sýnt K. E. A. fjand- skap, eða á nokkurn hátt unnið gegn bagsmunum meðlima þess, óska eg hér með, að þér tilgrein- ið mér nákvæmlega í hverju er fólgið brot það, sem stjórn K. E. A. telur gefa ástæðu til og gera nauðsynlegt að mér sé vikið úr félaginu. Vænti heiðraðs svars yðar hið allra fyrsta. Steingrímur Aðalsteinsson. Til formanns Kaupfélags Eyfirðinga, Akureyri.« (Framh. á 2. síðu). Loitur Porsteinsson dáinn. Nýlátinn er í Reykjavík, úr lungnabólgu, Loftur Þorsteinsson, formaður Félags járniðnaðar- manna og meðlimur Miðstjórnar Kommúnistaflokks íslands. Loftur var afar áhugasamur um málefni stéttarbræðra sinna — enda trúnaðarmaður þeirra um mörg ár — og einn ötulasti starfs- maður Kommúnistaflokksins. Sameiginlegur listi verk- lýöstlokkðnna í Haínarlii Verklýðsflokkamir í Hafnarfirði hafa nú stilt í sameiningu einum lista við bæjarstjórnarkosningarn- ar og gert með sér málefnasamn- ing sem gildir næsta kjörtímabil bæjarstjórnar. 10. maðurinn á hin- um sameiginlega lista er frá Kommúnistaflokknum, en Komm- únistaflokkurinn hefir haft mjög lítið fylgi í Hafnarfirði og mun þessi sætaskipun vera gerð með tilliti til þess. SMisvasn nir í Reykia- vík stöövaöir í bili. Deila stendur nú yfir milli bíl- stjórafélagsins „Hreyfils“ og Strætisvagnafélagsins í Reykjavík. Hafa strætisvagnarnir verið stöðv- aðir. Deilan var óútkljáð síðast þegar blaðið vissi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.