Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 04.01.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 04.01.1938, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Utför smælingjans. »Hér á landi er enginn stétta- munur — heldur allir jafnir«. (Eftirlætiskjörorð borgar- anna). Þegar umkomulitlir fátæklingar eru beittir rangsleitni og misk- unnarleysi, geta þeir sjaldnast borið hönd fyrir höfuð sér, einn og einn — aðeins með samtök- um eru þeir nógu sterkir. — En það er hægt að segja frá slikum verknaði, opinberlega, þeim til verðugs hróðurs, er þá óhæfu fremja, og þessvegna vil eg biðja >Verkam.« fyrir eftirfarandi línur. — Hann er hvort sem er mál- gagn okkar smælingjanna. Ná i vetur dó hér á sjúkra- húsinu Sigurður nokkur Krist- insson. Hann var búsettur í Grímsey. Sökum fátæktar og heilsuleysis hafði hann orðið að leita hjálpar sveitar sinnar, og »jarlinn« í Grímsey, Kristján Eggertsson, sem reyndar sjálfur hefir flúið útsker þetta og hefir fasta vinnu á bæjarfógetaskrifstof- unni hér, bjóst við, að hreppur- inn kæmist varla undan þvi að kosta greftrun mannsins. Nú stóð svo á, að fáum dög- um eftir andlát Sigurðar heitins, átti póstbaturinn »Erna« að fara héðan og til Grímseyjar. Kona Sigurðar heitins sendir því skeyti hingað inneftir og biður um, að lík hans verði flutt með »Ernu« til Grímseyjar, til greftrunar þar heima. Ennfremur gerir hún ráð- stafanir til, að presturinn í ólafs- firði, sem nú þjónar einnig Grímsey, komi með póstbátnum til að jarðsyngja Sigurð heitinn. Tengdafaðir Sigurðar heitins, Þorkell Árnason, var staddur hér á Akurey'ri. Honum, og Krist- jáni Eggertssyni, mun hafa litist svo sem umstang þetta mundi hafa óþarflega mikinn kostnað í för með sér, þar sem aðeins var um »sveitarlim« að ræða. Og þeim dettur snjallræði i hug: Bara að bola manninum niður i jörðina hér, svo lítið beri á, áð- ur en póstbáturinn fer — þá verður ekki farið að þvæla lík- inu með honum, eða hafa nokk- urt vesen þarna úti í Grimsey. Og þetta verður að ráði. Björn Ásgeirsson er fenginn til að taka gröfina að nóttu tll, og kl. 11 f. h. næsta dag — fjórum kist. áður en póstbáturinn fór héðan — er laumast með líkið inn í kirkju, kistunni tilt á kistu- gólfið, eins og þegar kría sest á stein, á meðan presturinn les úr handbókinni það allra »nauðsyn- legasta« — og svo í hvelli upp í kirkjugarð. Vinir Sigurðar heitins, hér í bænum, og þá einkum þeir, sem sýnt höfðu honum mesta alúð og veitt honum og aðstandend- um hans mesta hjálp í bágindun- um, höfðu beðið að láta sig vita þegar lík hans yrði flutt til greftr- unar, svo þeir gætu fylgt því á- leiðis. En þeir fengu ekkert að vita um „greftrun“ hans, fyr en eftir á. Engin ræða var flutt við útförina. Engin minningarorð töl- uð til hins látna. Engin kveðja flutt eftirlifandi ástvinum. —• Bara flýtt sér, áður en póstbáturinn færi. Og póstbáturinn fór. Hann kom til Grímseyjar á tilsettum tíma. Kona Sigurðar heitins fór til strandar til að taka á móti1 líki ástvinar síns — því ekki hafði verið kostað upp á símskeyti til ekkju þurfamannsins. — En líkið var þá ekki með! Ofan á sorg ást- vinamissisins hlóðust vonbrigðin yfir því að fá ekki jarðneskar leyfar eiginmanns síns til hinstu umönnunar. Tár smælingjans flutu. Beiskjan skar hjarta henn- ar. — En hreppurinn hafði sparað nokkrar krónur!!! Mér dettur í hug jarðarför Magnúsar heitins Guðmundssonar. Gröf hans hefir víst ekki verið tekin að nóttu til. Og ekki var reynt að leyna útför hans, því henni var útvarpað. Eg þarf ekki að lýsa allri viðhöfninni og um- stanginu, sem þar var viðhafL Það er öllum kimnugt. — En hver vill hera saman útfarir þessara tveggja manna og segja svo, að hér á landi sé enginn stéttamunwr --------hér séu allir jafnir? Nei, hreppstjórinn, sem seldi tár fátæku ekkjunnar fyrir nokkr- ar krónur, er aðeins tákn þeirrar drotnandi stéttar, sem lifir á eymd alþýðunnar — sem treður réttindi hennar og þrár í duftið, svo lengi sem hún getur. Þessvegna mun beiskja fátæku ekkjunnar í Grímsey — yfir óhæfuverkinu, sem á henni var framið — læsa sig um hug og hjörtu allrar alþýðu þessa lands. Og hún mun hefna slíkra óhæfu- verka — ekki á einstaklingum, heldur yfirstéttinni í heild. Og þá fyrst er fullhefnt þegar stétt harð- stjóranna hefir verið steypt af stóli. Þá er líka þín hefnt, fátæka,. sorgmædda ekkja, úti í skerinu, sem Kristján Eggertsson eyrir ekki í. . Einn af vinum hins látna þurfamanns. Rúmlega 1 miljón dollurum hef- ir verið safnað í Bandaríkjunum af „Vinum spánska lýðveldisins“, en formaður þessara félagssam- taka er Paddock biskup. Hefir féð verið sent il spönsku stjórnar- innar. Á sama tíma og þessi árangursríka fjársöfnun fór fram tókst nefnd Francoista í Ameríku aðeins að safna 20.000 dollurum. Þetta eru tölur, sem tala sínu máli. Af 3470 hafnarverkamönnum, sem vinna hjá Hamburg-Ameríka skipafélaginu veiktust 1340 árið árið 1936.. Á fyrstu 9 mán. þessa árs hafa veikindin vaxið um 20% meðal þessara sömu verkamanna-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.