Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 12.01.1938, Page 2

Verkamaðurinn - 12.01.1938, Page 2
2 VERKAMAÐURINN Rafveitumál Akureyrar. (Framh. af 1. síðu). ingsstörf — undir stjórn bæjar- stjóra — hafa gengið alveg ótrú- lega seint. Nú er þó svo komið að rann- sóknum á virkjunarskilyrðum hér í nágrenni er lokið, og ákveðið hefir verið að virkja Laxá í mynni Laxárdals. Benda mæling- ar til að þar fáist 25—40 þús. hest- afla orka. Ríkisábyrgð er fengin fyrir alt að tveggja milj. kr. láni og loforð fengið um lán til 22 ára, með sæmilegum vaxtaskilyrðum. Hvenœr er þá hægt að hefja bygging stöðvarinnar og hvenær getur nýja stöðin sent rafmagns- orku til Akureyrar? Áður en ég leitast við að svara þessum spurningum, vil ég geta þess að ég hefi spurt verkfræð- inga og byggingamenn um hvað búast megi við að bygging slíkra mannvirkja taki langan tíma og hafa svör þeirra bent til að það taki 8—10 mánuði. Og þeim ber saman um að það muni verða bygging vélahúss og uppsetning rafbúnaðar, sem lengstan tíma taki. Til glöggvunar má aðgreina þau verk þannig: 1. Að sprengja frá vélahúsi og fyrir frárennsli frá því, 2 mán- uðir. 2. Bygging vélahúss 4 mánuðir. 3. Uppsetning véla og rafbúnaðar 4 mánuðir. Önnur verk yrðu unnin á sama tíma, en taka miklu skemri tíma. Með því að hefja jarðvinnslu — grafa og sprengja fyrir vélahúsi — í febrúar mánuði, yrði hægt (miðað við þessa áætlun) að hefja húsbyggingu fyrir lok aprílmán- aðar og uppsetning véla í ágúst, og hleypa rafstraum til Akureyr- ar í desember þessa árs. En til þess að þetta takist verð- ur að panta vélar og annað efni innan skamms, og gera tafarlaust ýmsar ráðstafanir til fram- kvæmda. Að þessu sinni vil ég einkum benda á að það er svo að segja skilyrði fyrir að framkvæma vinnu á virkjunarstaðnum, að þar verði fyrst reistir mannabú- staðir, að minsta kosti fyrir 10— 20 menn. Efni í slíka byggingu mundi nema ca. 10 tonnum og auk þess væri svo eldiviður og matvæli. Nú ber svo heppilega við að gott bíl- færi er austur og er því ráð að nota tækifærið og flytja austur slatta af efni, smíða bústað og mæla fyrir sprengingum, og að því búnu hefja svo vinnu. Með því að hraða nú öllum framkvæmdum er hægt að tryggja það, að nýja rafstöðin komi að notum næsta vetur og mun tæplega ágreiningur um þörf þess að fá aukna orku. Frá fjárhagslegu sjónarmiði hefir slíkt einnig mikla þýðingu því að vaxtatap af t. d. 1 miljón- króna, sem lægi í hálfgerðri byggingu eitt ár, er 45 þús. En auk þess verður yfirstjórn byggingarinnar (eða eftirlit) því dýrara, sem verkið stendur lengur. (Framh.). hversvegna.............? (Framh. af 1. síðu). kostnað almennings). En að safna þannig sparifé héraðsbúa (alt 3 milj. kr.) svo að segja í eina hendi, er því aðeins gott, að þeir menn sem með fara misbeiti ekki því afli, sem slík fjárráð almenn- ings fá þeim í hendur og að þau séu hagnýtt í þeim tilgangi, sem til var stofnað. Nú hefir alþýðan fylkt sér al- ment em félagið, alt að hálfu þriðja þúsundi; þar af f'llur helmingur bændur, og útvegs- menn, en tæpur helmingur laun- þegar, verkamenn, sjómenn, iðn- aðarmenn og verslunarfólk. En með slíkri fjölda-þátttöku hefir fólkið lagt félaginu í hendur hin bestu skilyrði til að reynast vel hlutverki sínu og tilgangi og ná góðum árangri. En hefir þá hinn tilætlaði tilgangur fólksins náðst? Hvað vöruverð snertir hefir Kaupfélag Eyfirðinga um langt skeið orðið að hafa aðhald. Og þrátt fyrir hina miklu þátttöku launþega í félaginu hefir stjórn þess oft ráðist á hagsmuni verka- fólksins með því að reyna með ýmsum ráðum að fá vinnu þess fyrir lægra en öðrum er gert að greiða. Þó er verslunin langsam- lega meginþátturinn í starfseml félagsins en atvinnurekstur þess aðeins örlítill hluti af starfsem- inni (að undantekinni óhjákvæmi- legri vinnu til að 'geta rekið versl- un, svo sem upp- og útskipun o. fl. þ. h.). Ég leyfi mér því að halda fram, ekki aðeins sem minni eigin skoð- un heldur mjög almennri, að hinn upprunalegi tilgangur fólksins með félagsstofnuninni hefir enn ekki náðst svo sem efni standa til hvað vöruverð snertir og verð vinnunnar. Steingrímur hefir þegar hafið baráttu innan félagsins, fyrir breyttri stefnu þess, sem svaraði betur til þess upprunalega til- gangs og mundi skapa því miklar vinsældir og gott samstarf við verklýðsfélögin; og er það í sam- ræmi við stefnu Kaupfélags Reykjavíkur o. fl. Þessi stefna Steingríms og þar með mikils fjölda ekki aðeins verkamanna heldur og margra bænda, var stjóminni mikill þyrnir í augum. Brottrekstur Steingríms er að vísu að einhverju tengdur við þátttöku hans í launabaráttu verkafólksins í bænum, sem nokkrum sinnum hefir orðið að beita við K. E. A., þar á meðal þátttöku hans í kaupdeilunni í vetur. En í þeim öllum baráttu- málum er a. m. k. allmikill hluti verkamanna bæjarins sekir. Þátt- taka Steingríms í stjóm Pöntun- arfélagsins er og einn þymir í augum stjórnar K. E. A. En þar sem Pöntunarfélagið er ekki sér- stætt sem keppinautur á grund- velli samvinnustefnunnar heldur hafa risið upp mörg hliðstæð fyr- irtæki á félagssvæði K. E. A. á

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.