Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 04.01.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 04.01.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN 14 itiöiinuni neitað ui inngöngu í „Akur“. Erlingi Friðjónssyni stilt upp sem 1. manni til að eyðileasja síðustu ítök Alþýöu- flokksins á Íhaldsklíkan í Framsókn . . . . (Framh. af 1. síðu). 8. grein íélagssamþykta K.G.A. sem stjórnin tilgreinir í bréfi sínu — er þannig orðrétt: »Félagsmaður getur sætt brott- rekstri úr félaginu fyrir þessar sakir: a. Ef hann verður ber að því, að spilla áliti félagsins eða vekja tortrygni hjá félags- mönnum. b. Ef hann telur télagsraenn á, að draga viðskifti sín frá félaginu. c. Ef hann er félagsmaður að yfirvarpi, en hefir mestöll viðskifti sín annarstaðar. d. Ef hann sýnir félaginu veru- leg vanskil. Nú ályktar stjórnin að félags- maður skuli rækur ger, og skal hún þá tilkynna honum það skrflega. Um félagslega ábyrgð hans og Stofnsjóðseign fer eftir því, sem mælt er tyrir í sam- þyktum þessum. Sá, er sætir brottrekstri, getur skotið máli sínu til næsta aðalfundar.« Þegar fregnin um þetta tiltæki stjórnar K.E.A. barst út um bæ- inn, vakti hún í senn undrun og viðbjóð almennings. Mönnum er að vísu kunnugt um ótta aft- urhaldsklíkunnar í Framsóknar- félaginu hér, við áhrif og vax- andi fylgi Kommúnistaflokksins hér í bæhum, undir forustu Steingríms Aðalsteinssonar, en að þessi afturhaldsklíka, sem hefir forustu K.E.A. á valdi sínu, mundi grípa til þeirra ráða að nota yfirráð sín í K.E.A. til að ofsækja, jafn áberandi, pólitíska andstæðinga, í nafni þess félags sem á að vera ópólitiskt, hefðu fæstir trúað, þó mönnum sé kunnugt um að ópólitíski svip- urinn á K.E.A. hefir orðið tor- kennilegri með hverju ári siðan Hallgr. Kristinsson lét af fram- kvæmdastjórastörfum félagsins 1918. Þessi ósvífna pólitíska ofsókn i nafni K. E. A. gegn næst á- Á aukaþingi Alþýðusambands- ins í haust var, eins og mönnum mun vera kunnugt, samþykt rót- tækari stefnuskrá en áður og að Alþýðuflokkurinn skyldi framveg- is starfa á grundvelli marxismans. Jafnframt var ákveðið að leggja afarmikla áherslu á að fjölga með- limum jafnaðarmannafélaganna og stofna ný félög. Á fundi jafnaðarmannafélagsins „Akur“ í gærkvöldi, var byrjað á því að vinna í anda þessara á- kvarðana Alþýðusambandsþings ins með því að neita 14 mönnum um inngöngu í félagið, aðeins með þeim forsendum, að stjórn félags- hrifaríkasta flokknum í bænum, mun síst hafa þær afleiðingar, sem afturhaldsklíka Framsóknar hefir ætlast til. Alþýðan, bæði innan og utan K. E. A., mun svara þessari fasistisku árás með þvi að fylkja sér fastar um Kommúnistaflokkinn, til þess að tryggja það að stefnumál hans, hagsmunamál alþýðunnar, bæði innan og utan K. E. A., komist sem tyrst i framkvæmd, til þess að tryggja það að ekki verði reynt að beita hinum þýðingar- miklu hagsmunasamtökum bænda og verkamanna, K. E. A., póli- tískum flokki til framdráltar, eins og nú er reynt svo freklega og hefir verið gert með ýmsu móti undanfarið. Þegar blaðið fór í pressuna hafði Stgr. A. ekkert svar borist frá form. KEA. Bendir alt til að stjórnin eigi allerfitt með að rök- styðja í hverju Steingr. hefir gerst brotlegur við KEA eða hagsmuni meðlima þess. Akureyri. ins teldi einræði sínu og íhalds- stefnu stefnt í voða ef þessum mönnum væri leyfð innganga í félagið. Hinsvegar voru um 12—14 tekn- ir inn, sem stjórnin áleit að myndu halda vörð um fasistastefnu stjórnarinnar og verja ofbeldis- gerðir hennar til hins ítrasta. Eftir þessar „marxistisku“ aðfarir stjórnarinnar hófust heitar um- ræður um uppstillingu við bæjar- stj órnarkosningarnar. Var fund- inum slitið undir miðnætti, og hafði þá sú viturlega ákvörðun verið tekin, að 4 efstu menn á lista Alþýðuflokksins í höfuðstað Norðurlands skyldu vera: Erlingur Friðjósson, sem undanfarin ár hefir eytt allri orku sinni — með góðum árangri — til að eyðileggja áhrif og fylgi Alþýðuflokksins í róttækasta kaupstað landsins, Jóni Hinrikssyni, sem er altaf með nafna sínum, Hafsteini Halldórs- syni og frú Helgu Jónsdóttur. Er þessi listi svo prýðilega skip- aður að fulltrúar Alþýðuflokksins hér, Friðjónssynir og Jón Sigurðs- son, geta verið öruggir um að list- inn komi engum manni að í bæj- arstjórnina, og er það vissulega ekki það versta fyrir Alþýðu- flokkinn úr því að hann bar ekki gæfu til að stilla upp nema íhalds- mönnum eða ístöðuleysingjum. Alþýða Akureyrar mun meta þessar hneykslanlegu ákvarðanir meirihluta „Akurs“ að verðleikum og svara með því að fylkja sér um þarm lista, sem stillir þeim full- trúaefnum, sem ekki ganga í bandalag við íhaldið og afturhaid- ið innan og utan bæjarstjórnar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.