Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 29.01.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 29.01.1938, Blaðsíða 1
VERKAMADURINN Ólgefandi: Verklýðssamband Norðurlands XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 29. janúar 1938. 10, tbl. til vinnandi fólks á Ákureyri. Kommúnistaflokkurinn gengur til kosninga gegn atvinnuleysinu. Kosningahríðinni er bráðum iok- ið. Á morgun fella kjósendur dóm sinn yfir frambjóðendum hinna ýmsu flokka. HVAR BER HINNI VINNANDI ALÞÝÐU AKUREYRAR AÐ SKIPA SÉR? Til þess að ákveða það verður fyrst að athuga: UM HVAÐ ER KOSIÐ? í sem styttstu máli verður því svarað á þessa leið: Það er kosid urn það, hvori fulllrúar yfirstéUanna, aflurhaldsins, eiga áfram að ríkja og ráða i bœjarmál- unum, og hafa aðslöðu til þess að skamta verkafólk- inu, fálœklingunum, allt úr hnefa, eða hvort fulltrúar verklýðssléllarinnar sjálfrar eiga að fá svo sterka að- stöðu i bæjarstjórninni, að jundan kröfum þeirra, um hagsbœlur hins vinnandi fótks, verði ekki komist. Það er kosið um það, hvort ný rafvirkjun fyrir Akureyri verður reist á þessu ári — »eða hvort „undirbúningi“ þess máls verður haldið áfram næstu fjögur ár. Það er kosið um það hvort ALMENNINGI í bænum verður veittur auðveldur aðgangur að orku hinnar nýju rafstöðvar, ef reist verður, (aðstoð við útvegun raftækja — lágt rafmagnsverð) eða hvort STÓRGRÓÐAFYRIR- TÆKJUM verður gefin' hún („Gefjun“ — hin fyrirhugaða „Massonit“-verksmiðja o. s. frv.). Það er kosið um það hvort BÆJARFÉLAGIÐ eigi að beita sér fyrir því að reisa við atvinnu- líf bæjarins og gefa vinnufúsum verkalýð tækifæri til að afla sér brauðs á eðlilegan hátt — eða hvort „einstaklingsframtakinu" á áfram að líðast að láta allt at- vinnulíf reka á reiðanum — og neyða vinnuhraust fólk í píslar- gönguna til Sveins Bjarnasonar. Það er kosið um það hvort veitt skuli nýjum straumum í atvinnu- líf bæjarins — með nýjum og ný- tísku tækjum, sem svari til krafa tímans og veiti skilyrði til góðra launa þeirra, er við þau vinna — eða hvort fylgt skuli þeirri teg- und „samvinnustefnu“, sem tákn- uð er með því að láta skrap úr fjórum gömlum vélum „vinna saman“ í einni „nýrri“ — og borga svo verkamanninum, sem bisar við þetta glingur, hálf verkalaun. Það er kosið um það hvort al- þýðufólki bæjarins á að leyfast — ÁN OFSÓKNA — að nota tóm- stundir sínar, og hina mörgu at- vinnuleysisdaga, til að framleiða mjólk handa heimilum sínum — um það hvort eyðileggja skuli smábúskapinn, sem mikill fjöldi bæjarbúa bjargar heimilum sínum með — eða hvort bæjarfélagið skuli VERNDA slíka smáfram- leiðslu, þar til séð er fyrir at- vinnuþörf manna á annan hátt. Það er kosið um það hvort „höfuðstaður Norðurlands" á að vera menningarbær, meira en að nafninu — hvort ALÞÝÐU- FRÆÐSLUNA á að takmarka við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru í „Iðnaðarmannahúsinu" — hvort skólar bæjarins, íþróttafélög og allur æskulýður á enn um langt skeið að vera algerlega án nokk- urs ÍÞRÓTTAIiÚSS — hvort bókasafn bæjarins á enn um hríð að geymast í gömlum timbur- hjalli, sem getur fuðrað upp á einni klukkustund — hvort dag- heimili fyrir verkamannabörn bæjarins á aldrei að verða annað og meira en nafnið í fjárhagsáætl- un bæjarins, o. s. frv., o. s. frv. Alt þetta og ýmislegt fleira, sem kosið er um — felur í sér spurn- inguna: EIGA SÉRHAGSMUNIR