Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 29.01.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 29.01.1938, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURIN 3 A hakakrossinn að blakta yfir KEA ? Framsóknarflokkurinn hefir alt fram að þessu talið sig vinstri flokk. Við kosningarnar s.l. sum- ar barðist hann undir kjörorð- inu: »Alt er betra en ihaldið«. Vinstri kjósendur, þar á meðal kommúnistar og jafnaðarmenn, veittu honum þá nægilegan lið- styrk til að vinna þingsæti frá í- haldinu. Strax eftir kosningarnar fór formaður flokksins að leggja ó- hemju áherslu á að Framsókn tæki höndum saman við lhald- ið. Þessi barátta Jónasar verður ekki rakin hér frekar. Nú við bæjarstjórnakosningarnar er svo komið, að hægri menn Fram- sóknar hafa komið því til leiðar að flokkurinn berst nú ekki und- ir kjörorðinu: »Alt er betra en lhaldiðc, heldur undir kjörorð- inu: »Umtram alt, samstarf við Ihaldið*. Skrif »Dags« undanfarna daga hata áþreifanlega borið vott um þessa breyttu afstöðu Framsókn- ar. Hver niðgreinin eftir aðra hefir birst um Sovétlýðveldin, til þess að reyna að hræða fólkið með óóróðursögum að hætti Morgunblaðsins, frá því að kjósa lista kommúnista. Á ástandið i Þýskalandi eða eðrum lasistalöndum, par sem samvinnulélfigin hafa verið biinnuð, búðir peirra brendar og lorvigismenn sam- vinnufélaganna fangelsaðir eða teknir af lili, er ekki minst nxeð einu einasta orði. Þetta sýnir betur en flest ann- að hvert þeir menn í Framsókn- arfl., er nú ráða honum, stefna. Fað má ennfremur í þessu sambandi minna á það, að haka- kross Hitlers var mánuðum sam- an innan á glugga i binu nýja verslunarhúsi KEA við Hafnar- stræti 89 og þetta sama merki hefir nú verið mánuðum saman á gluggarúðu yfir einum dyrun- um á Gefjun. Börn báttsettra starfsmanna í KEA leika sér að bakakrossinum og láta öðrum börnum hann óspart í té. í lyfja- búð KEA var helsta útbreiðslu- rit nasistanna þýsku látið liggja frammi, og þannig mætti lengi telja. Feir fyrverandi fylgismenn Framsóknar, sem vilja vera hug- sjón sinni trúir: »Alt er betra en Ihaldið«, munu þess vegna ekki kjósa nú að þessu sinni með Framsókn. A'lif peir, S6m ellki vilja að hakakross Hitlers verði dreginn að hún ð KEA, munu greiða C-lisfanum atkvæði á morgun. Kommúnislaflokkurinn . . . (Framh. af 1. síðu). verði ekki sigrast án þess að stofna til útgerðar héðan i all- stórum stíl. Akureyri getur ekkí, frekar en aðrir bæir landsins, verið án þess að.taka þátt i fisk- veiðunum. En þar sem ekki er sýnilegt, að einstaklingarnir i bænum, sem ástæður hafa til. muni af eigin hvötum taka sig fram um ný útgerðarfyrirtæki, verður bæjarfélagið að beita sér fyrir því. Nefnd sú, sem bæjarstjórn setti til að rannsaka möguleika fyrir togaraútgerð héðan frá Akureyri, skilaði áliti til bæjarstjórnar í aprll s.l., var það álit bygt á framtalsskýrslum 30 togara yfir árin 1934—1936. Sýndu þær skýrslur, að gömlu togararnir hafa verið reknir með miklum halla, en hin nýrri skip sýndu alt annan og betri árangur. