Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 19.02.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 19.02.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Laugardaginn kl. 9: Blindir farpegar Tal- og hljómmynd i 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: Lfttli osi Slori. Sunnudagskvolil kl. 9: Romeo og julia. SuiinudHyinn kl. 5: GOLGAIHA. Alþýðusýning. Niðursett vei ð. istaflokkurinn hefðu gert með sér um samstarf í bœjarstjórnarmál- unum. Ennfremur lýsti fundurinn yfir vantrausti á ritstjórn Alþýðu- blaðsins og krafðist þess að áróðr- inum í blaðinu gegn samfylking- unni og sameiningarmönnunum yrði hcett, ennfremur krafðist fundurinn að Alþýðubl. birti til- lögur þær, sem fundurinn hefði samþykt, og ef því yrði neitað var samþykt með nœr öllum at- kvæðum að veita 1000 kr, úr fé- lagssjóði til styrktar útgáfu nýs málgagns fyrir Alþýðuflokkinn. Þá var ennfremur samþykt áskor- un til verklýðsfélaganna um alt land að beita sér af alefli fyrir sameiningu verklýðsflokkanna. Ósigur Jóns Bald. og stefna hans á „Dagsbrúnar“fundinum er alveg gífurlegur þesgar þess er gætt að fyrir fundinn var hann kosinn í trúnaðarráð „Dagsbrúnar“ með 750 atkv. en Á FUNDINUM, EFT- IR að hann er í sambandsstjóm búinn að fá 7 menn með því að reka Héðinn úr Alþýðuflokknum vegna þess að hann vill sameina verklýðsflokkana, þá fær hann AÐEINS 27 ATKVÆÐI. Slíkt fylgishrun mun vera álveg EINS DÆMI hér á landi. Félag jámiðnaðarmanna í Rvík hélt aðalfund sama dag og „Dags- brún“ og voru þar samþykt EIN- RÓMA mótmæli gegn brottrekstri Héðins. Aðalfundur V erklýðsfélags Norðfjarðar samþykti með öllum atkvæðum gegn 3 mótmœli gegn brottrekstrinum. V erslunarmannafélag Reykja- víkur hefir samþykt með öllum atkvœðum gegn 1, mótmæli gegn brottrekstrarsamþykt Jóns Bald. & Co. V erklýðsfélagið á Stokkseyri mótmælti einnig með öllum at- kvæðum gegn 1 brottrekstri Héð- ins. Verklýðsfélagið „Báran“ Eyr- arbakka, hefir mótmælt með 18 atkv. gegn 10 gjörræði meirihluta Alþýðusambandsstjórnarinnar. í Verkamannafélagi Húsavíkur komu fram 2 tillögur frá vinstri mönnum, í sambandi við frum- hlaup Jóns Bald. og var önnur þeirra samþykt með 56 atkv. gegn 19 en hin með 42 gegn 23. Á fundi verkamannafélagsins „Þróttur“ Siglufirði komu fram 2 tillögur í sambandi við gjörræði Jóns Bald. Var önnur tillagan frá Jóhanni F. Guðmundssyni og var á þá leið að fundurinn lýsti óá- nægju sinni yfir ágreiningnum í Alþýðufl. og að félagið teldi rangt að gera deilumálið að máli félags- ins, þar sem deiluaðilar hefðu skotið máli sínu til Alþýðusam- bandsþings o. s. frv. Þessi tillaga var feld með 86 at- kv. gegn 5. Hin tiUagan var frá Jóni Jóhannssyni og var hún samþykt MEÐ 111 atkv. GEGN 4. í þeirri tillögu var brottrekstri Héðins mómælt, vantrausti lýst á meirihluta Alþýðusambandsstj. o. s. frv. Þá kom fram tillaga um að víta brottrekstur Jóns Baldvinss. úr „Dagsbrún". Var hún feld með 108 atkv. gegn 7. Á aðalfundi „Iðju“ í Reykjavík, í fyrrakvöld, fór fram kosning stjómar félagsins og fulltrúa á Al- þýðusambandsþing. Voru eingöngu kosnir vinstri menn til þessara trúnaðarstarfa. Á framhalds-aðal- fundi mun félagið taka afstöðu til gjörræðis Jóns Bald. & Co. í öllum þessum félögum, sem þegar hafa tekið afstöðu um stefnu Alþýðusambandsins, er stefna Jóns Bald. & Co. dæmd óalandi og óferjandi, með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Og þannig mun dómur alþýðunnar yfirleitt verða. Heiðrum minningu Stefáns skólameistara. Steíáns heitins Stefánssonar, skólameistara, mun án eta vera lengi minnst með mjög hlýjum huga af fjöldamörgum Akureyr- ingum. meðal annarra. t*ó all- langt sé nú um liðið, munu gamlir nemendur hans enn geyma minningu hans í ferskum huga — minninguna um stjórnandann, sem allir hlýddu með glöðu geði, eins og börn góðum föður. Minninguna um hinn Ijúfa læri- mt-istara, sem t d. á framúrskar- andi hátt opnaði nemendum sin- um leyndardóma og dýrð náttúr- unnar. Minninguna um hinn glaða og glæsilega mann. Sömuleiðis munu fullorðnir i- búar bærins, alment, minnast hans sem frjálshuga og áhuga- sams framfaramanns. Það er því ekki að efa, að sú ákvörðun að reisa Stefáni skóla- meistara minnisvarða, hér á Ak- ureyri, mun mæta fullum skiln- ingi og áhuga fjölda bæjarbúa. Tækifæri til að sýna þann áhuga fá bæjarbúar, meðal ann- ars, á morgun. Nemendur Menta- skólans sýna þá að nýja hinn vinsæla sjónleik: aVERMLEND- INGARNIR* — og rennur allur ágóðinn i sjóð til byggingar hæfi- legum fótstalli undir líkan hins látna merkismanns. Bæjarbúar ættu því að fjöl- menna á leiksýningnna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.