YFIR- STÉTTANNA AÐ RÁÐA GERÐ- UM BÆJARSTJÓRNAR AKUR- EYRAR — EÐA EIGA SJÓNAR- MIÐ OG HAGSMUNIR AL- MENNINGS AÐ VERA TEKNIR ÞAR TIL GREINA? , Vinnandi fólk Akureyrar! Hverju svarið þið? Á lista „Sjálfstæðisflokksins“ og „Framsóknarflokksins“ skipa FULLTRÚAR YFIRSTÉTTANNA efstu sætin. — Af þeim hefir verkalýðurinn einkis góðs að vænta í sinn garð. Á lista Alþýðuflokksins skipar efsta sætið maður, sem liðið kjör- tímabil hefir verið SKÓSVEINN Framhald á 4. síðu. Stefna „Sjálfstæðisflokksins“ í sjávarútvegs- málum hefir fært bæjarbúum um 900 þús. kr. tekjurírnun til jafnaðar undanfarin ár. Framsókn hefir með yfirráðum sínum í bæjar- stjórn ásamt »Sjálfstæðinu«, ekkert gert til að stöðva atvinnuleysið, landlœgt i Jónas frá Hriflu segir í togar bæjarins sjái enga Kommúnistaflokkurinn er sá flokkur, sem heíir það hlutverk i bæjarstjórninni, að bera fram málstað og óskir verkalýðsins, en þær óskir eru fyrst og tremst að fá tækifæri til að vinna fyrir sér og sínum. Skal nú gerð nokk- ur grein fyrir þeim atvinnuum- bótum á sviði útgerðarmálanna, sem fulltrúar flokksins munu beita sér íyrir af alefli að komist i framkvæmd næstu ár og ættu að geta orðið nokkur lausn á atvinnuleysisástandi bæjarins. sem er nú orðið bœnum. Nýja dagbl. að »leið- auða vök framundan«. Fiskiveiðar hafa verið stund- aðar héðan frá Akureyri alt frá fyrstu tíð bæjarins. Á þilskipa- tímunum var sótt, ekki aðeins hér úti fyrir Norðurlandi, heldur einnig til Vestur- og Suðurlands, en fískurinn lagður hér upp til verkunar. Fyrir og um 1930 lögð- ust saltfiskveiðar alveg niður héðan frá Akureyri og standa öll vergögn í eyði síðan. Má full- yrða að á atvinnuleysinu, sem er afleiðing af hnignun útvegarins, (Framh. á 3. síðu). Samvinnu hreyfingin þar sem kommúnistar ráða. Ihaldssamari leiðtogar Fram- soknar hafa ekkert sparað til að revna að telja fólki trú um að kommúnistar séu fjandmenn sam- vinnuhreyfingarinnar. Þessum rógi verður best svarað með eft- irfarandi grein, sem birtist nýlega í „Heima“, blaði Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis (10. tbl. 1937): „Heima“ hefir áður birt ýmsar fréttir frá neytendafélögum ann- ara landa. Hér eru nokkur atriði úr opinberum skýrslum neytenda- félaganna í Rússlandi, sem eru stærri og meiri þáttur í verslunar- lífi þess lands en neytendafélögin eru í nokkru öðru landi. í árslok 1936 voru 39 miljónir og 200 þúsund meðlimir í rússnesku neytendafélögunum, sem á sama tíma voru yfir 26 þúsund að tölu. Á árinu hÖfðu neytendafélögin bætt við sig 15 þús, 290 búðtun og áttu þá alls um 127 þús. búðir víðsvegar um landið. Á árinu vörðu félögin yfir 100 milj. rúbla til endurbóta og breyt- inga á búðum sínum og um 60 þús. búðir fengu nýjar innréttingar. Einkum lögðu félögin kapp á að bæta útlit og tilhögun alla í sveitabúðunum, enda standa þær ekki lengur að baki búðum borg- anna í þessu tilliti og eru ekki síður birgar að vörum. Rússnesku neytendafélögin hafa með sér héraðasambönd, sem eink- um hafa með höndum innkaup á vörum og sölu þeirra í heildsölu til búðanna. Heildsöluumsetning þessara sambanda óx á árinu um miklu meira en helming eða úr 4600 milj. 1935 í 10200 milj. 1936. Sérkennilegt er það, hve mjög neytendafélögin hafa aukið sölu sína af allskonar menningartækj- um, svo sem bókum, ljósmynda- (Framh. á 4. síðu),

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.