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að nýtt skip, sem gert væri héðan út í 8*/a mánuð ársins á saltfisk- veiðar, síldveiðar og isfiskveiðar, ætti að geta verið rekið halla- laust, ef i þvi væru fiskmjölsvél og fyrsta flokks lýsisbræðsla, enn- fremur að útgerð þess skilaði 251 þús. kr. i vinnulaun, þar af um 140 þús. til sjómanna og 111 þús. kr. i landvinnu, fisk- verkun, hafnarvinnu, veiðarfæri o. fl. og auk þass um 14 þúsund i opinber gjöld, útsvar, hafnar- gjöld, útflutningsgjöld o. fl. Siðan hafa fengist ábyggilegar upplýsingar um verð og greiðslu- skilmála á nýjum skipum í Eng- landi, er verð skips, um 500 smál. stærð, um 30 þús. £ eða um 670 þús. krónur, og greiðast skipin þannig, að 25°/o af verðinu greið- ist strax, en hitt, 75%, á fimm árum, með tryggingu i skipinu. Á siðasta Alþingi voru samþykt lög um að fiskimálanefnd skyldi fá til umraða yfir hálfa miljón kr. árlega til að veita sjávarút- veginum stuðning og þar á meðal að styrkja félög sjómanna og verkamanna eða jafnvel bæjar- félög til að kaupa á þessu ári tvo nýja togara og mætti styrk- urinn nema 25% af kaupverði skipanna gegn 15% framlagi á móli frá hlutaðeigandi félagi eða um 100 þús. kr. Þá er rétt að gera nokkra grein fyrir annari gerð skipa, mótorskipa 100 til 150 smál. Fau svara til línuveið- aranna, sem Norðmönnum hefir best gefist hér við land, enda endurnýja þeir nú sinn skipastól í þessari mynd. Reynast þessi nýju vélskip mikið ódýrari i rekstri en gömlu kolavélskipin, bæði hvað snertir brenslu ög viðhald skipanna. Hér á íslandi eru til um 30 línuveiðarar, en hafa allir verið keyptir gamlir og er meðalaldur þeirra um 25 ár. Þessi skip hafa reynst einna hentugust allra skipa til sildveiða. En þau beztu ganga einnig á salt- og isfiskveiðar. Eitt þessara skipa, sem er á stærð og aldur við »Þormóð«, sem hérna var, hefir gengið i 10 mánuði s. I. ár á saltfisk- síld- og ísfiskveiðar og atlað fyrir um 280 þús. kr. Áhöfnin, 20 menn, hefir fengið um 105 þús. kr. í tekjur. Þetta dæmi er að vísu það besta úr útgerð línuveiðaranna s.l. ár, en það sýnir, og ennfremur útgerð þeirra annara línuveiðara sem í gangfæru standi eru, að lílvæn- leg skilyrði eru fyrir hendi um rekstur útgerðar í þessari mynd. Mótorvélskip, um 120smál., eru mjög hentug til síldveiða. Á salt- fiskveiðar er það nægileg stærð til að stunda veiðar héðan hvar sem er við landið, og ætti að taka um 300 skpd. og gera verður ráð fyrir aðíflestum árum tækist að fara 4—5 veiðiferðir frá febrúar til mailoka, til Suður- og Vestur- landsins og hér úti fyrir Norður- landinu á ísfiskveiðum með tiski- og lúðulóðir, eða dragnót, bæði á skipinu sjálfu og jafnvel með fleiri litium bátum að auki, til að tryggja það að afla í skipið á nægilega skömmum tíma. Skip af þessari gerð ætti að taka og fara vel með um 60 tonn ísfiskj- ar. Nýtt tréskip af þessari gerð ætti að verða mjög létt i viðhaldi a. m. k. allmörg fyrstu árin, en viðhald gömlu linuveiðaranna, sem ganga 8—10 mánuði, reynist aðveraum 15 þús. kr., og eyðsla vélanna alt að helming minni en kolavélanna og næmi það að m. k. milli 10 og 20 þús. króna. En veiðiskilyrði aitur á engan hátt lakari. Byggingarverð umgetinna skipa yrði, eftir því sem næst verð- ur komist, um 1100 kr. á smálest, eða alls um 130 þús. kr. Hafa flestallir vélbátar, sem keyptir hafa verið til landsins undanfarið, verið seldir með gjaldfresti á 75% af byggingaverði en um 25% greitt við móttöku eða í þessu tilfelli um 35 þús. kr. Verður að gera ráð fyrir að slíkir greiðsluskilmálar verði fáanlegir