Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 29.01.1938, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 29.01.1938, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURIN BBEeajmnflaiaww NYJA-BIO Laugard.- og sunnudagskv. kl. 9 rauniar. Tal- og hljómmynd í io þáttum. — Tekin eftir hinni ágætu sögu stór- skáldsins Cliarles Dickens >Store Forventninger< Aðalhlutverkin leika: Henry Hull Phillips Holmes Ann Howard Florence Reed. Sunnudagskv. kl 5 flntiiy ödyerse. siðasta sinn. Ávarp (Framh. af 1. síðu). fulltrúa yfirstéttanna — og mundi verða það áfram, ef hann kæmist í bæjarstjórn. Á lista kommúnistaflokksins eru eingöngu synir og dætur verklýös- stéttarinnar sjálfrar, sem hafa engra annarra hagsmuha aÖ gœta en hennar. Tveir efstu menn listans hafa undanfarið setið í bæjarstjórn — og ekkert tækifæri látið ónotað til að bera fram hagsmunamál al- þýðunnar. — En þá hefir brostið þar ATKVÆÐAMAGN til að koma málunum fram. Vinnandi fólk Akureyrar! Nú er það ykkar að skapa fulltrúum stéttar ykkar sem mest atkvæða- magn í bæjarstjórn Akureyrar. Með því styðjið þið best málstað ykkar sjálfra. Fylkid ykkur þessvegnn um C-lislann -- lista hins vinnandi fólks. Allir verkamenn og verka- konur eiga að kjósa C-LISTANIV vegna stéllar sinnar. Akureyrardei/d Kommúnista- flokks Islands. Samvinnuhreyfingin (Framhald af 1. síðu). vélum, íþróttaáhöldum, leikföng- um, hljóðfærum og fleiru þ. h. og er það talandi tákn um vaxandi kaupgetu neytendanna í Rúss- landi. Sala af þessum vörum var tvöfalt og af sumum þeirra alt að þrefalt meiri en næsta ár á undan. Smásöluumsetning rússnesku neytendafélaganna jókst sérstak- lega mikið á árinu 1936. Félögin seldu alls á því ári vörur fyrir 23 miljarða og 278 miljónir rúblur, en það er 7500 milj. meira en þau seldu fyrir árið áður og 3750 mil- jónum meira en gert var ráð fyrir í áætluninni. Félögin uku sölu sína meira en aðrar verslanir í land- inu. Alls óx verslun landsins um 32%, en verslun neytendafélag- anna óx um 47,7% árið 1936. Fé- ]ögir. gera ráð fyrir a.ð apka sö'u „Dagur" lýgur enn. Út af gleiðgosalegum staðhæf- ingum, sem »Dagur« vefur utan um yfirlýsingu rafveitustjóra, út af «Getjunar«-rafmagninu, skal það unditsltikað, sem sagt er á öðr- um stað hér i blaðinu, að ylítlýsing rafveitusljóra alsannar í engu pá staðreyntí sem »Verkam.« áður hefir sagt frá, að I skjóli sampyktar um >tílrauna- rafmagn« um skamman tíma, hefir »Gefjun« í hóltt annað ár greitt að- eins 5 aura fyrir kw. af ratmagni sem öllum öðrum er gert að greiða 16 aura lyrir. Ulyrðum »Dags« um 1\ I\ verður ekki svarað nú. En áreið- anlega nægja þau ekki til að breiða yfir þessa ágeugni «Gefj- unar« og hirðuleysi bæjarstjórans. sína enn meir á þessu ári og er svo til ætlast, að sala þeirra nemi ekki minna en 32 miljörðum og 6i 0 rnilj. rúbla á árinu, sem nú er að líða. Neytendafélögin í Sovétlýðveld- unum gera fleira en útvega neyt,- endum neysluvörur. Þau kaupa einnig mikið af landbúnaðarafurð- um bændanna og hráefnum til iðnaðarins. Á þessu sviði hafa þau mjög víðtæka starfsemi. Árið 1936 keyptu þau landbúnaðarafurðir og hráefni fyrir 1750 milj. rúblur, en það er 53% meira en 1935. Af landbúaðarafurðum keyptu félög- in t. d. á árinu 211 þús. tonn af kjöti, 5251 járnbrautarvagnshlöss af eggjum, 1 milj. og 100 þús, tonn af mjólk, 45 þús. og 800 