Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 15.01.1938, Side 2

Verkamaðurinn - 15.01.1938, Side 2
2 VERKAMAÐURINN Laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Aðeins eina nótt. Aðalhlutverkið leikur hin fræga leikkona Margaret Sullivan Akureyrinyarl Kjosið C-listann! Nýtilegt skipu- lag - nýtt líf. Hriflu-maðurinn lýsir því yfir í 2. tbl. „Dags“, að núverandi íhaldsskipulag sé nýtilegt og að með komu Steinsens og V. Þór hafi byrjað „nýtt líf“ í bæjarstjórn Akureyrar. Hvernig er þetta nýja líf? Það er best að Jónas lýsi því sjálfur. Hánn segir í Nýja Dag- blaðinu (tbl. 256 s.l. ár): „Sveitargjöldin eru orðin það þung, að bænum liggur við gjald- þroti, og leiðtogar bœjarins sjá enga aðra vök framundan í því efni, nema hjálp Alþingis komi til“. (Leturbr. Verkam.). Þetta er orðrétt lýsing Hriflu- mannsins á ástandinu í höfuðstað Norðurlands eftir 4 ára „nýtt líf“ Steinsens, V. Þór, Axels og Er- lings — og þessi lýsing er álveg sönn; en hvort alþýða bæjarins telji hagkvæmt að fela Steinsen, V. Þór, Axel, Jóni Sveinssyni og Erlingi að halda áfram að stjórna bænum á þessari „lífs“braut mun koma í ljós 30. jan. „L’Humanite“, aðalmálgagn franska Kommúnistaflokksins, er nú stærsta dagblaðið í Frakklandi. Hvor bakatfi KEA (Framh. af 1. síðu). ari en tveggja ára drengur á lág- marks lífsþarfir vinnandi manns, og skyggnari en tveggja nátta hvolpur á hlutverk og mátt fé- lagssamtaka verklýðsstéttarinnar, þá hlýtur honum að hafa verið ljóst, þegar hér var komið málum, að til átaka hlyti að koma í þessu máli. En þá var skylda hans sem for- stjóra K. E. A„ er hér átti hlut að máli, að gera upp við sjálfan sig, og stjóm félagsins: Er málstaður okkar fyrirtækja gagnvart þessu fátæka fólki svo góður, að rétt sé að hvika í engu, hvað sem yfir dvnur? Mun hag félagsins betur borgið, og hróður þess meiri, ef takast má, með atvinnuleysis- og hungursvipuna yfir höfði, að kúlda verkafólkið til hlýðni, þó það kunni að kosta nokkurra mánaða stöðvun á verksmíðjun- um? Annaðhvort hefir Vilhjálmur ekki gert upp þessa hluti á réttum tíma, eins og honum bar skylda til — eða það er skoðun hans, að hlutverk hans sem „ÞJÓNS“ fá- tæku bændanna og lægst launuðu láunþeganna, sem skipa meiri hluta í K. E. A„ sé að búa lifandi vinnuvélum hinna blómlegu sam- vinnufyrirtækja sem skítlegast viðurværi og aðbúð. Eg geng út frá því, að Vilhjálm- ur hafi gert skyldu sína og gert sér fulla grein fyrir málavöxtum. En þá skilur hér skoðanir okkar. Eg tel það ekki samboðið sam- vinnufélagi — síst af öllu jafn vel stæðu félagi sem K. E. A. — að ganga fram fyrir verstu íhalds- braskarana í harðdrægni gagnvart verkafólki sínu. Eg tel það smán- arblett á K. E. A. og S. í. S. að þau skuli ekki haía, ÓTIL- KVÖDD, greitt verkafólki sínu vinnulaim, sem væru fyllilega sambærileg við það, sem fyrirtæki „braskaranna“ borga. Eg NEITA, að það sé fjandskapur við K. E. A., þó reynt sé að færa þetta til betri vegar. Eg hefði kosið, að ekki hefði þurft verkfall á K. E. A. til að knýja það inn á rétta braut. Eg hefði kosið, að ekki hefði þurft svo harðhentar aðgerð- ir sem vöruflutningabannið á verzlim þess. EN AFSTAÐA VILHJÁLMS ÞÓR OG KAUPFÉLAGSSTJÓRN- ARINNAR TIL LAUNAKJARA VERKSMIÐJUFÓLKSINS GERÐI ÞETTA NAUÐSYNLEGT. Það „fjárhagslega tjón“, sem K. E. A. kann að hafa beðið af vöru- flutningabanninu, er því raun- verulega á ábyrgð Vilhjálms Þór og kaupfélagsstjórnarinnar. Ef hefði átt að reka einhvern úr K. E. A. fyrir þessar sakir, hefði því óneitanlega farið best á, að þessir herrar, sem sjálfir hafa sæmilegt að bíta og brenna, hefðu rekið hver annan. Steingr. Aðalsteinsson. Athugasemd. Ritstjóri „Alþm.“ fer með rangt mál í síðasta blaði, er hann skýrir frá því, að á fundi jafnaðar- mannafélagsins „Akur“, fyrra mánudagskvöld, hafi 14 innsækj- endur verið látnir bíða til næsta fundar. Þeim var neitað um inn- göngu, vegna þess að stjórnin sá sér eigi fært að mæla með þeim inn í félagið að svo stöddu. Jafn- vel Erl. Friðjónsson þóttist ekki þekkja meðlimi síns eigin félags. Þegar svö var komið tók eg aftur þær umsóknir, sem eg var með- mælandi að. Það er mjög ósenni- legt að þetta fólk sæki aftur um inngöngu í félagið, eftir jafn ein- ræiðslega brjálsemisframkomu stjórnarinnar. Akureyri 10. janúar 1938. Guðmundur Snorrason. Ofanritað hafði Halldór Frið- jónssn lofað að birta í „Alþm.“ 11. þ. m., en vegna þess að honum þótti hagkvæmara að gera það ekki, þá sveik hann það. — Hvað viðkemur þeirri yfirlýsingu hans, að eg beri ábyrgð á því hvort það

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.