einnig þó byggt væri hér heirna. Nú er reynsla fenginn fyrir þvi að Islendingar, og ekki sist Ak- ureyringar, eiga færa skipasmiði til að leysa slikt verk af hendi og er með því fengin i þeirri vinnu nær þriðji hluti af verði skipanna. Hefir þá verið gerð nokkur grein fyrir útgerðarmöguleikum á tvennan hátt, annarsvegar tog- ara, sem er í samræmi við reynslu t. d. Englendinga, en hinsvegar línuvélskipa að hætti Norðmanna og einnig íslensk reynsla sýnir að með nýjum eða nýlegum skipum, hefir lífvænleg skilyrði. Akure^’ri getur ekki lifað menn- ingarlífi í næstu framtíð, án þess að vera, eins og áður, þátttak- andi í fiskiveiðunum og verkun aflans, sem Akureyringar hafa svo góða reynslu í, að þeir skil- uðu hverju fiskskippundi 10 kr. verðmeira en t.d. fiskjar sem verk- aður er á Vestur- og Suðurlandi, sakir hinna sérstöku veðurhag- sældar og vandvirkni sinnar og verkalaunin hér á Akureyri urðu einnig 4—6 kr. lægri af sömu á- stæðum. Akureyringar eiga einn- ig vergögn tii að verka fisk á Eyrinni og í Innbænum. Akureyringar geta ekki sigrast á atvinnuleysinu f næstu framtíð nema hafin verði framkvæmd á þessu sviði. Til að koma hér upp nýjum skipastól, t. d. einum togara og tveimur mótorvélskip- um, næsta ár, þarf að vísu yfir 900 þús. kr. en af því fé yrði að fást hér á staðnum um 15°/o af verði togara og um 25% af verði 2ja vélskipa, eða um 170 þús. kr. Það er 42 þús. kr. á ári næstu fjögur ár, og að það sé ókleypt fyrir Akureyrarbæ, sem telur um 5000 ibúa, ef nokkur vilji er fyr- ir hendi, er fjarstæða. Útgerð 3ja slíkra skipa í 9—10 mánuði árs- ins mundi veita um 80sjómönn- um viðunandi atvinnu og færa í bæinn um 5000 skpd. fiskjar til verkunar og um 5000 tn. síldar. Það mundi verða grundvöllur sildariðnaðar hér á Akureyri. 1 viku hverri yfir vertíðina mundi koma skip i Akureyrarhöfn og auka hafnarvinuu um 35 til 40 þús. kr. Þi jú slík skip mundu auka atvinnutekjur Akureyrarbúa um fulla halfa miljón kr. og það ætti fyrst og fremst að lenda hja vei kalólkinu, sem nú stendur atvinnulaust. Bærinn myndi ta alveg nýjan svip. En þetta verður ekki gert nema bæjarfélagið styðji að þessu. Að vísu yrði enn að gera tilraun til að fá bæjarmenn, sem ástæð- ur hafa til, og vilja leggja af frjálsum viija þann skerf á móli bæjartélaginu til þessara fram- kvæmda. En ef sú leið skildi reynast ófær, verður bæjarfélagið að afla þess fjár, sem þarf með þeim leiðum sem það befir laga- legan rétt til. Nú þegar bæjarbúar velja sér nýja bæjarstjórn fyrir bæinn til næstu 4 ára, þá ríður á þvi að nægilega margir menn komist inn í bæjarsijórn, sein vilja snúa við rás hnignunarinnar í atvinnu- malunum með sköpun lífrænna atvinnuvega. Menn sem þekkja atvinnuvöntun alþýðunnar í bænum og helstu óskir hennar um lullkomna sjállbjargar at- vinnu. Fulltrúar Kommúnjstaflokksins munu berjast af alefli fyrir fram- gangi þessara mála og hverra annara sem megnug eru þess ad leggja að velli þennan ill- ræmda vágest alþýðuheimilanna, sem hér er lagstur í land, at- vinnuleysið. Póstbáturinn Ester fer í fyrstu póstferð á þessu ári 1. febrúar, kl. 7 árdegis. Viðkomiistaðlr: Svalbarðseyri, Grenivík, Litli-Árskógssandur, Hrisey, Dalvík Ólafsfjörður, Grímsey, Flatey og Húsavik, Afgxeið §lan.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.