tonn smjör, 2 milj. og 175 þús. tonn af kartöflum, 450 þús. tonn af grænmeti, 164 þús. tonn af ávöxt- um o. s. frv. Áætlunin fyrir yfir- standandi ár gerir ráð fyrir stór- feldri aukningu á þessari starf- semi neytendafélaganna. Svona hraðvaxandi sala á neysluvörum og aukin kaup á landbúnaðarafurðum gera félags- mönnum nauðsynlegt að auka mjög vörugeymslur sínar enda vörðu þau 18 milj. rúblum á þessu eina ári til nýbygginga og endur- bóta á vörugeymsluhúsum. Vöru- flutningabifreiðum neytendafélag- anna fjölgaði á árinu um 85%. Þá hefir framleiðslustarfsemi neytendafélaganna rússnesku tek- ið miklum framförum. í árslok 1936 áttu félögin 26,300 iðnaðar- fyrirtæki og hafði þeim fjölgað um 7400 á árinu. Mest var fjölg- unin í brauðgerðarhúsum eða 5925. Dagsframleiðslan í brauð- gerðarhúsum félaganna steig á árinu um 9300 tonn. Alls fram- leiddu brauðgerðarhús félaganna 4 milj 300 þús. tonn af brauði, en það er 55,8% meira en árið áður. í brauðgerðum félaganna unnu 97 þús. manns. Þá áttu félögin í árslok 1936 1184 pylsugerðir, sem framleiddu 11 þús. tonn af pyls- um. Einnig fjölgaði þeim fyrir- tækjum, sem búa til óáfenga drykki, úr 130 í 400. Félögin eiga yfir 3000 mjólkurbú og fram- MIIHMI Iiii>i III 1111 ss&nmi H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Aðailfundiir. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar- daginn 18. júní 1938 og hefst kí. 1 e. h. D a g s k r á: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31 desember 1937 og efnahagsreikning með athugaserndum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá end- urskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar uin skiftingu ársaiðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagsiögum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 15. til 17. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu féjagsins í Reykjavík. Reykjavík, 12. janúar 1938. Stférniii. Símanúmer C-li$lani er 356. leiddu þau 38 þús. tonn af smjöri og 32 þús. tonn af ostum. Framleiðsluvörur félaganna eru mestmegnis seldar í búðum þeirra sjálfra, en þó er nokkur hluti þeirra seldur öðrum verslunarfyr- irtækjum. Eigið fé rússnesku neytendafé- laganna óx á árinu 1936 úr 489 milj. í 726 milj. rúbla og dreifing- arkostnaður þeirra nam í heildsöl- unni 3,5% og í smásölunni 6,7%, eða samtals í heildsölu og smásölu 10,2%, en það er minna en smá- sölukostnaður Pöntunarfélagsins vár í fyrra. Enda þótt rússnesku neytenda- félögin eigi ekki á hættu að verða háð neinum óvinveittum lánar- drottnum, hafa þau ákveðið að auka enn sjóði sína að mun á þessu ári til þess að tryggja full- komið efnalegt sjálfstæði sitt. Samvinnumenn! Haldið þið að það sé sprottið af umhyggju fyrir sarovinnuhreyfingunni, sem „Dag- ur“ forðast að frs?8a ykkur um ÍBÚÐARHÚS mitt við Oddagölu, er til sölu eða leigu með góðum skilmálum. Jón (inðmann. Vil kenna nokkrum drengjum aö lefla, helst á aldr- inum frá 10—12 ára. Kenslan er ókeypis. Þeir sem vildu sinna þessu, tali við mig sem fyrst. Klapparstíg 3, Akureyri. Jón Ingimarsson. hmn geysilega vöxt samvinnu- hieyfingarinnar í Sovétlýðveldun- um, en birtir í þess stað hverja óhróðursgreinina á fætur annari um samvinnumenn í Sovétlýð- veldunum? Abyrgðarmaður Þóroddur Guðmundason. Prentverk Odds tijörnssonar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.